Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 39
Um daginn tók ég upp af rælni„The Master“ eftir Colm Toi- bin, höfund sem ég þekkti lítið sem ekkert áður,“ segir lesandi vikunnar, Eysteinn Traustason af- greiðslumaður í Bókaverslun Máls og menningar, en hann býr svo vel að fá frá erlendum útgef- endum kynningareintök af skáld- sögum sem væntanlegar eru á markað. „Toibin er einn af þess- um sem gefa bókum sínum duló og skondin nöfn eins og „The Blackwater Lightship“ og „Lady Gregory’s Toothbrush“. Snagg- aralegur titillinn á þesari nýjustu Toibin-bók gerði það að verkum að ég bjóst ekki við að þessi skáldævisaga um rithöfundinn Henry James myndi höfða mikið til mín, og ég hef heldur ekki les- ið neitt eftir James þótt hann sé frægur og virtur. En Meistarinn kom á óvart, eftir fremur rólega sögubyrjun þar sem kynntur er miðaldra og eilítið ráðvilltur Henry sem ekki veit hvert skal halda eftir grát- legt leikritsflopp sitt. Hver krís- an á fætur annarri tekur við í lífi rithöfundarins, dómsmorðið á Oskari Wilde skelfir hann, sjálfs- víg vina og krankleiki ættingja verður honum þungur baggi og einsemdin sækir að. Fram í miðja bók fannst mér Henry James koma þarna fram sem duglaust þurrmenni en hann leynir á sér rétt eins og bókin, sem er lipur- lega vel skrifuð, og allt mótlætið (meðlætið líka) virðist verða James að efniviði í skáldsögur og jafnframt hans eina tilfinninga- lega útrás. Þessa bók þarf maður að lesa með tebolla og gúrkuskonsu á blúndumunnþurku, en The Mast- er ætti að falla aðdáendum Henry James vel í geð. Sjálfur held ég samt að ég freistist til að lesa aðra bók eftir Colm Toibin áður en ég tek í bækur James en hann er auðvitað kominn á listann. Næsta bók sem ég rælnaðist í er líka ný og óútkomin skáldsaga. „The Line of Beauty“ (eða Fagur- lína) eftir hinn hýra höf- und Alan Holling- hurst. Ástæðan fyrir því að ég tók Fagurlínu til lestrar er að ég hafði lesið áður ansi svæsna sögu eftir hann „The S w i m m i n g Pool Libr- ary“ – já ein- mitt svona skondinn tví- ræður titill sem ég virð- ist falla fyrir. Sú var um for- ríkan forspilltan aðalsmann sem veit mest lítið um annað en hið ljúfa gjálíf – en það tekur nú aðra stefnu eftir að hann óvænt bjarg- ar lífi gamals óvinar afa síns. „The Line of Beauty“ er óbeint framhald þeirrar bókar en nokkr- ar persónur úr sundlaugarbóka- safninu koma fyrir í Fagurlínu og merkilegt nokk þá er andi, ef ekki bara vofa, meistara Henry James vomandi líka. Hún fjallar í aðal- atriðum um ungmennið Nick Guest, fagurkera mikinn, sem glíma þarf við sjálfsmynd og til- verurétt sinn sem bíður sífelld skipbrot þegar hann reynir að fóta sig í heimi ríkra vina sinna úr enskri forréttindastétt. Þar telur hann sig eiga fullt erindi þótt hann sé raunar hýr fé- snauður svartur bók- menntafræðingur! Hér vantar ekki dramað og ef snæða þarf gúrkuskonsur með Meistar- anum þá þarf einn gráan út í teið með Fag- urlínu! Sagan er alveg glitr- andi vel skrifuð og á trúlega eftir að vinna til verðlauna.