Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 32
Leikarinn og kvikmyndafram-leiðandinn Tom Cruise hefur ráðið stórlaxinn Steven Spiel- berg til þess að leikstýra gælu- verkefni sínu, War of the Worlds, sem byggt verður á sam- nefndri sögu H. G. Wells. Cruise hefur verið að undir- búa gerð myndarinnar í rúmt ár og þessi fengur mun líklegast verða til þess að greiða leið hennar upp á hvíta tjaldið. Sagan kom upprunalega út árið 1898 og var fyrst kvikmynd- uð árið 1953 undir leikstjórn Byron Haskin. Sú mynd er tíma- laust meistarastykki. Eins og flestir vita fjallar sagan um það að innrásarher frá rauðu plánet- unni Mars ræðst á jörðina. Mars- búarnir eru vopnaðir stærðar- innar stríðsvélum með þrjár lappir sem skjóta hitageislum. Ekki er vitað hvort sögunni verður breytt mikið eða hún færð inn í nútímann. Auðvitað ætlar Tom Cruise að leika aðalhlutverkið. Ekki búast við myndinni í bíó fyrr en í fyrsta lagi árið 2006. ■ 18. mars 2004 FIMMTUDAGUR ■ Kvikmyndir Whale Rider „Þema myndarinnar er fjölþátta og fjallar um fjölskyldutengsl, leit að viðurkenn- ingu, mátt þjóðsagna og áhrif nútímans á gamlar hefðir. Það ríkir mystísk stemning yfir myndinni, sem minnir mig óneitan- lega á stílbragð eins okkar ástsælasta leikstjóra (vísbending: hann er með yfir- varaskegg). Whale Rider er nútímaþjóð- saga, ævintýri án tæknibrellna, mann- eskjuleg og uppbyggjandi.“ KD Stuck on You „Ljósi punkturinn í þessari ládeyðu eru Matt Damon og Greg Kinnear, sem leika tvíburana samvöxnu. Báðir eru þeir fanta- góðir gamanleikarar og halda myndinni algjörlega uppi. Sena þar sem þeir eru að slást hvor við annan er nokkuð góð og tókst mér að stynja upp smá hlátri. Einnig er gamli refurinn Seymour Cassel í hlutverki umboðsmanns á elliheimili býsna eftirminnilegur. Farelly-bræður verða hinsvegar að koma með eitthvað aðeins frumlegra næst til að endurvekja áhuga minn á gamanmyndum þeirra.“ KD School of Rock „School of Rock er ein af þessum sjald- gæfu grínmyndum þar sem góð hug- mynd er nýtt á réttan hátt og sneitt er framhjá öllum fyrirsjáanlegum klisjum. Fyrst þegar ég sá Jack fyrir framan hóp af krökkum óttaðist ég að myndin yrði vatnsþynnt og væmin, það er hún ekki um of. School of Rock er ekki bara góð, hún er stórkostleg. Ein fyndnasta mynd sem ég hef séð í bíó lengi. Að lokum vil ég, af einlægni, mæla með því að rokkkennsla sem slík verði tekin upp í skólum. Þetta er einfaldlega frábær hug- mynd! BÖS SMS um myndirnar í bíó LWHALE RIDER Gagnrýnandi Fréttablaðsins heillaðist af mystísku yfirbragði myndarinnar Whale Rider. 32 INNRÁSIN FRÁ MARS Margar útgáfur eru til af ævintýri H.G. Wells. Þessi teikning er tekin af plötukápu frábærs tónverks Jeffs Wayne eftir sögunni. Cruise og Spielberg berjast við marsbúa Sjónvarps- löggur í bíó KVIKMYNDIR Hann er orðinn ansi langur listinn yfir bandaríska sjón- varpsþætti sem hafa öðlast fram- haldslíf á hvíta tjaldinu. Á síðustu árum hefur borið einna mest á Mission: Impossible og Charlie´s Angels. Leikstjórinn Brian De Palma tók að sér að laga Mission: Impossible þættina að kvikmynda- forminu en hann hafði áður gert það sama við gömlu svart/hvítu The Untouchables þættina. Þá hafa Star Trek, Dragnet, The Saint, The Avengers, The Brady Bunch, The Beverly Hillbillies og X-Files allir fengið þessa meðferð með misjöfnum árangri og það þarf því svo sem engan að undra að löggu- þættirnir um Starsky og Hutch skuli nú fylla þennan flokk. Þættirnir nutu gríðarlegra vin- sælda á árunum 1975 til 1979 og voru enn á góðri