Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 14
Það hlaut að koma að því eftirinnlenda sigra í jafnréttis- baráttunni að hugsjónakynin sneru sér að alþjóðlegra máli, eins og því að samkynhneigð pör fái að ganga í hjónaband „fyrir Westan“ eins og sagt var á Kanatímanum þegar við áttum Bandaríkin en þau ekki okkur. Maður opnar vart blað eða skrúfar frá fjölmiðli að ekki heyrist tekið á þessu með ein- hverjum hætti, helst munnlegum að íslenskum sið, svo fyrrverandi kynvillingar, nú- verandi samkyn- hneigðir, fái að njóta sömu rétt- inda og hjón án ómegðar. Maður sér grát- klökkar konur í Kastljósinu af- myndast og segja með raddátaki, að þær nái því ekki að samkynhneigð- ir megi ekki gera hvað sem þeim þóknast í rúminu heima hjá sér. Fréttamenn halda þó andlitinu, samúðarfullir á svip. Að lokum er sæst á hið besta mál, að hommar megi fara í hjónaband. Ekki eru eftirbátar í útvarp- inu. Þeir vilja að stjórnarskrá Bandaríkanna verði breytt, ekki með valdi heldur viðbót homm- um og lesbíum í hag. Í ýmsum þáttum er samt efast um að hægt verði að breyta hugarfar- inu í Texas, en verði hægt að breyta því í hinum ríkjunum, þá hefur mikið unnist. „Texas má sigla sinn sjó með óréttlætið.“ Ekki láta dagblöðin sitt eftir liggja. Þau eru upp til hópa (þrjú í stórhópnum á dagblaðamark- aðnum) svo mikið á línunni að meginundirstaða þeirra gæti verið gólandi homma- og lesbíu- ger. Prestar ættu að vara sig Margir prestar eru líka hlynntir giftingum og láta ljós- mynda sig með spenntar greipar á Biblíunni og Krist á krossi í baksýn, bugaða af sektarkennd yfir „hommafóbíu“ kirkjunnar. Aðrir staðhæfa að Guð þekki mun á kynjum í giftingarhug og vilji að þau gagnstæðu en sam- stæðanlegu gangi í það heilaga, hommar séu ekki á hans vegum við altarið. En hafi hann ekki skapað homma og lesbíur, hver gerði það þá? Ekki andskotinn, þó það væri honum líkt. En ekk- ert stendur um sköpunarverk hans í biblíuútgáfunni frá 1981. Prestar fylgjandi homma- og lesbíugiftingum ættu að vara sig. Haldi þeir svona áfram gæti endað með því að kynjafræðin í Háskólanum sönnuðu að Jesús, sonur einstæðrar móður, hafi, sökum pabbaleysis, orðið hommi og safnað kringum sig strákum, tólf ógiftum lærisvein- um sem voru aldrei við kven- mann kenndir. Takið eftir því. Getur verið að kirkja Krists hafi verið reist á tólf manna stelli af laumuhommum og snúist upp í andstæðu sína með hommahatri, sem oft hendir menn og stofnan- ir í feluleiknum kringum eðli sitt? Hreinlegt á hommaheimilum Umræður í fjölmiðlum eru aðeins toppurinn á borgarís- jakanum. Fólk talar ekki um annað í farsíma en réttmæti hjónabands fólks af sama kyni, oft vegna þeirrar skoðunar að „samkynhneigðir kunni að gift- ast“. Lýst er á innfjálgan hátt myndum í Séð og heyrt af inn- lendum giftingum. Þar halda „brúðir tvær“ á kampavíns- glösum umvöfðum rósum. Hjá „brúðgumunum“ tveimur er sami kampavíns- og rósastíll, en þeir vefja sinni rós þannig um glasið að hægt verði að fá sér sopa. Ein hommarós hindrar ekki, en hæpið að hægt sé að drekka úr lesbíuglasi á kafi í rósum. „Það er ekkert pláss fyr- ir varirnar,“ segja sérfræðingar. En það sem mælir mest með giftingum karlmanna af sama kyni er hvað þeir halda heimil- inu hreinu. „Þeir eru alltaf með klútinn á lofti, lausir við kynja- baráttuna, en ekki rykið.