Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 6
6 13. mars 2004 LAUGARDAGUR ■ Afríka GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70.66 -0.30% Sterlingspund 127.01 -0.23% Dönsk króna 11.63 0.19% Evra 86.64 0.17% Gengisvísitala krónu 120,08 -0,10% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 459 Velta 8.841 milljónir ICEX-15 2.531 0,7% Mestu viðskiptin Eimskipafélag Íslands Hf. 2.995.857 Landsbanki Íslands hf. 615.350 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 257.471 Mesta hækkun Og fjarskipti hf. 4,76% Hlutabréfamarkaðurinn hf. 4,48% Opin Kerfi Group hf. 2,55% Mesta lækkun Austurbakki hf -5,68% Eimskipafélag Íslands Hf. -0,99% Flugleiðir hf. -0,67% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.193,6 0,6% Nasdaq* 1.969,4 1,3% FTSE 4.467,4 0,5% DAX 3.915,4 0,3% NK50 1.407,2 0,1% S&P* 1.115,9 0,8% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hver er nýr stjórnarformaður Flug-leiða? 2Hver er framkvæmdastjóri krabba-meinsskrár? 3Nýr skemmtistaður var opnaður íHafnarstræti í gærkvöld. Hvað heitir hann? Svörin eru á bls. XX Juceviciusi gefið contalgin í tvo daga Staðfest er að þremenningarnir, sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna líkfundarins í Norðfirði, gáfu unga manninum sterkt morfínlyf í tæpa tvo sólarhringa áður en hann lést. Maður sem handtekinn var á fimmtudag játaði við yfirheyrslur að hafa selt þremenningunum lyfið. LÍKFUNDUR Staðfest hefur verið að Litháanum, sem fannst látinn í höfninni í Norðfirði, var gefið sterkt morfínefni, contalgin eða svokallað læknadóp, áður en hann lést. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á fimmtudag og játaði hann við yfirheyrslur að hafa selt einum þ r e m e n n i n g - anna, sem sitja í gæsluvarðhaldi, m o r f í n l y f i ð . Maðurinn stað- festi framburð sinn fyrir Hér- aðsdómi Reykja- víkur og var honum sleppt að því loknu. „Maðurinn seldi einum sak- borninga nokkrar töflur af contalgini en það er þekkt lyf á neyslumarkaði. Það er líklegt að hinum látna hafi verið gefið lyfið í einn til tvo sólarhringa áður en hann lést. Rannsóknir á sýnum úr hinum látna ganga meðal annars út að finna hve mikið magn af lyf- inu hann tók og hvort og þá hvaða áhrif lyfjagjöfin hafi haft á heilsu mannsins,“ sagði Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Heimildir herma að tveir sak- borninga í líkfundarmálinu í Nes- kaupstað hafi játað aðild sína að málinu. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkru að Grétar Sigurð- arson hafi játað aðild sína og nú mun Tomas Malakauskas einnig hafa játað. Þriðji sakborningur- inn, Jónas Ingi Ragnarsson, neitar allri aðild. „Við gefum ekkert upp um framburði þremenninganna sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna rann- sóknar málsins. Við höfum fram að þessu neitað að afhenda verj- endum, og þar með sakborning- um, aðgang að gögnum málsins. Fyrstu gögnin verða hins vegar afhent í dag, föstudag. Þá eru þrjár vikur liðnar frá handtöku mannanna,“ sagði Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í gær og bætti við að síðan fengju verjend- ur og sakborningar aðgang að nýj- um gögnum daglega. Arnar sagði að afhending gagn- anna nú breytti litlu um gang rannsóknarinnar en afhending gagna á fyrri stigum hefði breytt töluverðu. Samkvæmt upplýsingum blaðsins skipulagði Malakauskas innflutning á fíkniefnunum sem fundust í iðrum hins látna. Þegar efnin skiluðu sér ekki niður af Jucevicius var brottför hans héð- an til Kaupmannahafnar frestað um einn dag. Síðar var ákveðið að hann yrði sendur til baka, þrátt fyrir að efnin hefðu ekki skilað sér. Föstudaginn 6. febrúar veikt- ist Jucevicius svo hastarlega og var þá haldið með hann til baka í íbúð Malakauskas. Jucevicius var þá mjög illa haldinn og lést hann aðfaranótt 7. febrúar. Þremeningarnir óku með líkið austur og komu því fyrir í höfn- inni í Norðfirði þar sem það fannst síðan 11. febrúar. Sakborningarnir