Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 21
Hugmyndin um hina hamingu-sömu hóru er sögð vera goð- sögn en Carla van Raay, dóttir fá- tæks hollensks innflytjanda í Ástralíu, sýnist hæstánægð með það val sitt að gerast gleðikona. Hún skrifaði nýlega sjálfsævi- sögu sína, God’s Call Girl (Vænd- iskona Guðs), sem hefur fengið blendin viðbrögð. Í dag er Carla 65 ára. Hún er elst tíu systkina og fullyrðir að faðir sinn hafi misnotað sig kynferðis- lega. Til að losna við sektarkennd gekk hún 18 ára gömul í klaustur. Hún var rekin þaðan 13 árum síðar eftir að hafa viðrað þá skoðun sína að kaþólska kirkjan kúgaði konur. Þremur árum síðar giftist hún manni sem hún segist ekki hafa elskað og þau fluttu í lítinn námabæ með dóttur sína. Carla var manni sínum ótrú og eignaðist dóttur með öðrum manni. Um tíma flutti barns- faðir hennar inn til hjónanna. Hjón- in bjuggu við bág kjör og Carla vann í fataverksmiðju, hundóánægð með kjör sín. Hún segist hafa ákveðið að selja líkama sinn og verðleggja hann hátt og skemmta sér í leiðinni. Hún starfaði sem vændiskona í 20 ár, með nokkrum hléum þó. Þegar foreldrar hennar létust fyrir nokkrum árum ákvað Carla að skrifa endurminningar sínar. Þær eru nú komnar út. Systkini hennar neita að trúa því að faðirinn hafi misnotað hana og nunnurnar í reglu hennar hafa harðneitað að tjá sig um bókina. Carla segist hafa lifað góðu lífi. Hún segir: „Ég fylgdi kalli Guðs um að gerast nunna. Þegar ég gerðist gleðikona skipti mig miklu máli að gera það besta fyrir viðskiptavini mína. Ég vil sýna fram á að vændi getur leitt til góðs.“ Hún segir við- skiptavinina hafa verið einstaklega þakkláta og þeir hafi margoft sent henni blóm og konfekt. ■ LAUGARDAGUR 13. mars 2004 21 Sæluhelgar í sígildum borgum Kaupmannahöfn Verð frá 29.950 kr.* á mann í tvíbýli á Dgi-byen í 2 nætur. 24. - 26. apr og 15. - 17. okt. Helsinki Verð frá 39.910 kr.* á mann í tvíbýli á Sokos Hotel Vaakuna í 3 nætur. 23. - 26. júlí Glasgow Verð frá 29.960 kr.* á mann í tvíbýli á Premier Lodge í 2 nætur. 14. - 16. maí, 20 - 22. ágúst . og 8. - 10. okt. London Verð frá 29.900 kr.* á mann í tvíbýli á Henry VIII í 2 nætur. 16. - 18. júlí og 27. - 29. ágúst. Amsterdam Verð frá 44.940 kr.* á mann í tvíbýli á Avenue Hotel í 3 nætur. 15. - 18. apr., 2. - 5. sept og 7. - 10. okt. París Verð frá 44.930 kr.* á mann í tvíbýli á Hotel du bois í 3 nætur. 14. - 17. maí, 3. - 6. sept., 8. - 11. okt. Laufey Helgadóttir fararstjóri b‡›ur upp á sko›unarfer›ir um París í vor og haust. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina 5000 ferðapunktar gilda sem greiðsla upp í pakkaferð. Handhöfum Vildarkorts VISA og Icelandair býðst nú að nota 5000 ferðapunkta, sem eru jafnvirði 5.000 kr., sem greiðslu upp í pakkaferð, ef bókað er fyrir 1. apríl. Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-18, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 23 80 7 0 3/ 20 04 Njóttu hins besta sem býðst í evrópskum stórborgum, lífsgleði, menningar, mannlegrar hlýju og freistandi lystisemda. Við bjóðum helgarferðir á vit ævintýra, flug og gistingu, á frábæru verði. * Innifali›: Flug, gisting, flugvallarskattar og fljónustugjöld. Ný ævisaga hefur vakið mikið umtal í Ástralíu. Hún ber heitið Vændiskona Guðs. Frá nunnu til gleðikonu rak upp í fjöru og strandaði í brimgarðinum. Öll áhöfn Vikart- inds, nítján manns, var hífð upp í TF-LÍF og komst í land. Gámar fóru að losna úr flaki skipsins og hugðu margir sér gott til glóðar- innar að hirða varninginn sem var þar að finna. Vélbáturinn Þorsteinn frá Grindavík fékk net í skrúfuna út af Krýsuvíkurbjargi fimm dögum eftir strand Vikartinds og rak upp að landi. Ekki tókst að forða skip- inu frá því að reka upp í fjöru en áhöfninni var bjargað um borð í tveimur áföngum. Þegar skip stranda geta björg- unaraðgerðir oft reynst mjög erf- iðar. Óhætt er að segja að miklu muni um þyrlu Landhelgisgæsl- unnar. Áhöfn hennar hefur bjarg- að hundruðum manna úr lífs- háska, oft við afar erfiðar aðstæð- ur. kristjan@frettabladid.is Heimild: Ísland í aldanna rás 1900-2000 HAMINGJUSÖM NUNNA Carla van Raay fann sig ekki í hlutverki nunnunnar, fór öfganna á milli og gerðist vændiskona í staðinn. BALDVIN ÞORSTEINSSON EA Strandaði í Skarðsfjöru aðfaranótt mánudags. BERGVÍKIN Strandaði í Vöðlavík árið 1993. ELDHAMAR FRÁ GRINDAVÍK Strandaði við Hópsnes árið 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.