Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 16
16 18. mars 2004 FIMMTUDAGUR Á VERÐI Í PARÍS Franskir hermenn, vopnaðir hríðskotariffl- um, vöktuðu Eiffelturninn í París í gær. Varnarviðbúnaður í Frakklandi hefur verið aukinn verulega eftir árásirnar í Madríd í síðustu viku og vegna hótana sem hafa borist um hryðjuverk. Mikill áhugi á íslenskunámi: Vinnuálag og lág laun standa í vegi MÁLSTOFA Fólk af erlendum upp- runa sem kemur til að setjast að hér á landi hefur mikinn áhuga á að læra íslensku. Þetta kom fram á málstofu sem samtök kvenna af erlendum uppruna stóðu fyrir. Á málstofunni var einnig talað um margt annað sem stendur í vegi fyrir því að sá vilji fólksins geti náð fram að ganga. Mikið vinnuálag er á þessu fólki og dýrt nám sé því ekki inn í myndinni. „Það vantar einnig betri náms- gögn eins og t.d. orðabækur,“ seg- ir Anh-Dao Tran, formaður sam- taka kvenna af erlendum upp- runa. Fram kom að stór hluti inn- flytjenda er í láglaunavinnu og þarf því að vinna langan vinnudag til að sjá fyrir sér og sínum. Þeirri hugmynd var varpað fram hvort ekki mætti leysa þann vanda með því að kenna á vinnu- tíma og veita fjárhagsaðstoð, líkt og gert er í Noregi og Svíþjóð. Áhuginn hjá fólkinu er mikill og viljann til að læra málið vantar yfirleitt ekki. Ahn-Dao segir samt að erfitt sé fyrir fólk úti á landi að sækja námskeið. „Á minni stöðum út á landi eru oft ekki nema eitt til tvö námskeið á ári.“ ■ Nokkurra ára bið eftir launum Opinberir starfsmenn í Mið-Afríkulýðveldinu hafa margir hverjir ekki fengið greitt í eitt, tvö eða jafnvel þrjú ár. Í landi mikilla náttúruauðlinda og tíðra valdarána býr almenningur við mikla fátækt. MIÐ-AFRÍKULÝÐVELDIÐ, AP Jacques Wagandji hefur ekki fengið launa- hækkun í nítján ár og síðasta árið hefur hann ekki fengið greidd nein laun. Þrátt fyrir það heldur hann áfram að mæta í vinnuna á sjúkrahúsinu í Bangui í Mið-Afr- íkulýðveldinu í von um að úr ræt- ist. Wagandji er fjarri því undan- tekning í þessu í landi þar sem ríkisstarfsmenn eru farnir að venjast því að fá launin ekki greidd á réttum tíma. Íbúar þessa s á r a f á t æ k a Afríkuríkis, sem þó er ríkt að náttúruauðlind- um á borð við gull og demanta auk úrans, hafa fyrir löngu lært að það getur verið auðveld- ara að treysta á valdarán og upp- reisnir en að fá launin greidd. Margir opinberir starfsmenn hafa ekki fengið laun sín greidd í eitt ár, tvö ár eða jafnvel lengur. Valdarán og uppreisnir hafa verið tíð síðan landið fékk sjálfstæði fyrir tæpri hálfri öld, einkum á síðustu árum þegar hermenn hafa mótmælt því að fá laun sín ekki borguð. Kennarar hafa farið í verkfall til að þrýsta á um að fá launin sín greidd. Skólar í höfuðborginni lokuðust og tugþúsundir nemenda misstu af menntun í upp undir ár. „Ég er hættur að reikna saman hvað stjórnvöld skulda mér í ógreidd laun,“ segir Jean-Louis Ndama háskólaprófessor sem er í hópi kennara sem hafa ekki feng- ið greidd laun í þrjú ár. „Það eina sem ég hugsa um þegar ég vakna er að finna eitthvað sem ég get borðað.