“ Þetta er staðhæft eins og áttatíu pró- sent þjóðarinnar eigi innan- gengt á hommaheimili til að sjá „allt puntið“. Réttlætið sigrar Við þessu er ekkert að segja annað en það að réttlætið hlýtur að sigra í þessum hjónabands- vanda sem öðrum. En hvernig fer ef fólk vill giftast köttum sínum, hundum og bílum? Það segist elska bílinn sinn, köttinn og jafnvel ruslatunnuna. Gleymum ekki að í vissum trúarsöfnuðum í Bandaríkjun- um er hægt að giftast hvölum og talið að næstum hver hvalur við Ísland hafi verið beittur gifting- arofbeldi, oft af börnum, þótt hann hafi ekki hugmynd um það. Hvalir synda bara í sjónum sem þeim er nóg, að minnsta kosti þangað til þeir gera sér grein fyrir að þeir eru ekklar eða ekkjur og réttbornir erfingjar. Grípur þá peningagræðgin líka um sig hjá þeim? En kannski veit hvalastofn- inn um örlög Keikós og dollar- ans: Gengi hans um þessar mundir er ekkert til að hrópa húrra fyrir með sporða- köstum.■ Loðnu er ekki hægt að veiðahvenær sem er. Hún kemur og hún fer og þess vegna verður að veiða hana á tímanum þar á milli. Þess vegna eru meiri kröfur sett- ar á skipstjóra loðnuskipa en almennt gerist. Það sem af er vertíðinni hefur veður verið vont, verra en elstu menn muna. Það er undir þeim kringumstæðum sem meiri hætta er á að illa fari. Blessunarlega hefur dregið mikið úr sjóslysum og skipskaðar er fátíðir. Stærri, öflugri og betur búin skip hafa aukið öryggi sjómanna. Það kemur samt ekki í veg fyr- ir að maðurinn ræður mestu um hvernig fer. Það er í valdi hvers og eins hversu lengi hann er að veið- um þegar veður eru válynd. Það er til þess ætlast að loðnuvertíð skili góðum ávinningi. Ekki bara fyrir útgerðirnar, líka fyrir sjómennina. Það vita skipstjórarnir og á þá eru lagðar skyldur. Skipin eru stór og dýr og það þarf að afla vel. Sjó- mennirnir, hver og einn, treysta á góða afkomu og eru þess vegna til- búnir að vinna við erfiðar aðstæð- ur. Þeir mynda þrýsting. „Þetta er reyndar búið að vera mjög erfið vertíð,“ segir Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, í samtali við Frétta- blaðið um yfirstandandi vertíð. „Loðnan kom seint og það er mik- ill kvóti eftir og mikil pressa á mönnum. Aðstæður hafa verið mjög erfiðar undanfarið út af sunnanáttinni. Ég man ekki eftir að menn hafi verið við veiðar í svona slæmum veðrum. Loðnan er mjög nálægt landi og menn eru alltaf að teygja sig lengra og lengra á eftir henni. Það má ekk- ert út af bregða, þá fer eins og fór fyrir Baldvin. Það hefði svo sem hver sem er getað lent í þessu.“ Gísli segir það sem margir hugsa. Vont veður og hversu stutt vertíðin er verður til þess að skip- stjórarnir eru að veiðum við að- stæður sem þeir væru ekki við annars. Hefðu þeir lengri tíma biðu þeir af sér versta veðrið en legðu ekki skip og áhöfn í óþarfa hættu. Þegar Gísli var spurður hvort skipstjórarnir væru að taka of mikla áhættu með því að sækja loðnuna svo nærri landi sagði Gísli: „Eru menn ekki alltaf að taka áhættu í þessu?