Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 17
Með þeirri yfirlýsingu semríkisstjórnin gaf síðastliðinn sunnudag í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði var tekin ákvörðun sem markar ánægjuleg tímamót í baráttunni fyrir bættum hag at- vinnulausra. Yfirlýsingin felur í sér að atvinnuleysisbætur verða hækkaðar um 9 þúsund krónur á mánuði þegar í stað, eða um 11,3%. Síðan munu atvinnuleysis- bætur hækka í takt við þær hækk- anir sem kveðið er á um í nýgerð- um kjarasamningi Flóabandalags- ins og Starfsgreinasambandsins við atvinnurekendur. Við upprifjun á því hvernig stjórnvöld hafa staðið að endur- skoðun atvinnu- leysisbóta aftur til ársins 1991 kemur í ljós að aldrei fyrr á þessu tímabili hafa atvinnuleysisbæt- ur hækkað jafn- mikið í einu. Fullar atvinnu- leysisbætur hækka með þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar úr 79.767 krónum í 88.767 krónur á mánuði. Munur á bótum og lægstu launum minnkar verulega Fyrir gerð samninganna nú var munur milli lægstu launa- taxta og atvinnuleysisbóta um tíu þúsund krónur. En eftir yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar um 11,3% hækkun bótanna og þær 3,25% upphafshækkanir sem verða við gildistöku kjarasamn- ingins er þessi munur kominn niður í 3.633 krónur.Vissulega er það ekki há fjárhæð og ljóst er að enn má bæta kjör atvinnu- lausra. Það ber hins vegar að halda því til haga sem vel er gert og þegar mikilvægum áföngum er náð í þeirri baráttu. Þessi áfangi á þeirri leið að jafna at- vinnuleysisbætur og lágmarks- laun er okkur framsóknarmönn- um sérstakt fagnaðarefni því ákvörðun ríkisstjórnarinnar færir okkur nær því baráttu- máli, sem er að finna í stefnu- skrá Framsóknarflokksins, að stefna beri að því að atvinnu- leysisbætur verði ekki lægri en lægstu launataxtar. Endurskoðun atvinnuleysis- trygginga Félagsmálaráðherra hefur lýst því yfir á Alþingi að endurskoðun atvinnuleysistryggingakerfisins standi fyrir dyrum. Í því starfi munum við framsóknarmenn hafa að leiðarljósi að leita nýrra leiða til þess að bæta hag atvinnu- lausra. Þar hlýtur meðal annars að koma til álita sú spurning hvort fjárhæð atvinnuleysisbóta skuli að einhverju leyti vera tengd við tekjur atvinnulausra í síðasta starfi. Augljóst er þó, að mínu mati, að slík tenging gæti aldrei náð upp allan launaskalann því fráleitt væri að útbúa kerfi, sem tryggir hálaunamönnum fast hlut- fall þeirra launa sem þeir nutu í síðasta starfi. Eðlilegra væri að slík tekjutenging tæki mið af töxt- um á almennum vinnumarkaði. ■ 17LAUGARDAGUR 13. mars 2004 ■ Fullar atvinnu- leysisbætur hækka með þessari ákvörð- un ríkisstjórnar- innar úr 79.767 krónum í 88.767 krónur á mánuði. Umræðan BIRKIR J. JÓNSSON ■ skrifar um atvinnuleysis- bætur. * V I‹ U P P H Æ ‹ IN A L E G G J A S T 0 ,5 % S T IM P IL G J Ö L D . G IL D IR F R A M a › p á s k u m . opi›: laugardaga 10-16 og sunnudaga 13-16 EF KEYPT ER FYRIR 100.000 KR. E‹A MEIRA* BJÓ‹UM VAXTALAUSAR GREI‹SLUR Í 12 MÁNU‹I VAXTALAUS HAMINGJA Bush sófi, tveggja sæta 9.631 kr. Dæmi um ver› í 12 mánu›i vaxtalaust Ventage bor›stofubor› og 6 stólar 10.804 kr. Dæmi um ver› í 12 mánu›i vaxtalaust 11,3% hækkun atvinnuleysisbóta 100% ATVINNULEYSISBÆTUR 1991 - 2004 Dagsetning Fjárhæð á mánuði % 01.03.1991 44.467 01.06.1991 45.615 2.60% 01.05.1992 46.395 1.70% 21.02.1995 50.036 7.80% 01.01.1996 52.723 5.40% 01.01.1997 53.785 2.00% 01.03.1997 55.930 4.00% 01.08.1997 57.339 2.50% 01.01.1998 59.636 4.00% 01.01.1999 62.020 4.00% 01.01.2000 64.252 3.60% 01.01.2001 66.635 3.70% 01.02.2001 67.979 2.00% 01.01.2002 73.765 8.50% 01.01.2003 77.449 5.00% 01.01.2004 79.767 3.00% 01.03.2004 88.767 11.30% KJARASAMNINGAR RÆDDIR Ráðherrar úr ríkisstjórn ræða við forkólfa Flóabandalagsins og Starfsgreina- sambandsins vegna kjarasamninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.