Fréttablaðið - 13.03.2004, Page 17

Fréttablaðið - 13.03.2004, Page 17
Með þeirri yfirlýsingu semríkisstjórnin gaf síðastliðinn sunnudag í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði var tekin ákvörðun sem markar ánægjuleg tímamót í baráttunni fyrir bættum hag at- vinnulausra. Yfirlýsingin felur í sér að atvinnuleysisbætur verða hækkaðar um 9 þúsund krónur á mánuði þegar í stað, eða um 11,3%. Síðan munu atvinnuleysis- bætur hækka í takt við þær hækk- anir sem kveðið er á um í nýgerð- um kjarasamningi Flóabandalags- ins og Starfsgreinasambandsins við atvinnurekendur. Við upprifjun á því hvernig stjórnvöld hafa staðið að endur- skoðun atvinnu- leysisbóta aftur til ársins 1991 kemur í ljós að aldrei fyrr á þessu tímabili hafa atvinnuleysisbæt- ur hækkað jafn- mikið í einu. Fullar atvinnu- leysisbætur hækka með þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar úr 79.767 krónum í 88.767 krónur á mánuði. Munur á bótum og lægstu launum minnkar verulega Fyrir gerð samninganna nú var munur milli lægstu launa- taxta og atvinnuleysisbóta um tíu þúsund krónur. En eftir yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar um 11,3% hækkun bótanna og þær 3,25% upphafshækkanir sem verða við gildistöku kjarasamn- ingins er þessi munur kominn niður í 3.633 krónur.Vissulega er það ekki há fjárhæð og ljóst er að enn má bæta kjör atvinnu- lausra. Það ber hins vegar að halda því til haga sem vel er gert og þegar mikilvægum áföngum er náð í þeirri baráttu. Þessi áfangi á þeirri leið að jafna at- vinnuleysisbætur og lágmarks- laun er okkur framsóknarmönn- um sérstakt fagnaðarefni því ákvörðun ríkisstjórnarinnar færir okkur nær því baráttu- máli, sem er að finna í stefnu- skrá Framsóknarflokksins, að stefna beri að því að atvinnu- leysisbætur verði ekki lægri en lægstu launataxtar. Endurskoðun atvinnuleysis- trygginga Félagsmálaráðherra hefur lýst því yfir á Alþingi að endurskoðun atvinnuleysistryggingakerfisins standi fyrir dyrum. Í því starfi munum við framsóknarmenn hafa að leiðarljósi að leita nýrra leiða til þess að bæta hag atvinnu- lausra. Þar hlýtur meðal annars að koma til álita sú spurning hvort fjárhæð atvinnuleysisbóta skuli að einhverju leyti vera tengd við tekjur atvinnulausra í síðasta starfi. Augljóst er þó, að mínu mati, að slík tenging gæti aldrei náð upp allan launaskalann því fráleitt væri að útbúa kerfi, sem tryggir hálaunamönnum fast hlut- fall þeirra launa sem þeir nutu í síðasta starfi. Eðlilegra væri að slík tekjutenging tæki mið af töxt- um á almennum vinnumarkaði. ■ 17LAUGARDAGUR 13. mars 2004 ■ Fullar atvinnu- leysisbætur hækka með þessari ákvörð- un ríkisstjórnar- innar úr 79.767 krónum í 88.767 krónur á mánuði. Umræðan BIRKIR J. JÓNSSON ■ skrifar um atvinnuleysis- bætur. * V I‹ U P P H Æ ‹ IN A L E G G J A S T 0 ,5 % S T IM P IL G J Ö L D . G IL D IR F R A M a › p á s k u m . opi›: laugardaga 10-16 og sunnudaga 13-16 EF KEYPT ER FYRIR 100.000 KR. E‹A MEIRA* BJÓ‹UM VAXTALAUSAR GREI‹SLUR Í 12 MÁNU‹I VAXTALAUS HAMINGJA Bush sófi, tveggja sæta 9.631 kr. Dæmi um ver› í 12 mánu›i vaxtalaust Ventage bor›stofubor› og 6 stólar 10.804 kr. Dæmi um ver› í 12 mánu›i vaxtalaust 11,3% hækkun atvinnuleysisbóta 100% ATVINNULEYSISBÆTUR 1991 - 2004 Dagsetning Fjárhæð á mánuði % 01.03.1991 44.467 01.06.1991 45.615 2.60% 01.05.1992 46.395 1.70% 21.02.1995 50.036 7.80% 01.01.1996 52.723 5.40% 01.01.1997 53.785 2.00% 01.03.1997 55.930 4.00% 01.08.1997 57.339 2.50% 01.01.1998 59.636 4.00% 01.01.1999 62.020 4.00% 01.01.2000 64.252 3.60% 01.01.2001 66.635 3.70% 01.02.2001 67.979 2.00% 01.01.2002 73.765 8.50% 01.01.2003 77.449 5.00% 01.01.2004 79.767 3.00% 01.03.2004 88.767 11.30% KJARASAMNINGAR RÆDDIR Ráðherrar úr ríkisstjórn ræða við forkólfa Flóabandalagsins og Starfsgreina- sambandsins vegna kjarasamninga.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.