Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 25
mikið með skólanum, að því er virðist til að geta átt gsm síma, bíl og keypt flott föt. Og þetta bitnar á þeim því að þau eru mörg hver ofsalega þreytt í skólanum út af allri þessari vinnu.“ Þreytan er eitt og veikindi ann- að. Eru krakkarnir oft veikir? „Já, mér finnst það. Og ég veit að margir nemendur skila hingað inn alls konar vottorðum vegna veik- inda. Ég verð líka talsvert vör við þunglyndi meðal nemenda og hef horft upp á nokkra flosna upp úr námi vegna þess.“ Lífsgæðakapphlaupið þreytt af öllum hópum Meðalmaðurinn glímir við margvísleg vandamál á lífsleiðinni sem mörg eru sprottin af kapp- hlaupinu um lífsgæði. Líkt og tí- undað er í skýrslunni getur hraði, samkeppni og streita leitt til van- heilsu og eru helstu einkennin of- þyngd, stoðkerfiskvillar, kvíði, þunglyndi og vímuefnaneysla. Jónína A. Sanders er starfs- mannastjóri Eimskips en þar vinna um 1200 manns við margvís- leg og ólík störf. „Eimskip er stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða og ég býst ekki við að við séum laus við þessi vandamál frekar en önnur fyrirtæki. Það er erfitt að nefna eitthvað sérstakt í þessu efni, því að álagstengd einkenni geta birst með margvíslegum hætti. Við mælum reglulega veik- indi og aðrar fjarvistir starfs- manna, greinum ástæður þeirra og grípum til viðeigandi ráðstafana þar sem þörf er á. Þetta gerum við í samráði við starfsfólkið okkar.“ Starfsfólk Eimskips sinnir ólíkum störfum, þar vinna t.d. hafnarstarfsmenn, sjómenn og skrifstofufólk. Jónína merkir ekki mun á milli hópanna þegar horft er til vandamála sem tengjast lífs- gæðakapphlaupinu. „Ég tel að ekki sé mikill munur á milli starfshópa hvað þetta varðar. Hinsvegar geta líkamleg einkenni verið ólík eftir eðli starfa hverju sinni.“ Fólkið - ekki samfélagið Skiptar skoðanir eru um hvers vegna fólk hleypur á harðaspretti eftir öllum heimsins gæðum, hvað sem þau kosta. Sumir halda því fram að „sam-félagið“ krefjist þess af okkur, aðrir eru þeirrar skoðunar að einstaklingarnir sjálfir ráði för. Jónína er í síðar- nefnda hópnum. „Ég veit ekki hvort hægt sé að segja að „samfé- lagið“ geri miklar kröfur til fólks, ég vil heldur segja að oft lætur fólkið sjálft umhverfið hafa of mikil áhrif á sig og gerir oft á tíð- um óraunhæfar kröfur til sjálfs sín. Fólk vill standa sig á öllum vígstöðvum og í framhaldinu læt- ur eitthvað undan. Það er bara spurning um hvað það er.“ Jónína segir Eimskip, líkt og mörg önnur fyrirtæki, vel meðvit- að um mikilvægi starfsumhverf- isins og gera sitthvað til að starfs- fólki líði vel. „Eimskip hefur til margra ára verið framarlega í að skapa starfsfólki sínu öruggt og heilsusamlegt umhverfi. Við feng- um á síðasta ári viðurkenningu frá framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins vegna evrópsks samstarfsverkefnis á sviði and- legrar heilsueflingar,“ segir hún. Starfsmönnum eru veittir styrkir meðal annars til þess að stunda líkamsrækt, hætta að reykja og fara í skoðun vegna krabbameinsleitar. „Við erum líka með fjölbreytt fæði í mötuneytum fyrirtækisins þar sem starfsmenn geta fengið heilsusamlegt fæði ef þeir vilja,“ segir Jónína. „Starfs- mannafélagið okkar er mjög virkt og stendur meðal annars fyrir íþróttamótum og öðrum viðburð- um þar sem fjölskyldan getur tek- ið þátt. Við teljum að með því að leggja áherslu á gott og heilsu- samlegt umhverfi starfsmanna okkar, þá getum við skapað skemmtilegan vinnustað sem end- urspeglar gildin okkar þrjú sem eru árangur, samstarf og traust.“ Tillögur til úrbóta Fagráðið um heilsueflingu ger- ir nokkrar tillögur um leiðir til þess að vinna gegn hinni nei- kvæðu þjóðfélagsþróun sem tí- unduð er í skýrslunni. Allir sem hafa hag af bættri þjóðarheilsu verða að axla ábyrgð og vinna að sameiginlegum markmiðum, seg- ir fagráðið. Ríki og sveitarfélög þurfa að setja sér heilsueflingar- stefnu og beita þarf heilbrigðis- mati við undirbúning allra ákvarðana sem geta haft áhrif á líf og heilsu íbúa. Þá er bent á það að markviss fjölskyldustefna sveitarfélaga og skipuleg fjölskylduvernd heilsu- gæslunnar geti breytt uppvaxtar- aðstæðum barna og unglinga og að leita þurfi skipulega að börnum sem séu líkleg til að stríða við geðræn vandamál. Efla þurfi þekkingu á lýðheilsu með auknum rannsóknum og upplýsingaöflun og síðast en ekki síst segir ráðið að efla þurfi heilsugæsluna og gera hana að máttarstólpa heilsu- verndar og forvarnarstarfs. Með þessu megi hugsanlega stýra þjóðinni af hinni óheillavæn- legu braut, sem fagráð Landlæknis telur greinilega, samkvæmt hinni nýbirtu skýrslu, að þjóðin sé á. bjorn@frettabladid.is 25SUNNUDAGUR 14. mars 2004 Ég veit ekki hvort hægt sé að segja að „samfélagið“ geri miklar kröfur til fólks, ég vil heldur segja að oft lætur fólkið sjálft umhverfið hafa of mik- il áhrif á sig og gerir oft á tíðum óraunhæfar kröfur til sjálfs sín. Fólk vill standa sig á öllum vígstöðvum og í framhaldinu lætur eitthvað undan. Það er bara spurning um hvað það er. ,, NÝTT Á LEIGUMARKAÐI!Heimkynni ehf, bjóða nýjar og glæsilegar íbúðir viðÞórðarsveig, til útleigu á almennum leigumarkaði. Þórðarsveigur 32-36 er nýtt 33ja íbúða fjölbýlishús, vel staðsett í fögru umhverfi Reynisvatns. Um er að ræða 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru fullbúnar innréttingum og tækj- um. Sér inngangur er í allar íbúðir. Suðurgarður hússins nýtur skjóls af stórum gamalgrónum trjálundi, sem umlykur garðinn og gerir hann að afar fjölskylduvænu útivistarsvæði. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU Á VEFNUM OKKAR H E I M K Y N N I . I S . JÓNÍNA A. SANDERS Hún er starfsmannastjóri Eimskips en þar vinna um 1200 manns við margvísleg og ólík störf. „Við mælum reglulega veikindi og aðrar fjarvistir starfsmanna, greinum ástæður þeirra og grípum til viðeigandi ráðstafana þar sem þörf er á.“ ssuð þjóð í vanda

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.