Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 10
Eftir kosningarnar fyrir tæpuári hefur talsvert verið horft til kyns og aldurs þingmanna til að álykta um hvernig til tókst við mönnun stólanna sextíu og þrigg- ja. Síður hefur verið litið til menntunar þeirra og það þrátt fyrir að nú sem aldrei fyrr sé lögð gríðarleg áhersla á mikilvægi menntunar í samfélaginu, hún sögð grunnur áframhaldandi framþróunar og ég veit ekki hvað og hvað. Er því mál til komið að líta á prófskírteini þingheims. Á Alþingi sitja ellefu lögfræð- ingar (flestir í Sjálfstæðisflokkn- um) auk tveggja (Arnbjörg Sveinsdóttir og Halldór Blöndal) sem hófu lögfræðinám en luku ekki. Stjórnmálafræði virðist líka heilla verðandi stjórnmálamenn (eða er það kannski öfugt?) en átta þingmenn hafa numið hana í einhverri mynd. Fólk úr heil- brigðiskerfinu er í færra lagi í þingsalnum þó vissulega megi finna hjúkrunarfræðing, sjúkra- þjálfara og dýralækni (Árni Mathiesen). Þekking á fiskum, skipum og hafinu er hinsvegar talsverð. Níu hafa lært eitthvað til verka í þeim efnum og er þar t.d. Stýrimannaskólagengið (Guðjón A. Kristjánsson, Guðmundur Hallvarðsson, Gunnar Örlygs- son), skipasmíðameistari (Jóhann Ársælsson), fiskifræðingur (Magnús Þór Hafsteinsson) og fiskeldisfræðingur (Össur Skarp- héðinsson). Fimm þingmenn hafa Sam- vinnuskólapróf upp á vasann og eru fjórir þeirra í Framsóknar- flokknum en einn (Árni R. Árna- son) í Sjálfstæðisflokknum. Tveir hagfræðingar eru á þingi, fjórir skólamenn, þrír með próf í bú- fræðum og einn í leiklist (Kolbrún Halldórsdóttir). Þingheimur státar af þremur doktorsprófum. Í jarðvegsverk- fræði (Gunnar I. Birgisson), tryggingastærðfræði (Pétur Blön- dal) og lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein (Össur). Þá hafa nokkrir nokkuð athygl- isvert nám að baki sem vert er að geta: þýskunám við Berlitz-skóla í Hamborg 1968-69 (Valgerður Sverrisdóttir), sveinspróf í húsa- smíði (Sturla Böðvarsson), fram- haldsnám í fráveitu- og vatns- hreinsifræðum (Sigurjón Þórðar- son), námskeið í tölvufræðum í Ósló og Reykjavík 1970-72 (Rann- veig Guðmundsdóttir), nám í spænsku í Malaga (Gunnar Ör- lygsson) og leiðsögumannanám- skeið í Háskóla Íslands og á Spáni (Ásta R. Jóhannesdóttir). Af þessu má glögglega sjá að menntun þingmanna er almennt góð og fjölbreytt en væri ekki þinginu akkur í að hafa líka bif- vélavirkja, bakara og bókasafns- fræðing? Svo ekki sé nú minnst á tónlistarmann, ljósmóður og sál- fræðing. Það held ég alla vega. ■ 10 14. mars 2004 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Eignarhald á fjölmiðlum „Morgunblaðið og íslenskur þing- heimur hafa áhyggjur af því hverjir eigi fjölmiðla á Íslandi. Menn vilja setja lög. Þannig geti stjórnmálamenn ákveðið hverjir eigi fjölmiðil. Snjallt; eftir að stjórnmálaflokkarnir settu þrjú dagblöð á hausinn og kipptu grundvellinum undan íslenskum blaðamarkaði, birtast þeir á nýj- an leik eftir að einkaframtakið hefur endurreist tvö dagblöð og vilja löggjöf. Án þess að leggja nokkuð undir sjálfir. Hve yndislega íslenskt og dásamlega pólitískt þröngt. Eins og strandasiglingar eða innan- landsflugið. Eða beingreiðslukerf- ið. Þessi umræða um eignarhald á fjölmiðlum hefur ekki skotið upp kollinum fyrr en Bónusfeðgar settu einhverja skiptimynt í Fréttablaðið og réðu ofvirkan rit- stjóra. Blaðið ógnar ekki aðeins Morgunblaðinu í dag heldur hafa stjórnarherrarnir það ekki í vas- anum.