siglingu þegar framleiðslu þeirra var hætt. Það þótti kveða við nýjan tón í þessum diskólögguþáttum og aðal- persónurnar, Dave Starsky og Ken „Hutch“ Hutchinson, fóru óhefð- bundnar leiðir í baráttu þeirra við glæpahyskið í Bay City. Þeir hik- uðu til að mynda ekki við að brjóta reglur ólíkt forverum þeirra í þátt- unum Dragnet og Adam-12 og áttu í vafasömu sambandi við uppljóstr- arann Huggy Bear sem rapparinn Snoop Dog leikur í bíómyndinni. Starsky og Hutch voru líka með stílinn á hreinu og voru í réttu föt- unum, með tískuklippingu og brun- uðu um á eldrauðum og heittelskuðum Ford Gran Torino bíl Starskys. Það eru félagarnir Ben Stiller og Owen Wilson sem taka við hlutverk- um löggufélagana af þeim Paul Michael Glaser og David Soul og þykja smellpassa í hlutverkin. Still- er stökk á tækifærið til að leika Starsky og þykir ná forvera sínum, Glaser, ótrúlega vel. Þá lá beinast við að fá góðkunningja Stillers, Owen Wilson, til að leika félagann enda persóna Hutch sniðin að kæru- leysislegu yfirbragði leikarans margnefbrotna. „Það var fullkomlega eðlilegt að fá Owen í þetta vegna þess að við erum vinir og vinátta er grunnurinn að félagsskap Starskys og Hutch. Þeir kunna vel hvor við annan og milli þeirra ríkir gagnkvæmt traust. Ég treysti Owen ekki í eina sekúndu en að öðru leyti erum við mjög líkir Starsky og Hutch. Svo er hann líka ljóshærður. Það réði úr- slitum,“ segir Ben Stiller. ■ Ánokkurra ára fresti komakvikmyndir sem hrista ær- lega upp í meðalmennsku-færi- banda-staðlinum sem virðist alls- ráðandi í Hollywood. Þetta gerist þegar kvikmyndagerðarmað- ur/kona er með sterka sýn og brennandi ástríðu fyrir sögunni sem á að segja. Það leynist engum að ástríða Mel Gibson fyrir Píslar- göngu Krists er sterk og finnst ákafi hans í hverjum ramma myndarinnar, hverju vandar- höggi, hverjum blóðdropa. Leikarinn James Caviezel er sem fæddur í hlutverk Krists og skilar sínu af mikilli sannfæringu. Það er hrein unun að hlusta á þann litla díalóg sem er í myndinni; arameíska, hebreska og latína eru hljómfögur og ljóðræn tungumál. Tónlistin er dálítið áberandi, stundum jafnvel yfirþyrmandi og á köflum stolin beint frá Peter Gabriel. Vandamálið er að þessi flinki leikstjóri hefur í trúarofsa sínum gleymt gullnu reglunni að oft er minna meira. Ofbeldið er svo yfirkeyrt að ég dofnaði fljót- lega upp og missti þar af leiðandi samúð með guðssyninum og fylg- ismönnum hans. Pyntingarnar, blóðsúthellingin og mannvonskan eru teikni- myndaleg, jafnvel klámfengin á köflum og missir myndin og frá- sögnin öll trúverðugleika fyrir vikið. Kærleiksboðskapurinn nær hinsvegar að svamla upp á yfir- borð blóðbaðsins í litlum endur- minningasenum þar sem við sjá- um þann Krist sem ég man eftir sem barn. Það eru þessar senur sem sitja eftir hjá mér og veita smá yl. Engu að síður er þetta ótrúlega merkileg og vel gerð mynd sem vekur upp miklar og stórar spurningar og eflaust mjög persónubundið hvernig hver og einn túlkar hana. Gibson á heiður skilinn fyrir djörfung sína og ástríðu og mættu fleiri leikstjórar fá slíkan anda yfir sig. Kristófer Dignus UmfjöllunKvikmyndir THE PASSION OF THE CHRIST Leikstjóri: Mel Gibson Aðalhlutverk: James Caviezel, Monica Bellucci Barnatrúnni var ég búinn að gleyma STARSKY & HUTCH Ben Stiller og Owen Wilson eru góðir vinir og þetta er í sjötta sinn sem þeir koma saman í mynd en þeir hafa meðal annars leikið saman í The Cable Guy, Meet The Parents, The Royal Tenenbaums og Zoolander.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.