“ Það er einmitt það sem var gert og það er þess vegna sem Baldvin Þorsteinsson EA strandaði aðfara- nótt þriðjudagsins. Það er vegna þeirra krafna sem eru settar á hendur þeim sem sækja sjóinn. Það er þannig og verður ekki öðru- vísi. Minnstu mistök geta kostað mikið. Svo er það í tilfelli Baldvins Þorsteinssonar. Það verðmætasta tapaðist ekki – mannslífin. ■ Samgönguráðherra hefur geng-ið til liðs við Reykjavík, Akra- ness og átta önnur sveitarfélög á Vesturlandi og lýst vilja til að Sundabraut verði flýtt. Þetta er ekki að undra þar sem ekki er að- eins um brýnustu samgöngubót höfuðborgarsvæðisins að ræða heldur einnig lang veigamesta hagsmunamál byggða um allan norðvesturhluta Íslands. Fjölmargt kallar á lagningu Sundabrautar. Viljayfirlýsing um s a m e i n i n g u Reykjavíkurhafn- ar, Akraneshafnar, Borgarneshafnar og Grundartanga- hafnar sem undir- rituð var í vikunni setur málið ræki- lega á dagskrá. Með henni er lagð- ur enn frekari grunnur að öflugri uppbyggingu á því gríðarstóra samfellda at- vinnusvæði sem varð að veruleika með tilkomu Hvalfjarðarganga. Sú uppbygging má ekki líða fyrir seinkun Sundabrautar. Sóknarfærin hvarvetna Sóknarfærin við sameiningu hafnanna eru hvarvetna. Gamla höfnin í Reykjavík er að ganga í endurnýjun lífdaga með nýju skipulagi Kvosarinnar í tengslum við hið nýja Tónlistar- og ráð- stefnuhús, á Miðbakka og við Mýrargötu. Lifandi hafnarstarf- semi er ein megináhersla þeirra umbreytinga auk þess sem komið verður upp fullkominni aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip og ferða- menn. Það er gríðarlegt hags- munamála ferðaþjónustunnar. Akranes verður efld sem fiski- höfn en vaxtarmöguleikum í stór- skipaflutningum og iðnaði verður best sinnt með uppbyggingu á Grundartanga. Þar er lyngt og að- djúpt frá náttúrunnar hendi. Fyrir vikið má taka Geldinganes undir íbúabyggð. Þar hafði áður verið haldið frá svæði fyrir hafnar- starfsemi. Hagkvæmari atvinnustarfsemi Lagning Sundabrautar er þó ekki aðeins forsenda uppbygging- ar í Geldinganesi og vítamín- sprauta atvinnulífs á Vesturlandi. Sundabraut myndi stytta ferða- og flutningstíma milli Reykjavík- ur og alls Norðvesturlands. At- vinnustarfsemi á öllu svæðinu verður hagkvæmari fyrir vikið. Líklega er ekkert mikilvægara til stuðnings við atvinnulíf og byggð á þessu svæði en lagning Sunda- brautar. Þetta dæmi reiknast þó ekki síður Sundabraut í vil. Með sam- einingu hafna við Faxaflóa og framsækinni uppbyggingarstefnu fyrir athafnasvæði þeirra eykst hagkvæmni Sundabrautar enn frekar. Hefur hún þó lengi verið hagkvæmasta stórframkvæmd núverandi samgönguáætlunar. Að öllu samanlögðu er ekki undarlegt að sveitarfélögin tíu sem að nýja hafnarsamlaginu standa hafi ákveðið að bindast samtökum um að þrýsta á um framgang Sundabrautar. Og það er sérstakt fagnaðarefni að sam- gönguráðherra hafi slegist með í för þótt skýrt hafi verið tekið fram að það jafngilti ekki loforði. Enginn hefur heldur beðið um orð. Það er beðið um aðgerðir. ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um sjósókn og vont veður. 