Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 20
20 13. mars 2004 LAUGARDAGUR ■ Nafnið mitt ÖRLYGUR HNEFILL JÓNSSON Sonur Örlygs Hnefils ber sama nafn. „Fyrir utan að missa móður sína er börn- um fátt hollara en að vera strítt á nafninu,“ segir Örlygur eldri. Hollt að vera strítt á nafninu Móður minni þótti Örlygurfallegt nafn, væntanlega eins og barnið,“ segir Örlygur Hnefill Jónsson lögfræðingur um nafn sitt. „Þannig er nafnið til komið. Við erum nú ekki margir nafnarnir á Íslandi. Mér hefur oft dottið í hug að við nafnarnir ættum að hittast en í Egilssögu segir „örlygi at heyg- ja“ og er þar orrustukenning“. Samkvæmt Hagstofunni eru 58 sem bera nafnið Örlygur sem fyrsta eiginnafn. Enginn er skráður með nafnið Hnefill sem fyrsta eiginnafn en sex bera það sem annað eiginnafn. „Hnefilsnafnið kemur austan af Jökuldal. Langafi minn var kenndur við Hnefil og Hnefils- dal. Faðir minn Jón Hnefill var skírður þessu nafni fyrstu manna. Austur á Jökuldal eru fjöll með þessu nafni og mér vit- anlega hvergi annars staðar á landinu,“ segir Örlygur Hnefill. „Ég er mjög ánægður með nafn- ið og hef fengið sterk viðbrögð við þessu nafni frá því ég fyrst fékk vit. Það hafa verið skiptar skoðanir um það en margir sagt það sterkt nafn.“ Í barnæsku var Örlygur Hnefill kallaður Ölli. „En með því sem mér hefur vaxið aldur, og hugsanlega virðing í augum annarra, hef ég verið kallaður Örlygur Hnefill.“ Lögfræðingurinn segir að sér hafi vissulega verið strítt á nafninu. „Fyrir utan að missa móður sína er börnum fátt holl- ara en að vera strítt á nafninu,“ segir Örlygur Hnefill. ■ Fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsson EA strandaði í byrjun vikunnar en það er ekki í fyrsta skipti sem skip stranda við Íslandsstrendur. Þyrlusveit TF-LÍF hefur bjargað fjölda mannslífa úr skipsskaða. Skipum siglt í strand Fjölveiðiskipið Baldvin Þor-steinsson EA strandaði í Skarðsfjöru aðfaranótt mánu- dags. Mörg skip hafa strandað við Íslandsstrendur. Stundum líður langt á milli stranda en stundum gerast þau með nokkurra daga fresti. Mannskaði getur fylgt strandi skipa en sem betur fer fór ekki þannig þegar Baldvin strand- aði. Botnvörpuskipið Cag Patrick frá Hull varð fyrst skipa til að stranda við Íslandsstrendur á 20. öld, við Ragnheiðarströnd í Ár- nessýslu þann 14. febrúar 1901. Þá fórust tíu manns. Eitt mesta áfall þjóðarinnar í upphafi aldarinnar var þegar Goðafoss, skip Eimskipafélags Ís- lands, strandaði við Straumsnes í nóvember árið 1916. Nokkur sjór gekk yfir skipið en farþegar og áhöfn sluppu með skrekkinn. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að koma Goðafossi aftur á flot og brotnaði hann í mél eftir nokkurra daga volk í fjörunni. Fyrstu fréttamyndir í íslensku sjónvarpi, fyrir utan myndir frá Alþingi, voru af skipsstrandi. Það var þegar vélbáturinn Öðlingur frá Vestmannaeyjum strandaði á Hvolsfjöru við Mýrdal í október árið 1966. Fimm menn voru um borð en þeir komust allir heilu og höldnu í land. Síðustu áratugi hafa þó nokkur skip strandað við landið og fjöldi manna hefur týnt lífi. Um miðjan nóvember árið 1991 strandaði Eld- hamar frá Grindavík við Hópsnes. Fimm menn fórust en einn komst lífs af. Eldhamar var á heimleið af veiðum en lenti í grynningum og rak upp að ströndinni. Skömmu fyrir jól árið 1993 strandaði Bergvík VE-505 í Vöðla- vík milli Norðfjarðar og Reyðar- fjarðar. Björgunarskipið Goðinn var sent af stað til að reyna að koma Bergvíkinni aftur á flot. Fljótlega eftir að taug hafði verið komið á milli skipanna skall á fár- viðri og brotsjór. Vél Goðans stöðvaðist og rak skipið stjórn- laust upp í land. Sjö manna áhöfn var um borð, sex var bjargað en einn drukknaði. Tvö skip strönduðu með stuttu millibili í mars árið 1997. Áhöfn TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæsl- unnar, bjargaði 39 manns úr bráðum lífsháska en þrír fórust. Fyrst strandaði þýska gámaflutn- ingaskipið Vikartindur á Háfs- fjöru í Þykkvabæ austan við Þjórsá. Vélarbilun varð í skipinu og tók skipið að reka að landi í vonskuveðri. Þýskur skipstjóri Vikartinds hafnaði allri aðstoð fyrst í stað og var í kjölfarið harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að spara útgerðinni björgun- arlaun. Áhöfn varðskipsins Ægis reyndi hvað hún gat að draga skipið lengra frá landi, í ofsa- veðri, en án árangurs. Vikartind Auglýsing um skráningu óverðtryggðra ríkisbréfa, RIKB 10 0317 í Kauphöll Íslands. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS Kauphöll Íslands hefur samþykkt að skrá nýjan flokk ríkisbréfa til 6 ára, enda uppfylla bréfin skilyrði skráningar. Bréfin verða skráð 19. mars nk. Skuldabréfin eru óverðtryggð og bera 7,00% flata ársvexti sem greiddir eru út einu sinni á ári. Á lokagjalddaga, hinn 17. mars 2010, greiðist síðasta vaxtagreiðslan, ásamt nafnverði bréfsins. Skráningarlýsingu er hægt að nálgast í afgreiðslu og á heimasíðu Lánasýslu ríkisins. Borgartún 21, 150 Reykjavík • Sími 540 7500, Fax 562 6068 • www.lanasysla.is VIKARTINDUR Strandaði við Háfsfjöru í Þykkvabæ austan við Þjórsá árið 1997. ÞORSTEINN FRÁ GRINDAVÍK Strandaði við Krýsuvíkurbjarg árið 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.