Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 38
Í erfðaskrá sinni fór rithöfund-urinn George Orwell fram á að engin ævisaga yrði skrifuð um hann. Þessari ósk höfundar hefur ekki verið sinnt og bækur um hann hafa streymt á markað. Ein þeirra er Orwell – The Life, ævi- saga George Orwell eftir D.J. Taylor. Hún fékk Whitbread- verðlaunin árið 2003 sem besta ævisagan. Nú er bókin komin út í kilju hjá Random House og er auglýst með slagorð- inu: Allar ævi- sögur eru jafnar en sumar ævi- sögur eru jafn- ari en aðrar. D.J. Taylor er fæddur árið 1960, er vel þekktur gagnrýnandi, hefur skrifað fimm skáld- sögur og ævisögu breska rithöfundar- ins Wlliams Make- peace Thackeray. Við samningu bókarinnar lagðist Taylor í miklar rannsóknir og ræddi með- al annars við fólk sem hafði kynni af Orwell með- an hann var alls óþekktur. Taylor hefur aldrei farið dult með aðdáun sína á Orwell, sem hann hefur verið gagntek- inn af mestan hluta ævinnar. Fyrsta fullorðinsskáldsagan sem hann las var A Clergyman’s Daughter eftir Orwell, sem hann hafði reyndar sjálfur talið móður sína á að kaupa. Mörg dæmi eru um ævisögur sem líða fyrir aðdá- un höfundar á viðfangsefni sínu. Bók Taylors er ekki þeirrar gerð- ar. Orwell birtist þar sem sann- leikselskandi en þversagna- kenndur maður og afar dulur. Ritstörfin skiptu hann alla tíð meira máli en allt annað og á dán- arbeði lagði hann allt kapp á að ljúka við skáldsögu sína 1984. Bækur sem skipta máli Orwell var alla tíð beinskeytt- ur og opinskár í skrifum sínum og skoðunum. Hann var heiðar- legur gagnrýnandi og fær um það sem mörgum reynist svo erfitt, að skilja fullkomlega á milli vin- skapar og skoðana sinna á skáld- verkum vina sinna. Arthur Koestler, sem var góður vinur, varð furðu lostinn þegar Orwell tætti í sig leikrit eftir hann. „Af hverju gafstu því svona ömur- lega dóma?“ spurði hann Orwell. Orwell svaraði samstundis: „Ja, þetta er ömurlegt leikrit.“ Orwell var einungis 46 ára þegar hann lést en skildi eftir sig tvö af meistaraverkum bók- menntasögunnar, Animal Farm og 1984, sem á hálfri öld hafa selst í rúmlega 40 milljónum ein- taka. Þetta eru skáldsögur sem breytt hafa hugsunarhætti fólks enda hefur Orwell verið kallaður samviska 20. aldar. Hann átti í erfiðleikum með að fá útgefanda að Animal Farm, sem er dæmi- saga um rússnesku byltinguna og eftirleik hennar. Útgáfuforlag hafnaði henni af því að s t a r f s m a ð u r breska upp- l ý s - i n g a r á ð u - n e y t i s i n s (sem seinna kom í ljós að var sovéskur njósnari) sagði að ekki væri hægt að líða þennan andsovéska áróður og auk þess væri móðg- andi að setja svín í stöðu ráða- manna, eins og gert væri í bók- inni. Handritið var þá sent til Faber en T.S. Eliot hafnaði því, eins og frægt er orðið. Eliot sagði þá litlu bjartsýni sem finna mætti í bókinni vera trotskíisma. Hann gerði þá athugasemd að þar sem svínin væru greindustu dýr- in á bóndabænum væri augljóst að þau væru hæfust til að stjórna honum. Án þeirra yrði enginn Dýrabær til. Þegar Animal Farm kom loks út vakti hún gríðarlega athygli. Veikindi og brösugt einkalíf Skáldsögur Orwells fjalla yfir- leitt um einhvers konar uppreisn einstaklinga eða hópa sem lýkur með ósigri. Bæði Animal Farm og 1984 snúast um þetta efni. Marg- ar hugmynda Orwells í skáldsög- unnni 1984 fæddust á Spáni en þar barðist Orwell með lýðveld- issinum þar til hann særðist og þurfti að flýja land vegna þess að hann var á dauðalista fasista. Á Spáni sá Orwell í fyrsta sinn hvernig sannleika var hagrætt í blaðagreinum, sagt var frá bardögum sem höfðu ekki átt sér stað og hermenn sem höfðu drýgt hetjudáðir voru úthrópaðir sem heiglar og svikarar. Orwell gerði sér grein fyrir því að sagan var skrifuð af þeim sem fóru með völdin og þeir sögðu það sem þeim sýndist án tillits til staðreynda. 