Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 8
8 13. mars 204 LAUGARDAGUR ■ Bandaríkin Ja, sko...... „Er ég talinn ógn við öryggi rík- isins af því ég er í forsetafram- boði?“ Ástþór Magnússon, Fréttablaðið 12. mars Bévaðir kommarnir „Tillögur Samfylkingarinnar um milliliðalaust lýðræði eru ekki djúpt hugsaðar en með sterku skjallkenndu ívafi óskhyggju um að geta með áróðursmaskínum sínum komið almenningi í upp- nám og misnotað geðshræringu hans til að efla alræði.“ Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður, Morgunblað- ið 12. mars Hvað er þá á spólunum? „Ég horfi ekki mikið á kvik- myndir, fer frekar og tek spólu eða bara eitthvað út. Allir spennuþættir eru samt uppá- haldið mitt.“ Sólveig Zophaníasdóttir, fyrrum ungfrú Ís- lands.is, DV 12. mars Orðrétt Héraðsdómur Norðurlands eystra: Skaðabótamál vegna gats á ristil DÓMSMÁL Krafa konu um miska- bætur upp á um 12 milljónir króna vegna meintra læknamistaka var tekin fyrir í Héraðsdómi Norður- lands eystra í gær. Læknirinn sem vann verkið er sá hinn sami og lögreglan í Keflavík rannsakar nú vegna barnsláts í kjölfar keisara- skurðar á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja í september sl. Forsaga þessa máls er sú, að í október 1997 fór umrædd kona í kviðarholsspeglun á Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyrar. Læknirinn framkvæmdi hana og konan fékk að fara heim. Daginn eftir var hún orðin fárveik. Við læknisrannsókn kom í ljós að gat var komið á ristilinn í henni. Var það rakið til þess að mistök hefðu átt sér stað við kviðarholsspeglunina. Konan fékk meðal annars slæma innvort- is sýkingu vegna áverkans á ristl- inum. Í framhaldi af þessu lenti hún í langvarandi veikinda- hremmingum. Hún höfðaði skaða- bótamál gegn lækninum, Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og Sjóvá-Almennum. Málshöfðunin tók til tryggingafélagsins þar sem krafan myndi lenda á því á endan- um. Deilt er meðal annars um ábyrgð Fjórðungsjúkrahússins á mistökunum, þar sem um einfalt ferilverk hafi verið að ræða. ■ Alvarlegar athugasemdir við hæstaréttardóm Jón Steinar Gunnlaugsson telur Hæstarétt hafa brotið gróflega á skjólstæðingum sínum í máli er varðar læknamistök. Hann útilokar ekki að málinu verði skotið til Evrópudómstóls. DÓMSMÁL Jón Steinar Gunnlaugs- son, lögmaður stúlku sem varð fyrir alvarlegum heilaskaða við fæðingu og foreldra hennar, gerir alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu Hæstaréttar sem ógilti dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur í fyrrdag. Hérðasdómur hafði komist að þeirri niðurstöðu að stúlkunni og foreldr- um hennar bæri að fá bætur þar sem mistök lækna hefðu valdið fötl- un hennar. Dómur héraðsdóms var kveðinn upp af einum dómara við réttinnn og tveimur sérfróðum meðdómend- um, öðrum í barnalækningum og hinum í fæðingarlækningum. Að sögn Jóns Steinars voru báðir lækn- arnir óháðir málsaðilanum; Land- spítala - háskóla- sjúkrahúsi. Hæstiréttur ákvað hins vegar að leita sjálfur eftir áliti réttar- m á l a d e i l d a r Læknaráðs sem komst að gagn- stæðri niður- stöðu. Jón Stein- ar segir að í deildinni eigi þrír læknar sæti; allir séu þeir starfsmenn Landspítalans og enginn sérfróður um barnalækn- ingar. „Niðurstöðu hins sérfróða barna- læknis sem sat í héraðsdómi er hnekkt með áliti ósérfróðra lækna sem eru í starfi hjá gagnaðilanum,“ segir Jón Steinar og bætir við: „Og það verður hver sem er að lá mér það þó ég telji að þessi málsmeðferð hafi brotið gróflega rétt á mínum skjólstæðingi í þessu máli og hún jafnist á við það að láta aðila að rétt- arágreiningi dæma í eigin sök.