Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 2
ENN VOPNAÐUR Hörðustu stuðningsmenn fyrrum forseta eru enn vopnaðir og vekur það ugg í Haítí. Haítí: Nýja stjórnin tekur við HAITI, AP Ný ríkisstjórn tók við völdum á Haítí í gær en sætti strax gagnrýni fyrir að þar var ekki að finna neinn ráðherra úr flokki Jean-Bertrand Aristide, fyrrum forseta. Yvon Neptune, sem steig af stóli forsætisráðherra eftir brott- hvarf Aristide, sagði að nýja stjórnin gæti ekki með nokkru móti kallast einingarstjórn þjóð- arinnar meðan fyrrum valdhafar væru útilokaðir frá embættum. ■ 2 18. mars 2004 FIMMTUDAGUR „Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.“ Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður, sem varð nýverið 27 ára, hefur lagt fram þingsályktunar- tillögu þar sem lagt er til að þunglyndi meðal eldri borgara sé rannsakað sérstaklega. Spurningdagsins Ágúst Ólafur, ertu nú þegar farinn að kvíða ellinni? ■ Norðurlönd Norðurál selt fyrir tíu milljarða Stefnt er að því að nýir eigendur eignist álver Norðuráls í Hvalfirði í vor. Bjartsýni um áliðnaðinn réði því að tilboð barst í álverið sem erfitt var að hafna. Heildarkaupverð álversins er um tíu milljarðar króna. STÓRIÐJA Gengið hefur verið frá sölu tæplega helmingshlutar í Norðuráli til bandaríska álfyrir- tækisins Century. Stefnt er að því að gengið verði frá því fyrir vorið að Century kaupi Norðurál að fullu af fyrirtæki Kennteth Peter- son, Columbia Ventures. Kaup- verðið er 75 þúsund dollarar, eða um fimm milljarðar króna. Gangi kaupin alla leið mun Columbia Ventures fá tíu milljarða ís- lenskra króna fyrir álverið. Ragnar Guðmundsson fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Norð- uráls, segir að Peterson hafi fengið gott tilboð í Norðurál. Útlit- ið á álmörkuðum sé gott og menn því tilbúnir að greiða hátt verð fyrir fyrirtækið. Norðurál vill auka fram- leiðslugetu ál- versins úr 90 þúsund tonnum í 180 þúsund tonn. „Þetta styrkir Norð- urál til lengri tíma litið. Við getum notið góðs af samvinnu í tæknimál- um.“ Ragnar segir að fyrir liggi fullur vilji nýrra eigenda til þess að vinna áfram að fyrirhugaðri stækkun. „Það eru ekki fyrirhugað- ar neinar breytingar á starfsem- inni.“ Ragnar segir líkur á stækkun álversins fara vaxandi og stefnt að því að vinnu við orkusamning liggi fyrir undir lok mánaðar. Undir- skrift orku samnings liggi fyrir innan mánaðar frá lokum þeirrar vinnu. Kenneth Peterson segir sölu Norðuráls ekki hafa áhrif á aðrar fjárfestingar sínar hér á landi. Columbia Ventures er kjöl- festueigandi í Og Vodafone. „Við munum jafnvel auka þær með ein- um eða öðrum hætti. Mér fellur afar vel við Ísland og ég kann virkilega orðið að meta hagkerfið og hina frábæru íbúa landsins,“ segir Kenneth Peterson, eigandi Columbia Ventures. Hann segist hafa lagt sig fram um að velja góðan kaupanda að Norðuráli og segist hafa trú á því að Century og Norðurál muni eiga vel saman. Craig A. Davis, stjórnarformað- ur og forstjóri Century, segir álver Norðuráls á heimsmælikvarða. „Kaupin eru mikilvægt skref í yf- irlýstri stefnu fyrirtækisins um að ná aukinni hagkvæmni og að ná meiri landfræðilegri dreifingu fyrirtækjanna.“ Century rekur þrjár álverksmiðjur í Bandaríkj- unum. Hann segir efnahagsum- hverfi Íslands ákjósanlegt og væn- legt fyrir fjárfesta. „Þar við bæt- ast miklir möguleikar á orkufram- leiðslu með vatnsafli og gufuafli.“ haflidi@frettabladid.is Lögreglan í Keflavík: Yfirheyrslum vegna barnsláts lokið LÖGREGLUMÁL Yfirheyrslum lög- reglunnar í Keflavík vegna and- láts barns eftir bráðakeisara- skurð á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja er nú lokið. Er gert ráð fyr- ir að rannsóknargögnin verði send sýslumannsembættinu í Keflavík í lok þessarar viku eða byrjun næstu. Embættið sendir málið síðan áfram til ríkissak- sóknara telji það ekki frekari lög- reglurannsóknar þörf. Hlutaðeigandi starfsfólk Heil- brigðisstofnunarinnar hefur mætt til yfirheyrslu hjá lögreglunni, en einnig hefur verið tekin skýrsla af aðstandendum þess. Samkvæmt greinargerð setts landlæknis í málinu, Jóns Hilmars Alfreðsson- ar, er orsök andláts barnsins talin vers súrefnisskortur, sem verið hafi afleiðing af áhrifum deyfi- efnisins marcains. Telur land- læknir líklegt, að verulegt magn af lyfinu hafi borist í barnið, en læknirinn sem tók á móti því hafði deyft móðurina með deyfiefninu í legháls í fæðingunni. Lögmaður aðstandenda barns- ins, Dögg Pálsdóttir, vinnur að málinu fyrir þeirra hönd. Að hennar sögn er verið að skoða næstu skref í því. Þá kemur til greina að lögmaðurinn sendi heil- brigðisráðuneytinu