Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 2
2 14. mars 2004 SUNNUDAGUR “Það er hálfgerð ævintýramennska að ég skuli að vera að spila fótbolta, þó kem ég helst að gagni í marki þótt það kunni að hljóma ótrúlega..“ Ásgeir Friðgeirsson þingmaður Samfylkingar var í marki hjá þingmönnum og fékk á sig sjö mörk í leik þeirra gegn starfsmönnum RÚV. Þingmenn töpuðu 7-3. Spurningdagsins Ásgeir, var þetta einhver ævintýra- mennska hjá þér í markinu? Handteknir degi fyrir kosningar Þrír Marokkómenn og tveir Indverjar taldir tengjast sprengjuárásunum í Madríd á miðvikudag. Stjórnvöld á Spáni sökuð um að hafa haldið upplýsingum leyndum. Málið gæti haft mikil áhrif á úrslit kosninganna í dag. MADRÍD, AP Innanríkisráðherra Spánar Angel Acebes skýrði frá því seint í gær að þrír Marokkó- menn og tveir Indverjar hefðu verið handteknir, grunaðir um að- ild að sprengjuárásunum í Madríd á fimmtudaginn. Tveir Spánverj- ar af indverskum uppruna voru einnig yfirheyrðir, en ekki var talið að þeir yrðu handteknir. Ráðherrann sagði að þessir menn „gætu verið í tengslum við öfgasamtök í Marokkó. En við ætlum ekki að útiloka neitt. Lög- reglan er enn að rannsaka allar leiðir.“ Fram kom að farsími, sem fannst í bakpoka með sprengiefn- um, hafi leitt lögregluna á spor þessara manna. Aðeins fáeinum klukkustund- um áður hafði Acebes fullyrt að rannsókn málsins beindist eink- um að baskneskum aðskilnaðar- sinnum tengdum ETA-samtökun- um, þótt aðrir möguleikar væru ekki útilokaðir. Harðar ásakanir höfðu komið fram um að stjórnvöld á Spáni haldi leyndum upplýsingum, sem þau kunni að hafa um það hverjir beri ábyrgð á hryðjuverkunum á fimmtudaginn, sem urðu 200 manns að bana og særðu 1500 manns að auki. Þær upplýsingar gætu hæg- lega haft mikil áhrif á úrslit kosn- inganna, sem haldnar verða í landinu í dag, aðeins þremur dög- um eftir árásirnar. Komi í ljós að íslamskir hryðju- verkamenn beri ábyrgð á árásun- um er líklegt að kjósendur teldu hryðjuverkin standa í beinu sam- bandi við skilyrðislausan stuðning spænsku stjórnarinnar við hernað- araðgerðir Bandaríkjanna í Írak. Telji kjósendur hins vegar að ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, beri ábyrgð á ógnarverkunum, þá myndi stjórnarflokkurinn vænt- anlega græða vegna þess hve hart stjórnin hefur tekið á ETA undan- farin misseri. ETA samtökin hafa hins vegar harðneitað því að hafa komið ná- lægt þessum árásum. „Þeir hafa logið að fólki, og þeir hafa logið vísvitandi,“ sagði Arnaldo Otegi, leiðtogi Batasuna, hins bannaða stjórnmálaflokks Baska á Spáni, um leiðtoga stjórn- arinnar. gudsteinn@frettabladid.is Loðnan við Eyjar: Mikil traffík á miðunum LOÐNUVEIÐI Tuttugu og tvö loðnu- skip voru í höfninni í Vestmanna- eyjum aðfaranótt gærdagsins að sögn Kristjáns Eggertssonar hafnarstjóra. Hann segir að flest þeirra hafi látið úr höfn fyrir há- degi í gær. Grímur Jón Grímsson, skip- stjóri á Antares VE, segir að veið- in sé góð en um kvöldmatarleytið í gær biðu skip eftir því að loðnu- torfan færi yfir svæði milli lands og Eyja þar sem bannað er að kasta vegna kapla og vatns- leiðslna. Hann sagði mjög mikla traffík vera á miðunum en veiðina ganga vel. ■ ÞRÖNGT Í VESTMANNAEYJAHÖFN Hafnarstjórinn í Vestmannaeyjum segir 22 loðnuskip hafi beðið af sér bræluna þar á síðustu dögum. FRÁ ÞINGI FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS Þar voru væntanleg framboð til sveitar- stjórnarkosninga mjög til umræðu. Frjálslyndi flokkurinn: Stefnir á sveitastjórnir STJÓRNMÁL Frjálslyndi flokkurinn stefnir að framboðum til sveitar- stjórnarkosninga vorið 2006, ýmist