Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 16
Upphafspuntur allflestrahringferða um landið með er- lenda ferðamenn hefst á Keflavík- urflugvelli. Langferðabílarnir bíða við Flugstöð Leifs Eiríksson- ar með bílstjóra og leiðsögumenn til þjónustu reiðubúna. Þar innan um geta verið bílstjórar sem sjá einnig um leiðsögn fyrir minnstu hópana. Hringferðirnar geta stað- ið yfir í allt að þrjár vikur. Ofan- greindir bílstjórar og leiðsögu- menn eru þeir aðilar sem ferða- mennirnir kynnast hvað best og eru því andlit þjóðarinnar í hug- um þeirra. Því er það mikilvægt að fólk með góða þjónustulund og ábyrgðarkennd veljist til þessara starfa sem snúa almennt að ferða- mannaiðnaðinum. Vel heppnuð ferðaáætlun Í huga ferðamanns telst vel heppnuð ferð um landið þegar ferðaáætlun er honum að skapi og hann finnur að allt er gert svo honum megi líða sem best. Þessi regla er ein sú besta markaðssetn- ing sem völ er á og jafnframt sú ódýrasta. Pantanir á ferðum til landsins næsta sumar sýna um 40% aukningu á milli ára sem sannar að við Íslendingar erum á réttri leið í ferðamannaiðnaðin- um. Það vakti athygli mína sem hópferðabílstjóri og Suðurnesja- maður að flestar þær hringferðir sem ég hef farið síðustu árin, hafa byrjað á því að keyra farþegana frá Keflavíkurflugvelli beint til fyrsta náttstaðar í Reykjavík. Nokkur dæmi eru þó til um að stefnan hafi verið tekin til dæmis austur fyrir fjall. Við þessar að- stæður gefst ekki tími til að skoða á leiðinni marga fallega staði heldur er kappkostað við að koma ferðamönnunum í gistingu sem allra fyrst. Hér eru sóknarfæri fyrir ferðamannaiðnaðinn á Suð- urnesjum ef rétt er á málum hald- ið en til þess þarf nána samvinnu við ferðaskrifstofurnar. Þetta ætti ekki síður að vera akkur fyrir þær að ferðamenn í hringferð um landið geti fengið sem mest út úr fyrsta degi ferðar og náð samt náttstað í tæka tíð. Ferð um Reykjanes Á þessum fyrsta degi væri upplagt að fara í smá ferð með ferðamennina vítt um Reykjanes- bæjarsvæðið, til dæmis að skoða Fræðasetrið í Sandgerði, fara á bryggjuna ef bátarnir væru að landa og ef veður væri gott mætti fara í fjöruferð og skoða fuglana við Garðskagavita. Þar væri hægt að taka skemmtilegar myndir meðal annars af Snæfellsjökli sé skyggni gott. Svo yrði snæddur kvöldverður fyrir svefninn á hót- eli í Reykjanesbæ. Á öðrum degi eftir morgunmat væri haldið í áttina að Reykjanes- vita til að skoða þær náttúruperl- ur sem þar eru að finna. Á leiðinni hefðu ferðamennirnir ábyggilega gaman af að skoða brúna sem er á milli Evrópu- og Ameríku- flekanna hér fyrir sunnan. Svo væri haldið til Grindavíkur, komið við í Bláa Lóninu, farið í bað og einnig væri hægt að skoða Gjána hjá Hitaveitu Suðurnesja í Svarts- engi til að fræðast um jarðsögu Ís- lands. Eftir baðið væri upplagt við komuna til Grindvíkur að gera innkaup vegna hádegisverðar. Eftir matinn væri hægt til dæmis að skoða Saltfisksetrið í Grinda- vík áður en haldið væri austur Suðurstrandaveg á leið til Gull- foss. Á þessari leið er margt fall- egt að sjá svo sem Krýsuvíkur- svæðið. Hér má sjá hvað Suður- nesin eru vel staðsett við upphaf hringferðar með erlenda gesti. Í framhaldinu tæki svo við Þingvellir, Skálholt og Geysir svo einhver dæmi séu nefnd. Eftir skoðun á Gullfossi væri kominn tími til að fara á áfangastað og fá sér kvöldverð áður en gengið væri til náða. Við lok annars dags ferðar erum við vel staðsett til að halda áfram til allra átta svo sem norður um Kjöl, Fjallabaksleið til Landmannalauga og/eða til Bakkaflugvallar ef ferðinni væri heitið til Vestmannaeyja. Verðmæt auglýsing Sem dæmi um hversu mikil- vægt það er að vel til takist í sam- skiptum við þessa erlenda gesti okkar sem koma til að skoða land- ið, að í einni tjaldferðinni þar sem greinarhöfundur var bæði bíl- stjóri og fararstjóri kynntist ég heimsþekktum ljósmyndara Heinz Zak sem fór fyrir hóp ljós- myndara í þessari ferð, sérhæfir hann sig í myndatökum meðal annars af fjallaklifi og landslagi. Hann hyggur á útgáfu ljósmynda- bókar um Ísland. Þessi bók yrði ígildi verðmætrar auglýsingar um land okkar og þjóð. Ferða- mennirnir í þessari ferð voru sammála um að Ísland væri para- dís ljósmyndarans, var einhugur þeirra allra að koma aftur til landsins við fyrsta tækifæri. Tilefni skrifa þessa er að verk- efnisstjóri Upplýsingamiðstöðvar Reykjaness, Rannveig L. Garð- arsdóttir, hefur látið hafa eftir sér að hún hafi orðið þess áskyn- ja að það skorti meiri samvinnu á meðal sveitarstjórna og ferða- þjónustuaðila á svæðinu og telur hún það standa ferðaþjónustunni á Reykjanesi fyrir þrifum. Því vil