Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 42
■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Hinsegin bíódagar í Regn- boganum. Pabbi og pápi.  18.00 Hinsegin bíódagar í Regn- boganum. Róttækir hljómar.  20.00 Hinsegin bíódagar í Regn- boganum. Alice + Selma og Soffía.  22.00 Hinsegin bíódagar í Regn- boganum. Þú kemst yfir þetta. ■ ■ TÓNLEIKAR  14.00 Suzuki-tónlistarskólinn Al- legro heldur upp á 5 ára afmæli með tónleikum í skólanum, Tranavogi 5. Þar koma fram núverandi og fyrrverandi nemendur skólans á aldrinum 4- 20 ára og verður efnisskráin fjölbreytt.  16.00 Dagný Marinósdóttir flautuleikari og Þorvaldur Már Guð- mundsson gítarleikari koma fram á tón- leikum í Laugarneskirkju. Leikin verða verk eftir Béla Bartók, Gabriel Fauré, Jacques Ibert, Isaac Albéniz, Augustin Barrios Mangoré og Máximo Diego Pujol. Auk þess verður flutt nýtt verk eft- ir Eirík Árna Sigtryggsson.  17.00 Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna heldur tónleika í Seltjarnarnes- kirkju. Flutt verða þrjú verk eftir L. v. Beethoven. Einleikari á tónleikunum er Jón Sigurðsson. Stjórnandi er Tryggvi M. Baldvinsson.  19.00 Íslenska óperan sýnir Brúð- kaup Fígarós eftir Mozart með Berg- þóri Pálssyni, Auði Gunnarsdóttur, Huldu Björk Garðarsdóttur, Ólafi Kjartani Sigurðarsyni, Sesselju Krist- jánsdóttur og Davíð Ólafssyni í helstu hlutverkum.  20.00 Sinfónísk blásarasveit frá River Falls-háskólanum í Wisconsin í Bandaríkjunum heldur tónleika í Lang- holtskirkju. Stjórnandi hennar er Dr. Kristin Tjornehoj.  20.00 Hljómsveitin Búdrýgindi, fiðlunemandinn Páll Palomares og tón- skáldið Hugi Guðmundsson verða gest- ir KaSa hópsins á spennandi tónleikum í Salnum, Kópavogi.  21.00 Hin rafmagnaða bebop- hljómsveit Óskars Guðjónssonar held- ur tónleika á vegum djassklúbbsins “Múlinn” á Hótel Borg. Hljómsveitina skipa Óskar Guðjónsson og Ólafur Jóns- son á tenórsaxófóna, Jón Páll Bjarnason og Ómar Guðjónsson á rafgítara, Jóhann Ásmundsson á rafbassa og Matthías M. D. Hemstock á trommur. Á metnaðar- fullri efnisskrá hljómsveitarinnar eru be- boplög eftir Miles Davis, Charlie Parker, Thelonious Monk, Bud Powell og fleiri. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Leiklistarklúbbur nem- endafélags Fjölbrautaskóla Vestur- lands, á Akranesi frumsýnir Kar- demommubæinn í Bíóhöllinni á Akra- nesi.  14.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner á stóra sviði Þjóðleik- hússins.  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren á stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  15.00 Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir Rapp og rennilása eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur í Ásgarði, Glæsibæ. TÓNLEIKAR „Þetta er mjög spennandi og búið að vera mjög lærdóms- ríkt,“ segir Nína Margrét Gríms- dóttir píanóleikari um samstarf sitt við hljómsveitina Búdrýgindi. Þessi unga og spræka rokk- hljómsveit stígur á svið í Salnum í Kópavogi í kvöld ásamt KaSa- hópnum, sem er kammersveit Sal- arins. Nína Margrét hefur orð fyr- ir KaSa-hópnum. „Þeir í Búdrýgindum hafa allir verið í tónlistarnámi, og sumir þeirra hafa verið nemendur hjá mér í Tónlistarskóla Kópavogs. Búdrýgindi er með yngstu hljómsveitum landsins, því með- limir hennar eru allir á fyrsta ári í menntaskóla. Hljómsveitin hef- ur samt verið til í sex ár, því þeir voru í sjötta bekk barnaskóla þeg- ar hljómsveitin var stofnuð. „Þeir hafa vakið á sér athygli fyrir frumlega tónlist og hnyttna texta,“ segir Nína Margrét. „Við viljum starfa með ungu fólki og stuðla um leið að nýsköpun tón- listar. Þetta er liður í því.“ KaSa-hópurinn fékk einnig ungt tónskáld, Huga Guðmunds- son, til þess að semja tónverk fyr- ir Búdrýgindi sem frumflutt verð- ur í kvöld ásamt eigin lögum Búdrýginda, sem hafa verið útsett upp á nýtt. „Með okkur spilar líka á fiðlu ungur piltur, Páll Palomares, sem er mjög efnilegur. Hann er nýlega fluttur til landsins, bjó áður á Spáni og vakti þar mikla athygli, kom fram á tónleikum og var sannkallað undrabarn á fiðlu.