Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 13. mars 2004 ■ Næsta stopp 29 Gæti spjarað sig í úrvals- deildinni Guðjón er ekki í vafa um að hann gæti spjarað sig sem knattspyrnu- stjóri í úrvalsdeildinni. „Ég kynntist starfinu hjá Aston Villa þegar ég starfaði tímabundið þar. Þar sá ég að það var töluvert pláss fyrir fram- farir og bætt vinnubrögð. Ég tel að bæði reynsla mín og þekking sem ég hef dregið að mér í árana rás sé með þeim hætti að ég geti tekist á við hvað sem er í þessum efnum. Eftir því sem þú kemur ofar ertu að þjálfa betri leikmenn – leikmenn sem hafa meiri reynslu, þekkingu og gæði –- og það er auðveldara að hjálpa þeim að uppfylla sínar óskir úti á vellinum. Ég hef oft sagt að neðri deildirnar eru mjög erfiðar, dómgæslan er verri og það leyfist ýmislegt sem ekki er leyft annars staðar.“ Guðjón segist ekki alveg gera sér grein fyrir því hvað þurfi til að komast að hjá einhverju af stóru fé- lögunum. Það þurfi margt að fara saman. „Ég sótti um starfið hjá Aston Villa á sínum tíma. Formaður félagsins talaði við David O’Leary og mig, en enga aðra. Hann sagði mér jafnframt að ef O’Leary tæki starfinu myndi hann ráða hann. Ef ekki þá ætlaði hann að ræða við mig um málið. Svona getur verið stutt á milli en til þess að það gangi upp þarf margt að detta með þér. Það eru margir áhugaverðir klúbbar í úrvalsdeildinni sem hafa ekki upp- fyllt væntingar og óskir aðdáenda. Ef ég kæmist að hjá slíku félagi, þar sem forráðamenn hafa smá þolin- mæði, get ég snúið hlutunum við en þá þurfa að vera raunhæf markmið hjá liðinu og raunhæfur tími.“ Tilbúinn í landsliðið Öðru hverju koma upp sögusagn- ir um að Guðjón muni taka aftur við íslenska landsliðinu. Aðspurður hvort einhverjar líkur séu á því sagði Guðjón: „Ég get alveg séð það gerast. Ég kvaddi landsliðið og þakkaði samstarfið á sínum tíma og ákvað að róa á önnur mið. Mig lang- aði að fara erlendis og prófa að starfa þar. Ég get alveg séð það ger- ast að ég starfi fyrir Knattspyrnu- samband Íslands aftur. Það var krefjandi verkefni sem ég tókst á við á sínum tíma og hafði gaman af.“ Guðjón hefur ekki starfað við annað en knattspyrnu frá árinu 1990 þegar hann skrifaði undir samning við ÍA. Hugur hans er á knatt- spyrnuvellinum en hann útilokar ekki að breyta um starfsvettvang. „Ég hef unnið sem fram- kvæmdastjóri, sem þýðir að ég hef tekist á við ýmislegt annað en að þjálfa úti á velli. Starf knatt- spyrnustjórans, sem og starfið hjá KR og ÍA, var með öðrum hætti en knattspyrnuþjálfarastörf eru á Ís- landi. Að hafa einu sinni starfað sem stjórnandi hlýtur að gera mig hæfan sem slíkan annars staðar en á vellinum. Að svo stöddu stefnir hugur minn á fótboltann og ég veit að ég get látið gott af mér leiða þar. Það er ágætis umbun ef vel gengur þar og getur tryggt manni áhyggju- laust ævikvöld.“ Eins manns dauði Eins og áður hefur komið fram ætlar Guðjón að reyna að komast aftur að hjá ensku liði. Hann ætlar að gefa sér tíma til að ýta sínum málum áfram og vonar það besta. „Reynslan er sú að það er betra að vera í starfi ef þú ætlar að herja á og fá betri vinnu en að vera utan vinnu. Þess vegna getur það verið mikilvægt fyrir mig að ná í vinnu fljótlega. Ég er búinn að tala við nokkra aðila og það eru störf sem gætu komið upp. Þetta er ófyrirleit- inn heimur og það eru menn að berjast með liðum sínum við að ná markmiðum sem voru sett í upp- hafi móts. Eins manns dauði er ann- ars brauð í þessu og þau lið sem eru ósátt við það sem þau hafa verið að uppskera fara fljótlega að velta því fyrir sér hvaða valkosti þau eiga fyrir sumarið. Ég veit ekkert hvað verður en mun skoða alla mögu- leika sem koma upp. Ég ætla að vera með opinn huga og reyna að nálgast þennan harða markað á já- kvæðan hátt,“ segir Guðjón Þórðar- son knattspyrnustjóri. kristjan@frettabladid.is Mig langar að leggjast áhvítu ströndina í kvikmyndinni um Nóa albínóa, hún er mann- laus og pálmatré standa vörð um frið- sæld sem ég gæti vel þegið á þessari stundu. Vandinn er hins vegar að ég veit ekki hvert skal fljúga, ströndin hans Nóa er útópía og það er líka fínt; hin ei- lífa leit að henni gæti orð- ið skemmtileg,“ segir Sig- urbjörg Þrastardóttir skáldkona um drauma- áfangastað sinn. „Ég byrja kannski í grennd við Martinique, sigli svo á milli fleiri eyja í Karíba- hafinu með romm í kút, áfram í norðvestur og kem jafnvel við í Dóm- iníska lýð- v e l d i n u þar sem ég á tólf ára gamalt heimboð sem gæti farið að renna út. Þá er ekki útilokað að Jamaíka yrði ágætt stopp, þar er á sem heitir því fallega nafni Mjólkurá og þarfnast nánari skoðunar. Mér skilst að þar séu krókódílar. Við nánari umhugsun er þess vegna ágætt að næsta alvöru stopp skuli vera fyrirsjáanleg þýsk borg – Leipzig. Þangað fer ég bráðum til þess að lesa upp og vonandi gefast tækifæri til að æfa lamaða þýsku, þótt ekki sé nema úti í bakaríi. Til að gleyma ekki alveg Jamaíka er hugsanlegt að ég fái mér mjólkur- glas og skoði hátísku krókódílastíg- vél sem ég á endanum kaupi ekki, enda kann ég ekki að telja upp í fimmtíuþúsund á þýsku.“ ■ Eilíf leit að hvítri strönd SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR „Við nánari umhugsun er þess vegna ágætt að næsta alvöru stopp skuli vera fyrirsjáanleg þýsk borg – Leipzig. Þangað fer ég bráðum til þess að lesa upp og vonandi gefast tæki- færi til þess að æfa lamaða þýsku, þótt ekki sé nema úti í bakaríi.“ MARTINIQUE Í leit að ströndinni í Nóa albínóa segir Sigurbjörg líklega best að byrja á eyj- unni Martinique.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.