Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 28
28 13. mars 2004 LAUGARDAGUR Ég er búinn að vera atvinnulausí rétt rúma viku og það hefur lítið gerst. Ég er er skoða hvaða möguleika ég á í stöðunni,“ segir Guðjón Þórðarson knattspyrnu- þjálfari, sem sagt var upp störf- um hjá enska 2. deildar liðinu Barnsley í byrjun mánaðarins. „Það eru alltaf einhverjir mögu- leikar – eitthvað sem ég verð sí- fellt að vera vakandi yfir.“ Þetta er í annað sinn sem Guð- jóni er sagt upp störfum síðan hann lagðist í víking og hóf störf sem knattspyrnustjóri. Hann þjálfaði Íslendingaliðið Stoke City um tíma en var sagt upp störfum þótt hann kæmi liðinu upp um deild. Guðjón hefur síður en svo lagt árar í bát og ætlar að reyna að komast að hjá öðrum liðum á Englandi. „Það eru ákveðnir aðilar sem munu hjálpa mér í þeim efnum. Markaðurinn hér er mjög harður og óvæginn og það er ekki auðvelt að komast inn. Ég sá það síðast að það getur tekið tíma og það reynir á þolinmæðina. En það er alltaf möguleiki og þú skorar ekki nema skjóta,“ segir Guðjón, sem var at- vinnulaus í eitt ár áður en hann fékk stöðuna hjá Barnsley. Í milli- tíðinni vann hann þó að aukaverk- efnum fyrir Aston Villa og um nokkurra mánaða skeið í Noregi. „Það er alltaf erfitt að hafa ekki fasta vinnu. Ég hef aldrei verið án atvinnu, þekki það ekki og kann því illa,“ segir Guðjón, sem nýtti þó tímann vel og sinnti sjálfum sér. „Það er alltaf gott að fá tæki- færi til að sinna sjálfum sér. Ég hef hugað að eigin hagsmunum og er heill á andlega og líkamlega sviðinu.“ Árangur umfram væntingar Guðjón var ráðinn til Barnsley í lok júní á síðasta ári þegar Kenny Moyes og Sean Lewis keyptu félagið. Á þeim tíma var Barnsley í greiðslustöðvun, öll leikmannakaup voru bönnuð og vinnuumhverfi Guðjóns því erfitt. Knattspyrnustjórinn lét það þó ekki hafa áhrif á sig og byrjaði frábærlega með liðið. Moyes og Lewis heltust úr lestinni og Peter Ridsdale, fyrrum stjórnarformað- ur Leeds, keypti félagið. Liðinu gekk vel fram að jólum en síðan fékk það aðeins átta stig af 33 mögulegum. „Árangurinn sem slíkur var langt umfram væntingar. Það má segja sem svo að ég hafi að vissu leyti orðið fórnarlamb eigin árang- urs. Ég varaði mjög við vænting- um því hópurinn var mjög þunn- skipaður. Þegar ég gat stillt upp öllum heilum var ég með ágætis lið. Ég vissi hins vegar að þetta yrði mjög erfitt. Í byrjun desem- ber átti ég langan fund með eig- endum félagsins og þá var mark- mið félagsins mjög einfalt. Það var fyrst og fremst að ná fjárhagsleg- um og fótboltalegum forsendum á rétta braut og ná stöðugleika. Það voru engar kröfur um árangur. Þá var sagt að ef við næðum í úrslita- keppnina væri það algjör bónus ofan á það sem við vorum að glíma við,“ segir Guðjón. Skiptir máli að þekkja fólk Þegar knattspyrnustjóranum Paul Hart var sagt upp störfum hjá Nottingham Forest vegna lé- legs árangurs var Guðjón látinn fara en honum jafnframt þakkað fyrir góð störf í þágu Barnsley. „Þessi heimur á Englandi er allt öðruvísi en gengur og gerist á Íslandi. Það er oft sagt hérna úti: „It’s not what you know - its who you know“ sem hægt er að heim- færa: „Það er ekki það sem þú veist heldur hverja þú þekkir,“ segir Guðjón. „Ég vissi að Paul Hart var hátt metinn hjá Ridsdale og félögum og að hann yrði helsta ógnin ef honum yrði sagt upp störfum hjá Nottingham Forest. Hann vann í mörg ár hjá þeim hjá Leeds. Það má kannski segja svo að það hafi frekar verið persónu- leg tengsl og kynni þeirra á milli sem réðu úrslitum um starfið mitt en faglegar forsendur.