“ Jón Steinar segir það alvarlegt brot á hefðum í rekstri einkamála að Hæstréttur taki það upp hjá sjálfum sér að leita sönnunargagna svo sem gert hafi verið í þessu til- viki þar sem hann hafði frumkvæði að því að leita álits Læknaráðs. „Enda sjá menn hvert stefndi ef það væru dómstólar sem öfluðu sönnunargagna til að hnekkja sönn- unarfærslum sem fram hefðu farið í málunum,“ segir Jón Steinar. Hann segist hafa gert athuga- semdir við þessa aðferð Hæstarétt- ar en þeim hafi ekki veirð sinnt. Að- spurður segir Jón Steinar að til greina komi að skjóta málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu á þeirri forsendu að í málsmeðferð Hæstaréttar hafi falist brot á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveði á um hlutlausa málsmeðferð fyrir dómi. thkjart@frettabladid.is Kvóta úthlutað til áframeldis þorsks: 500 tonn til skiptanna ÞORSKELDI Hraðfrystihúsið Gunn- vör hf. fékk úthlutað fimmtungi kvóta sjávarútvegsráðuenytisins til áframeldis á Þorski. Gunnvör fékk úthlutað 100 tonnum til áframeldis í Álftafirði en alls voru 500 tonn til ráðstöfunar. Brim fiskeldi ehf. fékk sömuleiðis úthlutað 100 tonnum til athugana á áhrifum stöðugrar lýsingar á vöxt og kynþroska áframeldis þorsks í sjókvíum. Alls fengu 12 fyrirtæki úthlutað 500 tonna kvóta sjávarútvegsráðuneytisins til áframeldis þorsks. ■ KÍNAMÚRINN Mjög langur en ekki mjög breiður og sést því ekki úr geimnum. Kínamúrinn: Sést ekki úr geimnum PEKING, AP Fyrsta för kínversks geimfara er farin að hafa fjöl- breytilegri áhrif á menntun skólabarna en menn gerðu ráð fyrir. Áratugum saman hefur þeim verið kennt að Kínamúrinn væri eina mannvirki jarðar sem sæist með berum augum úr geimnum. Kínverski geimfarinn Yang Liwei sagði hins vegar eft- ir geimferð sína að sama hvað hann pírði augun hefði hann ekki séð múrinn. Eftir þetta ákváðu mennta- málayfirvöld í Kína að breyta sögubókunum og hafa stöðvað prentun á sögubókum þar sem kaflinn um múrinn sem sést úr geimnum birtist. ■ KOSNINGAAUGLÝSING Bush segir Kerry ætla að hækka skatta verulega í fyrstu neikvæðu sjónvarps- auglýsingu sinni. John Kerry: Biðst ekki afsökunar WASHINGTON, AP „Það kemur ekki til greina að ég biðjist afsökunar á ummælum mínum,“ svaraði John Kerry, forsetaefni demókrata, kröfu kosningastjóra George W. Bush Bandaríkjaforseta um að hann bæðist afsökunar á ummæl- um sínum um óheiðarlega og lygna repúblikana. Kerry segir ummæli sín eiga við um hörðustu gagnrýnendur sína. Repúblikanar hafa svo sem ekki þagað um Kerry. Einn þeirra, þingmaðurinn Jack Kingston, kallaði Kerry „Ted Kennedy í megrunarkúr“. Kennedy er vel í holdum og þykir full frjálslyndur í augum repúblikana. ■ Í KJÖLFAR HVIRFILBYLS Sums staðar á Madagaskar var fátt eftir uppistandandi. Hvirfilbylur: Nær 200 létust MADAGASKAR, AP Á annað hundrað manns létust af völdum hvirfil- bylsins Gafilo sem gekk yfir Madagaskar. Talið er að aðeins tveir hafi komist lífs af þegar ferja með 115 manns innanborðs sökk meðan veðrið gekk yfir. Að auki létust 43 íbúar eyjarinnar þegar hvirfilbyl- urinn gekk tvívegis yfir eyna. Maður og kona sem lifðu ferjuslysið af sögðu að ferjunni hefði hvolft í miklum öldugangi og hávaðaroki. Brýr hrundu, tré féllu og olíu- bornir vegir urðu ófærir þannig að hátt í hundrað þúsund manns komust ekki ferða sinna. ■ GRUNUÐ UM NJÓSNIR Fyrrum aðstoðarmaður fjögurra banda- rískra þingmanna hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa þegið laun af Írökum fyrir njósnir. Konunni er einnig gefið að sök að hafa reynt að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórn- ar gagnvart Írak. HÉRAÐSDÓMUR Skaðabótamál er nú í meðferð Héraðs- dóms Norðurlands eystra vegna meintra mistaka læknis á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar árið 1997. JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON Gagnrýnir að Hæstiréttur hafi sjálfur haft frumkvæði að því að afla sönnunargagna í málinu en ekki tekið tillit til niðurstöðu sérfróðra dómara í héraðsdómi. „Málsmeð- ferðin jafnast á við að láta aðila að réttarágrein- ingi dæma í eigin sök.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.