Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 30
til London og Kaupmannahafnar frá 1. apríl Tvisvar á dag ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Páskafríið: Draumurinn að fara á skíði Ég ætla að fara heim á Eskifjörðum páskana,“ segir Dagný Jónsdóttir þingkona, sem grípur fegin tækifærið að hugsa um lang- þráð páskafrí í miðjum þingönn- um. „Draumurinn er náttúrlega að eyða þessum dýrmætu frídögum í Oddsskarðinu á skíðum. En það lít- ur nú ekki alltof vel út með það. Ef enginn snjór verður ætla ég bara að keyra um og njóta náttúrunnar með því að fara í göngutúra og vera úti. Það verður örugglega gott veður. Páskarnir klikka sjald- an fyrir austan. Sjö-níu-þrettán,“ segir Dagný og bankar í tré. „Ég ætla að reyna að fá eina systur mína með mér austur þannig að ég hafi nú einhvern félagsskap. Ég hef voða lítinn tíma haft meðan þingið er starfandi til að vera bara heima á Eskifirði, þannig að ég ætla nú að halda mig mest þar. Það verður tekinn góður tími í afslöppun.“ Dagný segist yfirleitt ferðast meira hér heima en erlendis. „Ég er voðalegur heimalningur,“ segir hún hlæjandi. „En mér finnst gam- an að fara til útlanda.“ Dagný seg- ist reyna að ferðast um landið og taka fyrir einhver ákveðin svæði. „Ég er því miður ekki það vel búin að ég geti farið mikið um hálendið, er ekki á jeppa. Þannig að ég held mig á láglendinu.“ Dagný er ekki búin að skipu- leggja nein ferðalög í sumarfríinu, en hún og vinkona hennar ætla að hafa augun opin fyrir einhverri öðruvísi og spennandi ferð. „Við erum opnar fyrir öllu. Ætli við endum ekki á Grænlandi.“ audur@frettabladid.is Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 Nýr Netsmellur Ódýrastir til Evrópu Verð frá 14.490 kr. hjólaferð við ræturgÓÐa ferÐ! 22. - 29. júní KÍKTU Á SÉRÐFERÐIR FERÐAÞJÓNUSTU BÆNDA www.sveit.is alpanna Við erum komnir til Taílandsaftur eftir nærri viku í Pek- ing. Við kunnum betur að meta hitann hérna en kuldann í Peking. Við munum vera hérna í viku og það verður nóg um að vera á með- an. Þórir fer í fimm daga köfunar- ferð til Similan- og Surin-eyja ásamt því að fara til Richelieu rock. Richelieu rock er talið vera einn af bestu köfunarstöðum í heimi og þar eru mestar líkur á að sjá hvalhákarl í öllu Taílandi og sennilega víðar. Hvalhákarlinn er stærsti hákarl sem til er í heimin- um, en hann er svifæta og því stafar lítil hætta af honum. Það verður því mjög gaman að sjá hann og fá tækifæri til þess að geta synt með þessum blíða risa. Á meðan Þórir syndir á meðal hákarla, marglytta og annarra kynjafiska sest Gunnar á skóla- bekk. Gunnar ætlar nefnilega að nýta tímann til þess að læra að kafa á meðan Þórir er úti á sjó. Ekki er annað hægt að segja en Gunnar kunni vel við sig í vatninu og gengur kennslan vel. Heimur- inn undir vatnsyfirborðinu er heillandi og ekki spillir fyrir að það er eins og maður sé að synda í risastóru fiskabúri þegar maður kafar hérna í Taílandi. Sjáið myndir frá ferðinni á heimasíðunni okkar: heims- fari.com. Með kveðju úr 35 stiga hita í Phuket á Taílandi, Þórir og Gunnar ■ KARONSTRÖND Í PHUKET Gunnar og Þórir eru nú við köfun í Taílandi. Synt í risastóru fiskabúri Heimsferð GUNNAR OG ÞÓRIR ■ skrifa ferðapistla úr 120 daga heimsreisu sinni. DAGNÝ JÓNSDÓTTIR Ætlar að keyra austur um páskana og njóta útiveru í heimabyggð. Ferðaskrifstofan Bjarmalandskipuleggur sumarferð til tveggja stærstu borga Rússlands í byrjun júní í sumar. Flogið er gegnum Stokkhólm til Moskvu sem skoðuð er hátt og lágt. Moskva hefur upp á margt að bjóða, stjórnarsetrið – virkið Kreml verð- ur heimsótt og aðrir markverðir staðir. Farið verður í sveitaferð til klausturborgarinnar Sergiev Possad (áður Zagorsk), sem er 75 km fyrir norðan Moskvu. Seinni hluta ferðarinnar er varið í Sankti Pétursborg en þangað verð- ur farið með lest. Pétursborg er ein af fegurstu borgum heims. Þar verður Hermitage-listasafnið fræga, sem áður var vetrarhöll keisarafjölskyldunnar, skoðað sem og sumarhöllin fyrir utan borgina. Auk þess minjar um heimsstyrjöld- ina síðari og Leníngradumsátrið. Um mánaðamótin mars, apríl verður haldin kynning vegna þess- arar ferðar. Hún verður nánar aug- lýst síðar. Allar nánari upplýsingar veitir Haukur Hauksson í síma 007 916 125 12 90 og netfanginu bjarmaland@strik.is. Einnig má leita upplýsinga á vefsíðunni austur.com ■ Perlur Moskvu og Pétursborgar: Rússland í sumar FRÁ MOSKVU Þangað er hægt að fara með ferða- skrifstofunni Bjarmalandi í júní. HVAÐ HEFURÐU KOMIÐ TIL MARGRA LANDA Í HEIM- INUM? Á síðunni world66.com/myworld66 er hægt að reikna út hversu mörg prósent af heiminum þessi lönd eru. Ýmsar fróðlegar upplýsing- ar um lönd heimsins er að finna á síðunni – og sá sem skráir sig getur bætt upp- lýsingum við og þannig skipst á hagnýtum upplýs- ingum við aðra ferðalanga heimsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.