þrír komu fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag og stað- festu þar ítarlegar frásagnir sem þeir höfðu gefið í yfirheyrslum hjá lögreglu. Heimildir herma að yfirheyrslurnar hafi enn styrkt þann grun lögreglu að atburðarás hafi verið með þeim hætti sem lýst var þegar upphaflega var gerð krafa um gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. the@frettabladid.is Afmæli Mladics: Fékk kaldar kveðjur SARAJEVO, AP Kveðjurnar sem frið- argæsluliðar Atlantshafsbanda- lagsins í Bosníu sendu Ratko Mla- dic, sem leitað er vegna stríðs- glæpa, voru heldur kaldar. Aug- lýsingar og veggspjöld með mynd af handjárnum og texta um að fljótlega verði þetta eina gjöfin handa Mladic sást víða í Pale í Bosníu þar sem Mladic réði áður ríkjum. Mladic, sem hélt upp á 62 ára afmæli sitt, hefur verið í felum frá því borgarastríðinu í Júgóslavíu lauk. Hann er talinn halda sig að mestu í Serbíu en einnig af og til í Bosníu. ■ EIGURNAR FRYSTAR Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma að frysta eigur Charles Taylor, fyrrum leiðtoga Líberíu, fjölskyldu hans og samstarfs- manna. Öll aðildarríki heims verða að framfylgja ákvörðun- inni. Taylor er ákærður fyrir stríðsglæpi með stuðningi við uppreisn í Sierra Leone. 43 FELLDIR Yfirvöld í Chad segja her sinn hafa fellt 43 vígamenn hreyfingar sem grunuð er um tengsl við al-Kaída hryðjuverka- samtökin. Þrír hermenn féllu og átján særðust í tveggja daga bar- dögum. Bandaríkin aðstoða yfir- völd í baráttunni við meinta hryðjuverkamenn og telja al- Kaída reyna að fá landsmenn til liðs við sig. Netsalan ehf. Knarravogur 4, - 104 Reykjavík - Sími 517 0220 Netfang: netsalan@itn.is RISATILBOÐ OPIÐ Í DAG LAUGARDAG FRÁ KL. 11.00 - 16.00 á nýjum Cherokee jeppum árg. '03 og Dodge Ram 2500 Quad Cab Laramie, leður, árg. '04 Cherokee Overland '03 og '04 Einnig eigum við til á súperverði Dodge Ram 1500 quad cab bensínbíll, árg. '03 Alltaf með nýung ar LEIDDUR FYRIR DÓMARA Tomas Malakauskas, sem hér er á leið í Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur samkvæmt heimildum blaðsins játað aðild að líkfundarmálinu í Norðfirði. „Það er lík- legt að hinum látna hafi ver- ið gefið lyfið í einn til tvo sól- arhringa áður en hann lést. NETAGERÐARBRYGGJAN Í NORÐFIRÐI Þremenningarnir vöfðu teppi um lík Vaidasar Juceviciusar, óku með það frá Reykjavík til Norðfjarðar, og hentu því í höfnina. Tveir þre- menninganna hafa játað aðild að málinu. Þingmenn tókust á þegar forseti Suður-Kóreu var sviptur völdum: Handalögmál á þinginu SEÚL, AP Það gekk mikið á þegar suður-kóreska þingið svipti Roh Moo-hyun völdum í atkvæða- greiðslu í fyrrinótt. Stuðnings- menn forsetans tóku sér stöðu við stól þingforsetans til að koma í veg fyrir að af atkvæðagreiðsl- unni gæti orðið. Flutningsmenn þurftu því að brjóta sér leið að for- setastólnum til að tryggja að atkvæði yrði greidd um frumvarp- ið áður en frestur til þess rann út. Það var ekki bara í þinginu sem menn deildu. Einn stuðnings- maður forsetans kveikti í sér fyrir framan þinghúsið og annar reyndi að keyra bíl sínum inn í þinghúsið. Suður-kóreska þingið hefur aldrei áður svipt forseta völdum sínum. Samþykktin er þó ekki endanleg því stjórnlagadómstóll þarf að taka afstöðu til þess hvort forsetanum verði vikið frá eða ekki. Í millitíðinni fer for- sætisráðherrann með völd for- setans, þar á meðal yfir hernum sem hann skipaði í viðbragðs- stöðu við landamærin að Norð- ur-Kóreu. Þingmenn sviptu Roh völdum vegna brota hans á kosningalög- gjöf. Gagnrýnendur andstæð- inga forsetans segja þeirra eig- in brot á kosningalöggjöf enn stórtækari en forsetans. ■ SLEGIST UM VÖLDIN Stuðningsmenn Roh reyndu sitt besta til að koma í veg fyrir fall hans og reyndu að meina þingforsetanum aðgang að stól sínum þaðan sem hann stjórnar fundum þingsins. Hefðu þeir haldið út nokkru leng- ur hefði vantrauststillagan fallið á tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.