Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 18
Víða um Evrópu greip sig of-urótti sumarið 1910 þegar fregnir bárust af því að hala- stjarna Halleys myndi rekast á jörðina og valda heimsendi. „Það er verið að byggja Gas- stöðina hér í Reykjavík þetta sama sumar,“ segir Stefán Páls- son sagnfræðingur, sem heldur erindi um sögu Gasstöðvarinnar á ráðstefnu í tilefni hálfrar aldar afmælis Borgarskjalasafnsins í dag. „Það varð frægt í bæjar- slúðrinu að einhverjir hafi tekið með sér brennivín í Gasstöðina þegar heimsendir var í nánd og hafst þar við fram að lokastund- inni.“ Það segir sitthvað um samfélag þess tíma að tólf metra hár stál- geymir þótti nógu sterklegur til að verjast heimsendi. „Þetta líkt- ist litlum olíutanki í dag og enginn hefði trú á að hann myndi veita mikla vörn. Þetta ber með sér anda einfalds samfélags þar sem tvílyft hús þóttu tilkomumikil.“ Stefán bætir því reyndar við að heimildirnar fyrir þessu séu fáar. „Ég talaði á sínum tíma við eldra fólk, en þetta var alltaf dálítið á flökkusagnastiginu. Það var aldrei neinn sem hafði þessa sögu frá fyrstu hendi, heldur var um að ræða nágranna afans eða eitthvað slíkt.“ Síðan 1910 hefur lítið verið um að fólk hafi streymt í byrgi eða á aðra örugga staði til að verjast heimsendi og því má segja að Ís- lendingar taki sögusögnum um slíkt með rósemd. „Ég tel það vera heilbrigðisvottorð á samfélag að það sé erfitt að hræða fólk.“ ■ 18 13. mars 2004 LAUGARDAGUR Miðvikudagurinn 13. mars1996 er svartur dagur í sögu Bretlands en þá ruddist Thomas Hamilton inn í leikfimisal grunn- skóla í bænum Dunblane í Skotlandi. Þar skaut hann á allt kvikt og myrti sextán börn á aldr- inum fimm til sex ára, auk þess sem hann skaut kennara þeirra til bana og særði tólf önnur börn. Hann beindi síðan byssu að sjálf- um sér og svipti sig lífi. Hamilton þessum var lýst sem undarlegum einfara með af- brigðilegar tilhneigingar. Hann hafði ástríðufullan áhuga á skot- vopnum og hafði verið rekinn úr starfi skátaforingja árið 1974 fyr- ir ósæmilega hegðun gagnvart krökkunum sem hann hafði um- sjón með. Breska þjóðin var harmi slegin vegna atburðarins enda var árásin í Dunblane hroða- legasta fjöldamorð í sögu lands- ins. Þjóðarsorg var lýst yfir og John Major, þáverandi forsætis- ráðherra, og Tony Blair, formaður Verkamannaflokksins, heimsóttu Dunblane til að votta íbúum og aðstandendum þeirra myrtu sam- úð sína. Atvikið vakti reiði og óhug um alla Evrópu og þjóðar- leiðtogar sáu ástæðu til að tjá sig um málið. Enginn hafði hugmynd um hvað Hamilton gekk til með voða- verkinu eða hvað það var sem fékk hann til að fremja ódæðið. Faðir hans, sem hafði yfirgefið Thomas og móður hans þegar drengurinn var tæplega tveggja ára, kom fram í fjölmiðlum og sagðist vera eyðilagður maður yfir því að vera faðir „þessa skrímslis“. ■ ■ Andlát Ágúst Karl Guðmundsson brunavörður, Sléttuvegi 13, lést þriðjudaginn 9. mars. Bjarni Tryggvason, Furugerði 1, Reykja- vík, lést sunnudaginn 22. febrúar. Jarðar- förin hefur farið fram í kyrrþey. Eyjólfur S. Einarsson er látinn. Gísli Þórðarson lést miðvikudaginn 10. mars. Jón Árni Jónsson lést þriðjudaginn 9. mars. Jakob Jensson, Ástralíu, lést sunnudag- inn 7. mars. ■ Jarðarfarir 10.30 Kári Ólfjörð Nývarðsson kennari, Hlíðarvegi 59, Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju. 11.00 Jón Jónasson verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju. 13.00 Hildur Kristjánsdóttir, Lundi, Varmahlíð, Skagafirði, verður jarð- sungin frá Sauðárkrókskirkju. 13.30 Guðmundur Jón Magnússon verður jarðsunginn frá Dalvíkur- kirkju. 14.00 Halldór Jónasson, Skúlagötu 4, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju. 14.00 Jóhanna Thorarensen frá Kambi á Ströndum, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Sæborg á Skaga- strönd, verður jarðsungin frá Hólaneskirkju. 14.00 Ragnheiður Björnsdóttir, Smiðs- húsum, Eyrarbakka, verður jarð- sungin frá Eyrarbakkakirkju. 14.00 Sigurpáll Aðalgeirsson, Baðsvöll- um 19, Grindavík, verður jarð- sunginn frá Grindavíkurkirkju. 