“ ■ LAUGARDAGUR 13. mars 2004 39 Meistarinn og Fagurlína EYSTEINN TRAUSTASON Hann hefur verið að lesa kynningareintök af tveim- ur erlendum skáld- sögum sem væntan- legar eru á mark- að. Þessa bók þarf maður að lesa með tebolla og gúrkuskonsu á blúndumunnþurku, en The Master ætti að falla aðdáend- um Henry James vel í geð. ,, Yngsta kynslóð íslenskra skáld-sagnahöfunda er nú um þrítugt og skeiðar hratt í átt að fertugsaldr- inum. Flest þetta fólk á að baki nokkrar sögur, sumir eru að stíga sín fyrstu skref og enn aðrir ein- beita sér að leikhúsi og ljóði. Fáir hafa þó verið jafn trúir skáldsög- unni og Stefán Máni, sem fyrst vakti athygli fyrir söguna Myrkra- vél sem kom út hjá Máli og menn- ingu árið 1999. Sögurnar Hótel Kalifornía og Ísrael sýndu að þarna var kominn fram á sjónarsviðið höfundur með persónulegan og sér- stakan stíl, ákveðin efnistök og meiri kunnáttu í sínu eigin móður- máli en gerist og gengur. Þótt les- endur mættu stundum hafa sig alla við að fylgja eftir loftfimleikum Stefáns Mána þegar hann teygði málsgreinar og langar lýsingar yfir fleiri síður var þeim líka launað með góðum persónulýsingum og stórfurðulegum húmor. Þær fréttir berast nú frá útgefanda hans, Máli og menningu, að hann sé bú- inn að ljúka við gríðar- stóra skáldsögu. Sagan heitir Anarkí og segir líkt og í Hótel Kalifornía frá söguhetju sem er alnafni höfundar og sömuleiðis frá Snæfellsnesi. Nú bregður hins vegar svo við að Stefán þessi er staddur mitt í hópi manna sem á yfirborðinu reka fyrirtæki og bera sig hátt, en eru fyrst og fremst glæpamenn. Þeir sem lesið hafa segja að bókin sleppi manni ekki, byrji maður einu sinni að lesa. At- burðir undangenginna vikna og mánuða þar sem vopnuð rán, glæpamenn og líkmenn hafa leikið aðalhlutverkin eru hér allir til stað- ar, en munurinn er sá að við fáum að kynnast þessum heimi í stærra samhengi. „Þetta er ekki hefðbund- in glæpasaga, heldur skáldsaga um menn, oft stórbrotna menn, sem fremja glæpi og telja sig ekki selda undir sömu siðferðislög og annað fólk,“ segir Páll Valsson, útgáfu- stjóri Máls og menningar. ■ STEFÁN MÁNI Hefur lokið við 700 blaðsíðna skáldsögu um glæpi og undirheima. Ný íslensk skáldsaga um glæpi kemur út í haust: Anarkí Stefáns Mána Erkibiskup lofar Pullman Philip Pullman, höfundur met-sölubókanna um Lýru (Gyllti áttavitinn og framhaldsbækur) hefur nokkrum sinnum verið sakaður um guðlast í bókum sín- um. Nú hefur hann eignast óvæntan aðdáanda en sá er erki- biskupinn af Kantaraborg, Row- an Williams. Williams hefur bor- ið mikið lof á leikgerð The National Theater á þríleik Pull- mans og hefur stungið upp á því að bækurnar verði hluti af trúar- bragðafræðslu í skólum. Þess má geta að samtök kristinna kenn- ara fordæmdu bækurnar á sín- um tíma sem argasta guðlast og kristilegt tímarit hvatti til að þeim yrði kastað á bál. Erkibiskupinn virðist vera næmur lesandi því hann áttar sig á því sem margir gagnrýnendur Pullmans hafa ekki gert, að gagn- rýni höfundarins beinist að stofn- unum kirkjunnar, sérstaklega þeirrar kaþólsku, fremur en að boðskap trúarinnar. „Hvernig myndi kirkjan verða, hvernig yrði hún óhjákvæmilega, ef hún tryði einungis á Guð sem væri hægt að gera valdalausan og drepa og þarfnaðist því stöðugr- ar verndunar? Hún yrði örvænt- ingarfull, kúgandi harðstjórn,“ segir erkibiskupinn, sem kristnir harðlínumenn telja allt of frjáls- lyndan. ■ PHILIP PULLMAN Hefur verið sakaður um guðlast en nú kemur Erkibiskupinn af Kantaraborg honum til varnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.