“ Með ágætis sambönd Guðjón segist vissulega vera svekktur yfir því að hafa misst starfið hjá Barnsley. „Ég held að það séu allir svekktir með að missa vinnuna, sérstaklega ef þér er annt um hana og setur stolt og kjark í það sem þú ert að takast á við. Ég er engin undantekning þar á. Viðskilnaðurinn er hins vegar í góðu og enginn illska þar. Ég gerði mér grein fyrir því á hvaða for- sendum uppsögnin var enda var ég í óvinnanlegri aðstöðu. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að sá sem tekur við af mér var nærri búinn að missa Nottingham Forest niður um deild. Hann kom liðinu í úrslitakeppni um laust sæti í úr- valsdeildinni í fyrra en var með liðið í fallsæti í deildinni í ár. Það eru því kannski ekki fótboltaleg rök fyrir ákvörðununum og styrk- ir kannski það sem ég sagði að margar af ákvörðunum eru teknar í tengslum við hverja formennirn- ir þekkja.“ Guðjón segist sjálfur hafa komið sér upp ágætis samböndum í knattspyrnuheiminum í Bret- landi. Hann segist þó ekki þekkja nógu marga formenn félaganna. „Það eru formennirnir sem ráða því hvað gerist hjá félögunum. En ég held að það verði mér til fram- dráttar að hafa unnið með Rids- dale og félögum. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að vinna ein- ungis með Englendingum og sýna að ég gat gert hluti án þess að vera í tengslum við aðra.“ Eini Íslendingurinn sem hefur náð árangri Það er ljóst að knattspyrnu- heimurinn er afar harður enda viðurkennir Guðjón fúslega að hann hefði getað valið sér auð- veldari starfsvettvang. „En það er með þetta eins og svo margt annað að þetta er mikil áskorun. Fótboltalega séð var ég búinn að gera allt sem hægt var að gera á Íslandi. Ég ákvað að stökkva út í vatnið þar sem það er hvað dýpst og reyna fyrir mér. Ég var ágætis sundmaður á mínum yngri árum og er ekki vatnshræddur,“ segir Guðjón og bætir við að Íslending- ar sjái ekki það bakland sem knattspyrnustjórarnir vinna á. „Heimurinn er bæði harður fyrir atvinnumennina og stjórana. Ég er að berjast um örfá störf sem eru í boði og það eru ekki margir sem fara inn á þennan markað. Ég er raunverulega eini útlendingur- inn sem hefur verið að herja á neðri deildirnar og eini útlending- urinn sem hefur náð einhverjum árangri þar. Einu útlendingarnir sem starfa hérna eru í toppklúbb- unum þar sem er nóg af öllu.“ Guðjón bendir máli sínu til stuðnings á að hann hafi verið at- vinnulaus í eitt ár en Bryan Rob- son, fyrrum stjóri Middlesbrough og fyrirliði enska landsliðsins, hafi verið atvinnulaus í rúm tvö ár. „Ég er að keppa í hörðum heimi og það eru menn eins og John Barnes sem hefur ekki komist inn á markaðinn í mörg ár þótt hann hafi reynt það ítrekað. Það er fullt af stórum fótbolta- nöfnum sem hafa reynt fyrir sér en ekki komist inn. Það hlaupa kannski ekki allir upp til handa og fóta þegar þeir frétta af einhverj- um G.Þ. frá Íslandi en ég hef feril- skrána með mér og það er það sem ég get selt.“ Guðjóni Þórðarsyni var fyrir rúmri viku sagt upp störfum hjá enska knattspyrnuliðinu Barnsley. Guðjón hefur ekki lagt árar í bát og ætlar að reyna að komast aftur að á Englandi. Hann útilokar ekki að taka aftur við íslenska landsliðinu. Fórnarlamb eigin árangurs KNATTSPYRNUSTJÓRINN „Ég mun fá mjög góð meðmæli frá Barnsley fyrir það sem ég vann að hjá þeim og stóð fyrir. Ég hafði fullan stuðning fyrir þeim aðgerðum sem ég var að reyna að ýta áfram og hafði fullan stuðning stjórnarmanna þar. Ég veit fyrir víst að Paul Hart mun halda því áfram,“ segir Guðjón. GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Er atvinnulaus í annað sinn á stuttum tíma. Hann hefur þó ekki lagt árar í bát og ætlar að reyna að herja á ensku deildina á ný. Ég ákvað að stökkva út í vatnið þar sem það er hvað dýpst og reyna fyrir mér. Ég var ágætis sundmaður á mínum yngri árum og er ekki vatnshræddur. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.