14.00 Stefán Björn Ólafsson múrara- meistari, Ólafsvegi 2, Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarð- arkirkju. ■ Afmæli Erlingur Gísli Gísla- son leikari er 71 árs. Nýtt andlit hefur birst á skján-um undanfarna daga með Þór- halli Gunnarssyni í Íslandi í dag, andlitið á Þórey Vilhjálmsdóttur sem mun verða fastur meðstjórn- andi þáttanna. „Ég verð áfram þegar Jóhanna kemur aftur,“ segir Þórey og því ljóst að hún er ekki einungis að leysa Jóhönnu af á meðan sú síðarnefnda er í fríi. „Ég er í hlutastarfi fyrst um sinn, bæði að safna efni en svo verð ég eitt- hvað á skjánum reglulega.“ Þó svo að Þórey bætist við tvíeykið reiknar hún ekki með að þátturinn muni breytast mikið með tilkomu hennar. „Við höldum áfram á sömu braut. Ég kem inn til að létta aðeins undir með þeim þannig að það verður bara ennþá meiri kraftur í þættinum.“ Fyrsta viðtal hennar í beinni út- sendingu var á fimmtudaginn fyr- ir viku og viðurkennir Þórey að hún hafi verið ansi stíf í því viðtali. „En ég finn rosalega mikinn mun núna. Það er gott að vera búin að spreyta sig í eina viku og æfa sig. Þetta er viðamikil útsending og mikið sem þarf að huga að en mér er farið að líða vel og vera afslapp- aðri.“ Hún segist þó reyndar enn fá fiðrildi í magann þegar kemur að beinum útsendingum, „en nú er fiðringurinn bara jákvæður en ekki heftandi eins og í fyrstu út- sendingunni.“ Þetta var þó ekki frumraun Þóreyjar í sjónvarpi því fyrir þremur árum síðan stjórnaði hún þættinum Vélin í Sjónvarpinu ásamt Kormáki Geirharðssyni. Þórey var á tímamótum þegar hún ákvað að þiggja boð dagskrár- stjóra Stöðvar 2 um starf í þættin- um. „Ég var að útskrifast úr við- skiptafræði og farin að huga að því hvað ég ætlaði að gera næst. Það var smá tilvistarkreppa sem ég lenti í þegar mér var boðið starfið því viðskiptafræðin er ástríða mín og ég stefndi alltaf á að gera eitt- hvað henni tengt að loknu námi. En ég ákvað að stökkva á þetta tæki- færi því þetta er svo mikil reynsla og ég held að það geri mér bara gott upp á framtíðina þegar ég mun gera eitthvað tengt viðskipta- fræðinni.“ svanborg@frettabladid.is Tímamót ÞÓREY VILHJÁLMSDÓTTIR ■ Nýtt andlit í Íslandi í dag. Saga STEFÁN PÁLSSON ■ Fjallar um fólksflótta í geymi Gas- stöðvarinnar vegna yfirvofandi heimsenda.ADAM CLAYTON Bassaleikari U2 er 44 ára í dag. 13. mars ■ Þetta gerðist 1462 Jóhannes Gutenberg prentar fyrstu Biblíuna með lausaletri. 1781 Stjörnufræðingurinn Herschel finnur reikistjörnuna Úranus. 1881 Alexander II Rússakeisari er myrtur. 1925 Þróunarkenningin er bönnuð með lögum sem kennsluefni í Tennessee. 1951 Teiknimyndasagan um Denna dæmalausa kemur fyrir sjónir bandarískra blaðalesenda í fyrsta sinn. 1957 Alríkislögreglan handtekur verka- lýðsleiðtogann Jimmy Hoffa vegna gruns um mútuþægni. 1963 Krúsjéff, forseta Sovétríkjanna, er boðið í opinbera heimsókn til Kína. 1969 Geimfarið Apollo 9 hrapar í Atl- antshafið. 1980 Ford-verksmiðjurnar eru sýknað- ar af ákæru um manndráp af gá- leysi eftir að þrjár konur brunnu til dauða í Ford Pinto-bíl. MICHAEL MOORE Hefur vakið athygli á því að byssueign og fjöldamorð brjálæðinga með skotvopn séu þjóðfélagsvandamál sem einkenni Banda- ríkin. Evrópubúar voru skelfingu lostnir þegar voðaverk á borð við þau sem Moore berst gegn var framið í Skotlandi. Harmleikur í Dunblane THOMAS HAMILTON ■ Gekk berserksgang, vopnaður fjórum skammbyssum, í leikfimisal grunnskóla í Dunblane. 13. mars 1996 Þórey í dagÞÓREY VILHJÁLMSDÓTTIRSegir að hún og Jóhannaséu ekki systur þótt þærberi sama föðurnafnið.Margir hafi spurt að þessu en þetta sé bara skemmtileg tilviljun. Brennivín til síðustu stundar STEFÁN PÁLSSON Einn þeirra sem halda fyrir- lestur í Kornhlöðunni í dag klukkan 14 í tilefni 50 ára af- mælis Borgarskjalasafnsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R JÓ N AS SO N Í fyrra... ...voru allir dauðarokksdiskarnir mínir ofan í kassa vegna plássleysis. Núna... ...hef ég dustað af þeim rykið og er kominn aftur á þá skoðun að Entombed sé mesta og besta rokksveit sem uppi hefur verið. Frosti Logason, gítarleikari Mínus og útvarpsstjóri X-ins 977. Breyttirtímar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.