14 13. mars 204 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Dauðastuna ETA? „Á undanförnum árum hefur ráðamenn greint á þegar rætt er um öryggis- og varnarmál. Tals- menn hins hefðbundna hernaðar benda á nauðsyn þess að geta brugðist við ógnum annarra ríkja. Einnig sé nauðsynlegt að geta sent hermenn til friðargæslu- starfa, hvort heldur sem er í ná- grannaríkjum eða í öðrum heims- hlutum. Síðustu árin hafa þessir einstaklingar því miður fengið alltof mörg tækifæri til að sanna sitt mál. Alltof mörg segjum við, vegna þess að styrjaldir eru ávallt skelfilegar, hvort sem hægt er að réttlæta þær í augum fólks eða ekki. En sífellt fleiri atvik gefa það til kynna að fjármunum væri betur varið annars staðar, nefnilega í hefðbundna löggæslu sem beinist fremur að möguleg- um árásum innanlands. Síðustu vikur og mánuði hafa spænsk og frönsk stjórnvöld unn- ið í sameiningu að því að upp- ræta ETA með góðum árangri. Fjölmargir hafa verið handteknir og reyndar hefur hin almenna til- finning verið sú að samtökin hafi misst áhrifavald sitt. Árásin í gær gæti verið eins konar síðasta til- raun samtakanna til að láta að sér kveða; nokkurs konar dauðastuna.“ - RITSTJÓRN DEIGLUNNAR Á DEIGLAN.COM Árangur staðfestunnar „Þegar svona margir láta lífið, í hvaða ríki sem er, þá er það eitt og sér næg ástæða til að kalla eftir endurmati á stefnu stjórn- valda í viðkomandi ríki. Annað væri hreinlega órökrétt. Stefna ríkisstjórnar Aznars gagnvart sjálfstæðishreyfingu Baska hef- ur verið sú sem hann boðaði áfram í gær, að beita fullri hörku og útiloka samningavið- ræður. Þá hafa stjórnvöld bann- að Batasuna-flokkinn, vegna gruns um samstarf við hryðju- verkamenn. Með því voru um 10% kjósenda í Baskahéruðun- um svipt kosningarétti, en það er hlutfall þeirra sem að jafnaði hafa treyst þessum flokki fyrir atkvæði sínu. Sú aðför að lýð- ræðinu hefur vakið furðu litla umræðu um allan heim, enda virðist mega þverbrjóta öll mannréttindi í „stríði gegn hryðjuverkum“. Ekki eru hryðjuverkamenn úr röðum Baska þeir einu sem grunaðir eru um hryðjuverkin 11. mars. Þar koma einnig til greina ofstækisfullir múslimar, af því sauðahúsi sem oft eru kallaðir al-qaida í vestrænum fjölmiðlum. En ríkisstjórn Þjóð- arflokksins hefur einmitt tekið virkan þátt í „stríði gegn hryðju- verkum“, með stuðningi sínum við innrás og valdarán Banda- ríkjamanna í Írak. Og hver er árangur staðfestunnar? Er engin þörf á endurskoðun?“ - SVERRIR JAKOBSSON Á MURINN.IS Það ■ Af Netinu Hættulegar veiðar „Eru menn ekki alltaf að taka áhættu í þessu? ■ Við þessu er ekkert að segja annað en það að réttlætið hlýtur að sigra í þessum hjóna- bandsvanda sem öðrum. En hvernig fer ef fólk vill giftast köttum sínum, hundum og bíl- um? Það segist elska bílinn sinn, köttinn og jafnvel rusla- tunnuna. Um daginnog veginn GUÐBERGUR BERGSSON ■ skrifar um hjóna- bönd samkyn- hneigðra. Skoðundagsins DAGUR B. EGGERTSSON ■ skrifar um lagningu Sundabrautar. STURLA BÖÐVARSSON Og það er sérstakt fagnaðarefni að samgönguráðherra hafi slegist með í för þótt skýrt hafi verið tekið fram að það jafngilti ekki loforði. Enginn hefur heldur beðið um orð. Það er beðið um aðgerðir. ■ Líklega er ekk- ert mikilvægara til stuðnings við atvinnulíf og byggð á Vestur- landi en lagn- ing Sunda- brautar. Sundabraut loks á dagskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.