“ Ár er liðið síðan hershöfðing- inn Francois Bozize steypti for- seta Mið-Afríkulýðveldisins af stóli og tók völdin í sínar hendur. Hann lofaði að breyta ímynd landsins, sem hefur löngum verið þekkt sem harðstjórnarríki – ekki síst í tíð Jean-Bedel Bokassa sem var sakaður um að borða andstæð- inga sína. Bozize hefur þó ekki getað greitt laun frekar en forver- ar hans. Ríkissjóður var tómur þegar hann tók við völdum og það hefur ekki breyst að ráði. Fjár- málaráðherra hans hefur sagt að skipta verði auðnum jafnar og hefur lagt til efnahagsumbætur og þriðjungs lækkun launa opin- berra starfsmanna, nokkuð sem fer fyrir brjóstið á þeim sem eiga inni margra mánaða og jafnvel margra ára ógreidd laun. ■ Kjarnorkueftirlit: Íran heitir samvinnu TEHERAN, AP „Írönsk stjórnvöld eru reiðubúin að vinna með Alþjóða- kjarnorkumálastofnuninni til að sýna fram á að kjarnorkuáform þeirra eru friðsamleg,“ sagði Mo- hammad Khatami, forseti Írans, í gær en tók þó fram Íranar yrðu að vera vissir um að Bandaríkin gætu ekki látið líta út fyrir að Íranar brytu gegn alþjóðlegum skuld- bindingum. Khatami sagði Bandaríkja- stjórn beita Alþjóðakjarnorku- málastofnunina og aðildarríki hennar miklum þrýstingi um að saka Írana um að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum. ■ „Ég er hætt- ur að reikna saman hvað stjórnvöld skulda mér í ógreidd laun“                !            " #$%&   %'( )  *  ) +  )  %','  - .%&    ) '$  '   !                                                                            !"#$ ! %   &!!!'(         HERMENN Í ÍRAK Japanskir hermenn afhenda lyf og sjúkra- gögn á sjúkrahúsi í Írak. Japanskir þingmenn: Herinn ekki landbundinn TÓKÝÓ, AP Meirihluti japanskra þingmanna vill breyta stjórnar- skrá landsins sem bannar beit- ingu japanska hersins utan Japan. Samkvæmt könnun dagblaðsins Yomiuri vilja 83% aðspurðra þingmanna, 52% allra þingmanna, breyta ákvæðinu um herinn eða afnema það en því var upphaflega komið fyrir í stjórnarskránni af bandarískum höfundum hennar eftir seinni heimsstyrjöld. Mikil umræða hefur farið fram í Japan um hvort beita eigi hern- um erlendis. Um þúsund hermenn hafa verið sendir til hjálparstarfa í Írak. ■ Heilbrigðisráðherra: Notkun sýklalyfja verði skráð HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Jón Kristjánsson hefur kynnt ríkis- stjórn frumvarp þar sem gert er ráð fyrir að sýklalyfjanotkun verði skráð. Brýnt er talið að fylgjast með n o t k u n s ý k l a l y f j a vegna hætt- unnar á ónæmi fyrir sýklalyfjum sem getur verið ógnun við heilsufar manna. Bæði Alþjóðaheil- brigðismála- s t o f n u n i n (WHO) og Evrópusam- bandið hafa hvatt aðild- arþjóðir sínar til þess að fylgj- ast með notkun sýklalyfja af þessum sökum. Gert er ráð fyr- ir að upplýsingar um sýklalyfja- notkun verði ópersónugreinan- legar og er sóttvarnalækni falið að mæla fyrir um tilhögun skráningar og öryggi persónu- upplýsinga. ■ FRÁ MÁLSTOFU Það var þétt setið og margir athyglisverðir punktar komu fram. HEILBRIGÐISRÁÐ- HERRA Vill láta skrá sýklalyfja- notkun. NOTHÆFU EFNI SAFNAÐ Í yfirgefnum byggingum má finna bygg- ingarefni og fleiri hluti sem fólk getur not- að eða skipt fyrir annað. VEITT Í SOÐIÐ Veiðimennirnir á Obanguifljóti geta veitt sér til matar og eru að því leytinu betur settir en þúsundir launþega. Að auki selja þeir afla sinn en það er misjafnt hverjir hafa efni á hon- um.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.