ég taka undir orð hennar og árét- ta mikilvægi þess að Suðurnesja- menn geri sér grein fyrir þeim tækifærum sem bjóðast í ferða- mannaiðnaðinum og að það náist breið samstaða á milli hagsmuna- aðila og stjórnmálamanna á svæðinu um að það sem við höf- um upp á að bjóða nýtist sem best ferðamönnum, okkur til fram- dráttar. Hér er en ein sönnun þess að sveitarfélög á Suðurnesjum verða að íhuga sameiningu fyrir alvöru sem allra fyrst því það er betra að hafa einn mann í brúnni sem ber ábyrgðina og veit hvert ferðinni er haldið. Við samein- ingu myndi sparast stórfé við þá miklu hagræðingu sem yrði vegna hennar innan stjórnsýsl- unnar og sparnaðinn mætti nota til nýsköpunar, til dæmis vegna ferðaþjónustu hér á svæðinu. ■ Táknmálstúlkun verður kenndvið Háskóla Íslands næsta vet- ur. Fé hefur verið tryggt til kennsl- unnar fyrir frumkvæði Páls Skúla- sonar, rektors Háskóla Íslands. Rösklega gengið fram hjá rektor Háskólans og ástæða til að hrópa húrra fyrir framgöngu hans í þessu réttlætismáli sem stjórnvöld sýndu ekki mikinn skilning í umræðum á Alþingi á dögunum. Framgöngu Páls var fagnað í yf- irlýsingu frá Félagi heyrnarlausra. Þar sem segir m.a. „Félag heyrnar- lausra fagnar því að Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, hefur ákveðið að táknmálstúlkun verði kennd næsta vetur og mun hann sjá um að útvega það fjármagn sem á vantar. Komið hefur verið í veg fyr- ir mikið áfall fyrir samfélag heyrn- arlausra og heyrnarskertra því táknmálstúlkar eru lykill heyrnar- lausra að íslensku samfélagi og for- senda þess að þeir geti nýtt sér heil- brigðisþjónustu, notið menntunar og tekið þátt í samfélaginu sem fullgildir þegnar. Án táknmálstúlka er heyrnarlausum meinaður að- gangur að íslensku samfélagi“. Á bás með Albaníu Orð að sönnu enda erum við Ís- lendingar ljósárum á eftir ná- grannaþjóðunum í málefnum heyrnalausra. Til dæmis viður- kennum við táknmálið ekki sem móðurmál heyrnalausra og í text- un innlends sjónvarpsefnis skip- um við bás með Albaníu en ekki hinum norrænu þjóðunum. Alban- ía textar ekkert af innlendu sjón- varpsefni en Íslendingar eina klukkustund á viku. Sömu tölur eru 300–500 víðast hvar í Evrópu. Ef frumvörp Sigurlínar Margrét- ar Sigurðardóttir, þingmanns Frjálslyndra, ná fram að ganga rætist úr þessu en erfitt er að binda vonir við að ríkisstjórnar- flokkarnir veiti þeim framgöngu í þinginu. Mikill skortur á túlkum Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók þetta mál upp á Alþingi á dögunum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra. Sagði Anna Kristín þar meðal annars að komið hefði fram í fjölmiðlum að mikill skortur væri á táknmáls-túlkum hér á landi og að þörf fyrir þá væri að aukast. Táknmálstúlkar sinna eink- um skóla- og heilbrigðiskerfinu og er mikilvægt að þjónusta við heyrnarskert börn á leikskóla- aldri verði aukin og bætt, en með því móti væri þeim tryggð leið til að taka þátt í skapandi leik og starfi og að þroskast á eigin forsendum. Túlkun fyrir heyrnarskerta er mikilvæg for- senda fyrir því að viðkomandi einstaklingar njóti jafnréttis á við aðra þegna landsins. Því þarf að efla túlkanámið en ekki þrengja enn að því. ■ 16 13. mars 2004 LAUGARDAGUR Húrra fyrir Páli Umræðan BALDVIN NIELSEN ■ skrifar um ferðamennsku. Umræðan BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ■ skrifar um Háskóla Íslands. 4. flokki 1992 – 41. útdráttur 4. flokki 1994 – 34. útdráttur 2. flokki 1995 – 32. útdráttur 1. og 2. flokki 1998 – 23. útdráttur Frá og með 15. mars 2004 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu laugardaginn 13. mars. Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Innlausn húsbréfa INDVERSK MATARGERÐ Í ELDHÚSINU ÞÍNU. Ef þú vilt halda veislu þá kem ég á staðinn og sé um matinn. Skemmtileg gjafabréf fyrir þá sem ætla að gefa skemmtilega gjöf. Námskeið í indverskri grænmetis- matargerð, fæða fyrir sál og líkama. SKEMMTILEGT EITT KVÖLD 17. mars, 22. mars, eða 24. mars. kl. 18-22.30. með Shabönu, s. 581 1465 og 6593045, Verð kr, 5000,- Scania R164-GB 6x4 Nýskráður 08/2000 Km. 420.000 Verð 5.400.000,- án vsk Benz 815D Vario Nýskráður 09/1999 Km. 95.000 Vörukassi 5100mm Vörulyfta 1000kg Verð 2.160.000,- án vsk Vörukassi Ulefoss 7850 mm einangraður Nýr 05/2000 Verð 650.000,- án vsk Scania R124-LB 4x2 Nýskráður 05/2000 - Km. 290.000 Vörukassi 7300mm Vörulyfta 2000kg Verð 5.580.000,- án vsk Upplýsingar í síma 515 7074 og 893 4435 Á ferð um fagra Ísland Í TJALDFERÐ Baldvin Nielsen greinarhöfundur og Heinz Zak í tjaldferð við Veiðivötn í ágúst 2002.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.