“ Magnús, söngvari Búdrýginda, segir að þeim félögum í hljóm- sveitinni hafi komið mjög á óvart þegar Nína Margrét hafði sam- band við þá fyrir ári. „Við vissum ekkert hvað væri að gerast. Það fékkst einhver styrkur til að Hugi gæti samið tónverk, og svo allt í einu núna í febrúar byrjuðum við að æfa þetta og það hefur allt gengið vel. Viktor bassaleikari hefur útsett lögin okkar fyrir fiðlur til að við getum spilað okkar eigin lög líka. Þetta er allt mjög kúl bara.“ Hljómsveitin Búdrýgindi sigr- aði á Músíktilraunum Tónabæjar árið 2002. Þeir fóru í stúdíó núna milli jóla og nýárs og sendu frá sér nýtt lag. „Svo erum við búnir að semja fullt af lögum. Við stefnum á að fara í stúdíó í sumar og senda frá okkur plötu í haust.“ ■ 42 14. mars 2004 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 11 12 13 14 15 16 17 MARS Sunnudagur SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 SÝND kl. 2, 4, 6, 8 og 10 FINDING NEMO kl. 2 og 3.50 M. ÍSL. TALI BJÖRN BRÓÐIR kl. 2 og 4 M. ÍSL. TALI THE HAUNTED MANSION kl. 2 og 4 SÝND kl. 5.50, 8 og 10.10 SÝND kl. 4, 8 og 10 SÝND kl. 3 og 8 SÝND kl. 2.45, 5.30 og 9.15 B.i. 16 kl. 6KALDALJÓS kl. 3 og 10 B.i. 16MYSTIC RIVER HESTASAGA kl. 8.15 THE DISH kl. 6 BETTER THAN SEX kl. 10.20 FILM-UNDUR KYNNIR HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl. HHHH Roger Ebert HHHH „Bráðfindin“ H.J Mbl. HHHH Skonrokk „Ótrúlega áhrifarík. Frumleg, fyndin og elskuleg“ BÖS, Fréttablaðið HHHH „Hundrað sinnum fyndnari en Ben Stiller á besta degi“ VG, DV Frábær gamanmynd frá höfundi „Meet The Parents“ Frá framleiðendum Fast and the Furious og XXX Stórbrotin og margverðlaunuð stórmynd með óskarsverðlau- nahöfunum Nicole Kidman, Renée Zwllweger og Jude Law RENEÉ ZELLWEGER: Besta leikkona í aukahlutverki. HHHH „Besta kvikmynd ársins heitir WHALE RIDER. Kvikmyndaformið var fundið upp fyrir svona myndir.“ - Ain´t It Cool News HHHH „Snilld! Fersk, tilgerðarlaus, átakanleg og seiðandi!“ - Roger Ebert, Chicago Sun-Times HHHHH „Mesta töfraverk ársins.“ - Mark Eccleston, Glamour LOVE IS IN THE AIR kl. 6HHH SV MBL LAST SAMURAI kl. 7.15 kl. 2 M. ÍSL. TALILOONEY TUNES SOMETHING’S GOTTA GIVE kl. 5.40, 8 og 10.20 RENEÉ ZELLWEGER: Besta leikkona í aukahlutverki. SÝND kl. 6 og 9 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 3 B.i. 16 SÝND kl. 5.50, 8, 10.10 B.i. 16 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5.50, 8, 10.10 B.i. 16 Frá fram- leiðendum „The Fugitive“ og „Seven“. Rafmagnaður erótískur tryllir í anda „Kiss the Girls“ og „Double Jeopardy“. Bönnuð innan 16 ára. BJÖRN BRÓÐIR kl. 3 M. ÍSL. TALI SÝND kl. 8 og 10.10 B.i. 16 SÝND kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10 SKEMMTILEGASTA FJÖLSKYLDUMYND ÁRSINS SÝND kl. 8 og 10.30 B. i. 16 ára Mögnuð spennumynd með Denzel Washington SÝND kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 H A L L E B E R R Y Frábær gamanmynd frá leikstjórum There’s Something About Mary og Shallow Hal SÝND KL. 2, 4 og 6 M. ÍSL. TEXTA Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna SÝND kl. 4 LÚXUSSAL 2, 6 og 10 Síðustu sýningar Dúndrandi rokk með kammersveitinni BÚDRÝGINDI ÁSAMT KASA HÓPNUM Sameiginlegir tónleikar þeirra verða í Salnum í Kópavogi í kvöld klukkan átta. Páll Palomares situr með fiðluna sína framarlega á mynd- inni, en tónskáldið Hugi Guðmundsson stendur fyrir miðri mynd í röndóttri skyrtu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL MSíðustu sýningar Sýningin sem slegið hefur í gegn. Miðasala í Iðnó sími: 562 9700 Fimmtud. 18. mars kl. 21.00 -UPPSELT Föstud. 26. mars kl. 21.00 -örfá sæti laus

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.