“ Ritstjórarnir skipta máli „En menn horfa skakkt á blaða- markaðinn. Það hefur aldrei skipt meginmáli hverjir eiga fjölmiðla. Það skiptir miklu meira máli hverjir ritstýra blöðunum. Rit- stjórinn mótar blaðið og gefur því daglegan svip. Það myndi ekki skipta miklu máli þótt Valtýsdæt- ursysturnar seldu hlut sinn í Ár- vakri. En það skipti sköpum ef Styrmir Gunnarsson stæði upp úr ritstjórastóli Morgunblaðsins. Þess vegna er nær að setja lög á ritstjóra blaða en eigendur þeir- ra. Ef pólitíkusar vilja ná tökum á frjálsri pressu. Sú pressa sem mest fer í taugarn- ar á Morgunblaðinu og pólitískum samherjum þess er Bónusveldið. Spurt er: eiga þessir menn að fá að gefa út dagblöð? Miklu nær væri að spyrja: standa hinir nýju ristjórar Fréttablaðsins og DV undir þeim kröfum sem verður að gera til ritstjóra fjórða valdsins? Fjalla blöð þeirra um samtíma- mál, stjórnmál og menningu að einhverju viti? Eða er bara verið í einhverjum neikvæðum hasar- leik? Rísa þeir undir þeirri ábyrgð að birta okkur daglega fréttir á einhvern vitrænan hátt? Ég tel þessa þætti mun þýðingar- meiri heldur en eitthvað nudd um hverjir eigi miðla. Það eina sem eigandi miðils hugsar um er hvort miðillinn skilar hagnaði. Það eina sem góður ritstjóri á að hugsa um er hvort einhver nenni að lesa blaðið hans og hvaða gæðum það býr yfir. Eða ókostum.“ - INGÓLFUR MARGEIRSSON Á WWW. KREML.IS ■ Af Netinu Ellefu lögfræðingar – enginn bakari Smáa letrið BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON ■ kannar menntun þingheims. Baldur Þórhallsson, dósent ístjórnmálafræði og formað- ur stjórnar Alþjóðamálastofn- unar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands, flutti í vikunni fyrirlestra hjá Alþjóðabankan- um í Was- hington og á vettvangi Sam- einuðu þjóð- anna í New York. Baldur hefur sérhæft sig í rannsókn- um á smáríkj- um og áhrifum þeirra í al- þjóðastofnunum og alþjóða- stjórnmálum. Smáríki með færri en 10 milljónir íbúa Baldur Þórhallsson segir ekk- ert ákveðið viðmið gilda um hvernig smáríki séu skilgreind en segir gjarnan miðað við þau lönd þar sem íbúar séu færri en tíu milljónir. „Almennt er talið, innan fræðanna, að smáríki hafi ekki burði til að hafa áhrif á al- þjóðakerfið þar sem þau hafa færri íbúa, minni þjóðarfram- leiðslu, smærri stjórnsýslu og litla hernaðarlega burði,“ segir Baldur. Smæð getur verið kostur Rannsóknir Baldurs gefa hins vegar tilefni til að ætla að smáríki geti aukið áhrif sín ef tiltekin skilyrði eru til staðar. „Ég fjalla um hvað smærri ríkin geta gert til þess að draga úr þessum ókostum sem fylgja smæðinni og draga fram kost- ina,“ segir hann. Hann segir að sterk stjórn- sýsla og viðhorf stjórnmála- manna til alþjóðamála ráði hvað mestu um hvernig smáríkjum gengur að fóta sig í alþjóða- stjórnmálum. Hann segir að smá stjórnsýsla geri smáríkjum oft kleift að bregðast hraðar við hlutum sem upp koma í alþjóða- stjórnmálum þar sem boðleiðir til stjórnmálamanna séu styttri og skýrari heldur en hjá stór- þjóðum. Íslensk stjórnsýsla hefur eflst Baldur tekur dæmi af þátt- töku Íslands í alþjóðastjórnmál- um en fjallar einnig um hvernig smærri ríkjum innan Evrópu- sambandsins hefur vegnað. Hann segir það einkenna ís- lenska stjórnsýslu að hún hafi byggst upp fremur seint. „Um miðjan níunda áratug- inn var til dæmis íslenska utan- ríkisþjónustan ekki mjög burð- ug í samanburði við utanríkis- þjónustur annarra Norður- landa,“ segir hann og tiltekur að lítið hafi verið um sérfræðinga í utanríkis- og varnarmálum og að stjórnvöld hafi ekki haft marga sérfræðinga í málefnum Evrópu innan sinna raða. Þetta segir Baldur að hafi takmarkað sjálfstæða stefnumótun í utan- ríkismálum og valdið því að ís- lensk utanríkismál hafi ein- kennst af því að stöðugt hafi verið að bregðast við málum sem komu upp hverju sinni. Þá hafi fyrirgreiðslupólitík staðið faglegri stjórnsýslu fyrir þrif- um. „Það er búið að breyta ís- lenskri stjórnsýslu þannig að hún er miklu faglegri en hún hefur verið áður. Fyrir- greiðslupólitík var ríkjandi hér og líklega ríkjandi lengur hér en almennt í Vestur-Evrópu,“ segir hann. Íslendingar taka frumkvæði Hann segir að mikil breyting hafi orðið á þessu á allra síðustu árum. „Við erum orðin virkir þátttakendur í EES. Við erum ekki bara að hrinda lögum ESB í framkvæmd eins og áður var. Sem dæmi um þetta má nefna að það var