1984 er bölsýn og mögnuð saga um líf einstak- linga í einræðisríki þar sem alls ekk- ert svigrúm er fyrir frelsi. Sagt er að bóksalar í London sem fengu kynn- ingareintök af bókinni hafi orðið svo skelf- i n g u l o s t n i r við lest- urinn að þeir gátu ekki fest svefn. Orwell var heilsuveill lengstan hluta ævinnar en hann var berklaveikur. Einkalíf hans var ekki sérlega hamingjuríkt. Fyrri eiginkona hans lést innan við fertugt í skurðaðgerð. Hjónin höfðu skömmu áður ættleitt lít- inn dreng. Seinni konu sinni kvæntist hann á dánarbeði sínu. Hún hét Sonja, var 15 árum yngri en hann og hafði marglýst því yfir að hún ætlaði sér að giftast snillingi. Ævisagnaritarar Orwells hafa fram að þessu verið ómyrkur í tali um hana og sagt hana hafa gengið í hjónabandið til að hirða peninga Orwells. Taylor reynir að rétta hlut henn- ar en tekst það ekki nema að hluta til og hann neitar því ekki að hún hafi iðulega sýnt af sér dómgreindarleysi og verið sér- kennileg og duttlungafull. kolla@frettabladid.is 38 13. mars 2004 LAUGARDAGUR ■ Bækur Metsölulisti Bókabúða Máls og menningar, Eymundssonar og Pennans ALLAR BÆKUR 1. Sálmabók Ýmsir höfundar 2. Lífshættir fugla David Attenborough 3. Vetrardrottningin Boris Akúnin 4. Bókin um viskuna og kærleikann Dalai Lama 5. Villibirta Liza Marklund 6. Svo fögur bein Alice Sebold 7. Einkalíf plantna David Attenborough 8. Verðmætasta eignin Gunnar Baldvinsson 9. Alkemistinn Paulo Coelho 10. Samræður við Guð Neale Donald Walsch SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1. Sálmabók Ýmsir höfundar 2. Öxin og jörðin Ólafur Gunnarsson 3. Öreindirnar Michel Houellebecq 4. Ilmurinn Patrik Süskind 5. Sannar sögur Guðbergur Bergsson 6. Í leit að glötuðum tíma Marcel Proust 7. Hobbitinn J.R.R. Tolkien 8. Heimsins heimskasti pabbi Mikael Torfason 9. Líkamsleifar Patricia Cornwell 10. Grafarþögn Arnaldur Indriðason SKÁLDVERK - KILJUR 1. Vetrardrottningin Boris Akúnin 2. Villibirta Liza Marklund 3. Svo fögur bein Alice Sebold 4. Annað tækifæri James Patterson 5. Lovestar Andri Snær Magnason 6. Þetta er allt að koma Hallgrímur Helgason 7. Líflæknirinn Per Olov Enquist 8. Öxin og jörðin Ólafur Gunnarsson 9. Dauðarósir Arnaldur Indriðason 10. Röddin Arnaldur Indriðason Listinn er gerður út frá sölu dagana 03. 03. - 09.03. 2004 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundssyni og Pennanum. BÓK VIKUNNAR Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason. Þetta er saga Ragnheiðar Birnu, sem aldrei gefst upp þótt á móti blási, heldur stefnir ótrauð á frægð og frama. Um leið er dreg- in upp óborganlega fyndin mynd af samtíma söguhetjunnar. Bók sem er sannur skemmtilestur, reyndar eru fáar íslenskar skáld- sögur sem skemmta lesanda sín- um jafn ríkulega og þessi. Skáld- verk sem iðar af fjöri, fyndni og hugmyndaríki. Samviska 20. aldar BRÉF HEMINGWAYS Á UPPBOÐ Bréf sem Ernest Hemingwayskrifaði Ezra Pound árið 1925 verður boðið upp hjá Christie’s í aprílbyrjun. Búist er við að 3-4 milljónir íslenskra króna fáist fyrir bréf- ið, sem er í eigu af- komanda vísinda- mannsins Charles Darwin. Hem- ingway er í miklum ham í bréfinu og ræðst þar á bók- menntamenn í París, einkum rithöfundinn og gagnrýnandann Ford Madox Ford. Í bréfinu ger- ir Hemingway samanburð á nautum og Ford og samtíma- mönnum hans. „Naut skrifa ekki gagnrýni... Naut biðja ekki um peningalán. Naut búast ekki við því að maður giftist þeim og geri þau að heiðarlegri konu...“ segir Hem- ingway. „Naut eru eðlileg. Og svo fjári mikil tilbreyt- ing frá öllu þessu kjaftæði um list.“ Hemingway var 25 ára gamall þegar hann skrif- aði bréfið og var þá á leið til Spánar til að fylgjast með nautaati. RUSHDIE FORSETI PEN Salman Rushdie er orðinnforseti alþjóðasambands rit- höfunda, PEN. Rithöfundurinn, sem mun gegna starfinu í tvö ár, segir að höfuðáherslur sín- ar verði tvær. Önnur að laða ungt fólk að samtökunum og hin að beina sjónum að ástandi mála í Bandaríkjunum. Rushdie segist hafa áhyggjur af þverrandi málfrelsi í Banda- ríkjunum og því harðræði sem fólk frá múslimalöndum sé beitt þar í landi. Rushdie er 56 ára og býr nú í New York. Þeg- ar hann þurfti að fara huldu höfði vegna hótana í kjölfar bókar hans Söngvar Satans kom PEN honum hvað eftir annað til varnar og aðstoðar. Rushdie seg- ir þennan dökka kafla í lífi sínu vera liðna sögu og er staðráðinn í að aðstoða aðra lista- menn sem eiga í hremming- um. ■ Sagt og skrifað Ný ævisaga George Orwell hefur vakið athygli og hlotið mikið lof. Orwell birtist þar sem þversagnakenndur maður og afar dulur. GEORGE ORWELL Hann er enn í miklum metum enda skrif- aði hann tvær skáldsögur sem hafa breytt hugsunarhætti fólks. ERNEST HEMINGWAY Hafði meiri trú á nautum en menningarvitum. SALMAN RUSHDIE Telur ekki vanþörf á að berjast fyrir málfrelsi í Bandaríkjunum. NÝ ÆVISAGA UM ORWELL Ævisaga D.J. Taylor um George Orwell fékk Whitbread-verðlaunin sem besta ævisaga ársins 2003.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.