með listum í eigin nafni eða í sam- starfi við aðra stjórnmálaflokka. Þetta var mjög til umræðu á málþingi flokksins um helgina. „Við höfum verið með framboð þar sem við höfum haft bolmagn til þess. Nú ætlum við að efla okkur fram að sveitarstjórnarkosningum. Á Ísa- firði, þar sem við eigum mann í bæjarstjórn, hefur verið starfandi virkur hópur og stofnuð hafa verið bæjarmálafélög á Húsavík og í Hafnarfirði. Við stefnum að því að efla þetta net og gera það svolítið þéttriðið þannig að við verðum klár í bátana fyrir sveitarstjórnarkosn- ingar,“ segir Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri flokksins. ■ MADRID, AP Hjónin José Ramon Is- arch, 37 ára, og Maria Teresa Mora Valero, 36 ára, voru meðal þeirra 200 manna sem fórust í árásunum á Madríd á fimmtudag- inn. Í tíu ár höfðu þau búið saman og á hverjum degi tóku þau sömu lestina á sama tíma, en leiðir skildu jafnan á Atocha lestarstöð- inni þar sem hann fór til vinnu sinnar í varnarmálaráðuneytinu en hún í ráðhúsinu. Í gær lágu líkkistur þeirra hlið við hlið í stærstu útfararstofu Ma- drídborgar. Venjulega er þar nóg pláss, en þessa dagana er ástandið þar harla óvenjulegt. Nota þurfti nálæg íþróttamannvirki til þess að létta á álaginu. Fyrstu jarðarfarir fórnar- lamba hryðjuverkanna fóru fram í gær. Hinna látnu var einnig minnst með ýmsum öðrum hætti víða í Madríd, á útfararstofum, í kirkjugörðum og við lestarstöðv- arnar þar sem árásirnar voru gerðar. „Hingað til hefur fólk einfald- lega verið í sjokki,“ sagði Antoniu Palacios ráðgjafi. En núna „er fólk byrjað að átta sig á þeim raunveruleika að ástvinir þess eru látnir.“ Á torginu Puerta del Sol í mið- borg Madríd stóð maður að nafni Gonzalo Torrez og las upp nöfn þeirra sem fórust á fimmtudag- inn. Mannfjöldinn hlustaði af at- hygli á lesturinn. Að lestrinum loknum sagði hann: „Madríd, og Spánn og heim- urinn munu ekki gleyma ykkur.“ Þessum orðum var fagnað með lófataki. Hryðjuverkin urðu 200 manns að bana og særðu 1500 manns að auki í samtals tíu sprengingum, sem sprungu með stuttu millibili á þremur lestarstöðvum í Madríd. Meðal hinna látnu eru 32 út- lendingar frá 12 löndum. Flestir þeirra bjuggu í bænum Alcala de Henare, sem er skammt fyrir utan Madríd. ■ Margir eiga um sárt að binda á Spáni: Fyrstu fórnarlömbin jörðuð KREFJAST UPPLÝSINGA Nokkur þúsund manns mótmæltu fyrir utan höfuðstöðvar stjórnarflokksins á Spáni til að krefjast þess að stjórnin láti af hendi upplýsing- ar um sökudólgana á bak við voðaverkin í Madríd á fimmtudaginn. Stjórnarandstaðan segir stjórnina hafa haldið upplýsingum leyndum af ótta við að það kæmi niður á fylgi stjórnarinnar í kosningunum í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P/ PE TE R D EJ O N G FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó H AN N I N G I Á R N AS O N SONUR SYRGÐUR Þessi kona grét sáran við útför sonar síns í Madríd í gær. Hann var eitt fórnarlamba hryðjuverkanna á fimmtudag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P H O TO /D EN IS D O YL E Kauphöllin: Gunnvör af- skráð VIÐSKIPTI Stjórn Kauphallar Íslands hefur samþykkt beiðni Hraðfrysti- hússins - Gunnvarar hf. í Hnífsdal um afskráningu félagsins af mark- aði. Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að félagið verði afskráð 31. mars næstkomandi. Félagið full- nægir ekki lengur skilyrðum Kaup- hallar um fjölda hluthafa að þeim viðskiptum afstöðnum. Lítil viðskipti hafa verið með fé- lagið á undanförnu ári; aðeins 54 á síðustu 52 vikum. Markaðsvirði félagsins er 4,3 milljarðar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.