Ísland, en ekki Noregur, sem hafði frumkvæði að því að krefjast endurskoðunar á EES samningnum í kjölfar stækkun- ar Evrópusambandsins,“ segir Baldur. Hann nefnir einnig að Íslend- ingar hafi haft frumkvæði að því að koma í veg fyrir að fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hætti við að leggja bann við innflutningi á fiski- mjöli í kjölfar kúariðufaraldur- ins í Bretlandi. Aukin þátttaka í varnarmál- um Baldur segir að þátttaka Ís- lands í Schengen og aukin þátt- taka í verkefnum á vegum Sam- einuðu þjóðanna vera til marks um aukna virkni í utanríkismál- um og að framboð til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna sé til marks um hversu burðug íslensk utanríkisþjón- usta sé orðin. „Þetta hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum síðan,“ segir Baldur. Þá segir hann að Ísland hafi orðið virkari þátttakandi í Atlantshafsbandalaginu og ver- ið í fararbroddi þeirra þjóða sem leggja ríka áherslu á sam- starf Atlantshafsbandalagsins, Evrópusambandsins og Banda- ríkjanna í varnarmálum. Innan Atlantshafsbandalagsins hafi einnig verið tekið eftir þeim verkefnum sem íslenska friðar- gæslan hafi tekið að sér á undanförnum misserum. Framboð í Öryggisráðið gagnlegt Framboðið í Öryggisráðið getur gagnast Íslendingum að mati Baldurs þar sem utanríkis- þjónustan muni eignast banda- menn í kosningabaráttunni og það geti komið sér vel þegar reynir á stuðning á öðrum svið- um alþjóðamála. Baldur segir að tengsl og persónuleg samskipti hafi áhrif í alþjóðastjórnmálum rétt eins og á öðrum sviðum mannlífsins. Þannig geti smá en hæf utanríkisþjónusta náð mikl- um árangri. Smæðin getur verið mikill kostur. „Það hjálpar smáríkjun- um í flóknum og erfiðum samn- ingum að vera með sveigjanlega og óformlega stjórnsýslu sem getur tekið hratt ákvarðanir og skilvirkt. Það er mikilvægt að smáríkin noti þennan óform- leika og sveigjanleika og stuttar boðleiðir til stjórnmálamanna og hagsmunaaðila til að geta tekið ákvarðanir hratt,“ segir hann. Afstaða stjórnmálamanna mikilvæg Hæfni stjórnsýslunnar getur því að sögn Baldurs ráðið mjög miklu um áhrifamátt smáríkja á sviði alþjóðamála en hann telur einnig að afstaða pólitískrar for- ystu gagnvart alþjóðlegum sam- skiptum sé mikilvæg, enda sé það oft svo á sviði alþjóðastjórn- mála að menn öðlist virðingu í krafti hugmynda sinna og mál- flutnings fremur en stærðar landsins sem þeir koma frá. Baldur segir að á Íslandi hafi á undanförnum áratugum orðið hugarfarsbreyting meðal stjórn- málamanna um alþjóðasamskipti og það sjáist meðal annars í vexti utanríkisþjónustunnar. Meðal þess sem ræður áhrifa- mætti smáríkja er hvort stjórn- málamennirnir hafi trú á að þeir geti náð hagsmunamálum sínum fram innan alþjóðlegra stofnana eða kjósi tvíhliðasamskipti frek- ar. Baldur telur að smáríki geti haft hlutfallslega mjög mikið vægi innan alþjóðastofnana ef rétt er að málum staðið og að hugarfar stjórnmálamanna gegni þar lykilhlutverki. „Ef stjórnmálamenn frá litlu ríki hafa ekki trú á að þeir geti haft áhrif þá munu þeir ekki hafa áhrif,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is Fréttaviðtal ÞÓRLINDUR KJARTANSSON ■ ræðir við Baldur Þórhallsson um áhrif smáríkja í alþjóðasamstarfi. Smáríki geta haft áhrif Baldur Þórhallsson dósent telur að öflug stjórnsýsla og jákvæð afstaða stjórnmálaleiðtoga hafi úrslitaþýðingu um vægi smáríkja á alþjóðlegum vettvangi. BALDUR ÞÓRHALLSSON Segir vægi smáríkja í alþjóðamálum meðal annars ráðast af hæfni stjórnsýslunnar og viðhorfi pólitískra leiðtoga til alþjóðlegra samskipta. ÖRYGGISRÁÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Framboð Íslands í Öryggisráðið hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum að mati Baldurs. „Það er búið að brey- ta íslenskri stjórnsýslu þannig að hún er miklu faglegri en hún hefur verið áður“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.