bréf vegna vinnu setts landlæknis í málinu. ■ Bensínorkan: Gert að standa við stóru orðin SAMKEPPNISMÁL Vegna erindis frá Atlantsolíu um notkun Bens- ínorkunnar á slagorðinu „Orkan – alltaf ódýrust“ hefur Samkeppnis- stofnun gert að skilyrði að félagið standi við orð sín og bjóði ætíð besta verðið á landinu. Telur stofn- unin að annars sé um brot á ákvæð- um samkeppnislaga að ræða. Segir í umsögn að slagorðið sé mjög afger- andi svo gera verði ríkar kröfur um að fyrirtækið standi við slagorð sitt, annars þurfi að koma til aðgerða samkeppnisyfirvalda. ■ Framtíð Tetra Íslands: Enn í óvissu TETRA ÍSLAND Ekki er búið að ganga frá samningum við kröfuhafa vegna skulda Tetra Íslands. Í bréfi frá lögmanni félagsins var óskað eftir svari frá kröfuhöfum um tillögu að frjálsum eftirgjafa- samningum á hádegi í gær. Sá frestur rann út án þess að endan- leg lausn fyndist á málefnum Tetra Íslands. Björn Líndal, lögmaður Rafals, eins kröfuhafanna, segir að um- bjóðandi sinn hafi enn sem komið er ekki viljað fallast á þær hug- myndir sem Tetra Ísland hafi sett fram um úrlausn mála. Hins veg- ar séu viðræður enn í gangi. Jón Pálsson, framkvæmda- stjóri Tetra Íslands, segir að mál séu í eðlilegum farvegi og verið sé að fara yfir þau viðbrögð sem félaginu hafi borist við bréfa- skriftum síðustu daga. ■ Nýr eigandi Norðuráls: Lítill í mikl- um vexti STÓRIÐJA Century Aluminium var stofnað af svissneskum fjárfestum árið 1995 og var skráð á hluta- bréfamarkaði í Bandaríkjunum árið 1996. Century starfrækir í dag þrjú álver í Bandaríkjunum, eitt 170 þúsund tonna álver í Vestur- Virginíu, annað 244 þúsund tonna álver í Kentucky auk þess sem fyr- irtækið á tæplega helmingshlut á móti Alcoa í 222 þúsund tonna ál- veri í Suður-Karólínu. Ársvelta fyr- irtækisins er í dag tæplega 800 milljónir dollara og markaðsvirði þess er um 560 milljónir dollara. Fyrirtækið er þó töluvert minna að vöxtum en Alcan sem rekur ál- verið í Straumsvík og Alcoa sem stendur að Reyðaráli. ■ DÖGG PÁLSDÓTTIR Lögmaður aðstandenda barnsins. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra: Þakklát fyrir Peterson STÓRIÐJA „Ég mun sakna Kenn- eths Peterson sem ég hef átt góðs samskipti við,“ segir Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um sölu Col- umbia Ventures á Norðuráli. Hún bætir því við að Peterson sé þrátt fyrir þetta ekki á förum úr íslensku viðskiptalífi. „Hann kom hingað á örlagastundu í okkar atvinnulífi og við erum þakklát fyrir það að hann ákvað að fjárfesta hér.“ Valgerður seg- ist hafa sagt það við hátíðlegt tækifæri hjá Norðuráli að Peter- son hefði komið, séð og sigrað. „Mér finnst alveg óhætt að segja það um þennan mann.“ Valgerður segir að Peterson hafi eytt þeim efasemdum sem voru um hann í upphafi. „Hvað varðar þennan nýja fjárfesti þá þekki ég ekki mikið til hans, en veit að hann er þekktur í þess- um rekstri. Ég held að fjárfest- ingin sé ákveðin viðurkenning á því að skilyrði til fjárfestingar hér séu góð.“ Valgerður segir Peterson hafa komið á sig skila- boðum í fyrrakvöld um þessi viðskipti. Hún segir ráðuneytið ekki munu leita sérstaklega eftir fundi við nýja eigendur. „Ég reikna með að hitta þá þeg- ar þeir koma hingað í sína fyrstu heimsókn.“ ■ GÓÐ SKILYRÐI Valgerður Sverrisdóttir segir kaup Century á Norðuráli viðurkenningu á því að skilyrði hér á landi til fjárfestingar séu góð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S IG . J Ö KU LL ROCKNES Á RÉTTAN KJÖL Hafist var handa við að koma flakinu af Rocknes á réttan kjöl í gær en skipinu hvolfdi fyrir utan Björgvin í Noregi í janúar. Kostnaður við að- gerðirnar er áætlaður um 700 milljónir íslenskra króna. Átján fórust þegar slysinu hvolfdi og er talið að tvö lík séu enn í skipinu. Þjónar Allah: Ólík öðrum hótunum PARÍS, AP Sérfræðingar frönsku leyniþjónustunnar sem hafa skoðað bréf frá íslömskum samtökum sem hótuðu hryðjuverkum í Frakklandi segja það ekki líkjast dæmigerðum skilaboðum frá íslömskum öfga- hópum, en gefa ekki upp að hvaða leyti það er frábrugðið þeim. Í bréfi „Þjóna Allah hins almáttuga og vísa“ sagði að bann franskra stjórn- valda við að múslimar bæru slæður í skólum hefði gert Frakkland að óvini íslams. ■ KENNETH PETERSON Hyggst ekki draga úr öðrum fjárfestingum sínum hér á landi. ÁLVER SELT Kenneth Peterson hefur ákveðið að selja álverið í Hvalfirði fyrir tíu milljarða króna. Ef skil- yrði kaupsamnings verða uppfyllt eignast bandaríska álfyrirtækið Century Norðurál í vor.„Þetta styrk- ir Norðurál til lengri tíma lit- ið. Við getum notið góðs af samvinnu í tæknimálum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.