Fréttablaðið - 13.03.2004, Side 62

Fréttablaðið - 13.03.2004, Side 62
Jens Ólafsson, söngvari rokk-hljómsveitarinnar Brain Police, er ekki búinn að ákveða hvað hann ætlar að gera í kvöld en býst við rólegri helgi. Tónleikum sem sveitin átti að halda í kvöld hefur verið frestað og því er óvíst með útlitið. „Ef það eru góðir tónleikar á Grand Rokk getur verið að maður kíki þangað,“ segir Jens. „Það kemur oft fyrir að maður elti uppi tónleikana á laugardögum og þá er aðallega Grand Rokk með eitt- hvað atriði. Maður byrjar oftast þarna og dettur jafnvel á Gaukinn þegar það fer að líða á nóttina. Síðan fer maður bara heim í róleg- heit.“ Fastur liður í lífi Jens á laugar- dagskvöldum er spurningaþáttur- inn vinsæli Popppunktur á Skjá einum. „Maður missir ekki af þætti. Kvöldið byrjar oftast á Popppunktinum og drykkjum með félögunum og síðan förum við út á lífið,“ segir Jens og játar að stór ölkrús sé undantekningarlítið höfð við hendina. Brain Police var einmitt í þættinum um daginn en Jens komst ekki í spurningaliðið. „Ég veit svo lítið,“ segir hann og hlær. „Ég er bestur á bekknum við dæluna.“ Jens viðurkennir að allt geti gerst í kvöld og óvíst hvort það verði eins rólegt og hann hélt í fyrstu. „Það er allt opið. Það fer bara eftir því hver býður best.“ ■ TÓNLIST Miðasala á tónleika bresku rokksveitarinnar Placebo hefst fimmtudaginn 1. apríl næstkom- andi. Miðar verða seldir í verslumum Og Vodafone um allt land og er að- dáendum gefið það loforð að hér sé ekki um aprílgabb að ræða. Piltarnir í Placebo eru þessa dag- ana staddir í Ástralíu og munu að þeirri för lokinni beina augum sín- um hingað og velja upphitunarsveit fyrir tónleikana. Liðsmenn Placebo ætla að stoppa hér í fjóra daga og nýta tím- ann vel til þess að kynna sér land og þjóð. Tónleikarnir fara fram í Laugar- dalshöll 7. júlí næstkomandi, sem er miðvikudagur, og er miðaverð 5.500 krónur í stúku og 4.500 krónur í stæði. Engin áfengissala verður og því er ekkert aldurstakmark fyrir utan það sem landslögin setja. ■ 13. mars 2004 LAUGARDAGUR Imbakassinn Sala á Placebo er ekkert gabb ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Hannes Smárason. Laufey Tryggvadóttir. de Palace. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Lárétt: 1 erfiðleikar, 5 gott eðli, 6 fimm- tíu og einn, 7 sólguð, 8 á húsi, 9 hrap, 10 tveir eins, 12 tunna, 13 sársaukastingir, 15 til, 16 ástarguð, 18 jarðefni. Lóðrétt: 1 stríðið, 2 karlfugl, 3 í röð, 4 klökknaðir, 6 fara leynilega með, 8 löng- un, 11 vanabundin, 14 eldsneyti, 17 ein- kennisstafir. Lausn: Lárétt: 1basl,5art, 6li,7ra,8þak,9 hrun,10tt,12áma,13tök,15að,16 amor, 18leir. Lóðrétt: 1 baráttan,2ara,3st,4viknað- ir, 6lauma,8þrá,11töm,14kol,17re. Oh! Þetta seg- irðu örugglega við þær allar! Ég meina’ða! Þú er slímug- asta geit sem ég hef nokkurn tímann séð! Laugardagskvöld JENS ÓLAFSSON ■ Fer oft á Grand Rokk á laugardags- kvöldum og dettur síðan á Gaukinn. PLACEBO Allt stefnir í blómlegt tónlistarsumar á Íslandi í ár. Placebo er á meðal þeirra sem koma. Missir ekki af Popppunkti JENS ÓLAFSSON Fylgdist með félögum sínum spreyta sig í Popppunkti. Sjálfur komst hann ekki í liðið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.