Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 24
24 18. mars 2004 FIMMTUDAGUR
■ Afmæli
■ Andlát
Þennan dag árið 1942 var sett álaggirnar í Bandaríkjunum
sérstök ríkisstofnun, sem átti að
hafa það hlutverk að „hneppa allt
fólk af japönskum uppruna í varð-
hald, umkringja það með her-
mönnum, hindra það í að kaupa
landareignir, og senda það aftur
til fyrri heimkynna þegar stríðinu
lýkur“.
Bandaríkjamenn fylltust bæði
reiði og ótta gagnvart Japönum í
kjölfar árásarinnar á Pearl
Harbour, og það beindist ekki síð-
ur að Japönum sem búsettir voru
innan Bandaríkjanna. Hver ein-
asti Japani var grunaður um
njósnir, hvort heldur hann var rík-
ur eða fátækur, gamall eða ungur.
Tortryggni og reiði beindist
einnig að ítölskum og þýskum íbú-
um Bandaríkjanna á þessum tíma,
en Japanar urðu þó verst úti.
Á vesturströnd Bandaríkjanna
var 120 þúsund manns safnað
saman, jafnt körlum konum sem
börnum. Allt þetta fólk var flutt í
einangrunarbúðir á nokkrum
stöðum í Bandaríkjunum. Aðstæð-
ur þar voru lítið skárri en í fang-
elsum.
Árið 1990 fengu þeir sem enn
voru á lífi sem og erfingjar þeirra
afsökunarbeiðni frá bandarísku
stjórninni og ávísun upp á 20 þús-
und dali. ■
Unnur Ólafsdóttir, Básbryggju 5,
Reykjavík, er sjötug. Unnur verður að
heiman á afmælisdaginn.
Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur er
66 ára.
Pétur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri
þingflokks Framsóknarflokksins, er 44
ára.
Leifur B. Dagfinnsson kvikmyndagerð-
armaður er 36 ára.
Ég ætla að reyna að ná mér afflensunni sem ég hef verið
með síðan á laugardaginn svo ég
geti farið í vinnu aftur á föstu-
dagsmorgun,“ segir sjónvarps-
maðurinn Heimir Karlsson, sem
er 43 ára í dag. „Rúna, konan mín,
bakar yfirleitt tertu handa mér.
Hún er fantagóður bakari.“ Hann
bætir því við uppáhaldskakan sín
sé hin gamla góða súkkulaðikaka.
„Ég get því miður ekki gert mikið,
þannig að ég er bara inni en auð-
vitað mun ég fylgjast með Bítinu,
bara frá öðru sjónarhorni.“
Það er ekki oft sem Heimir
hefur náð að fylgjast með sjón-
varpsþættinum sínum sem áhorf-
andi frá því hann byrjaði í janúar.
„Við sem stöndum að þessum
þætti tölum saman á hverjum
degi um það sem hægt sé að gera
betur. Við höfum verið að reyna
að létta þáttinn aðeins, reyna að
gera hann hressari. En stundum
þegar svo ber undir verður að
fjalla um málefni sem flokkast
undir alvarleg mál.“
Þegar Heimir er spurður að
því hvaða flokk Leoncie hafi átt
að tilheyra segir Heimir hana
dæmi um manneskju sem hafi
verið í sviðsljósinu og fólk horfi
þegar hún er í sjónvarpinu. „Við
vildum spyrja hana hvort væri
eitthvað að marka það sem hún
hafði verið segja um kynþáttafor-
dóma eða hvort þjóðin væri bara
að hafna henni sem listamanni.
Við ætluðum að fá hana til að spila
og syngja en því miður fór þetta
svona. Sumir hafa sagt það dóm-
greindarleysi að fá hana í þáttinn
en enginn hefði getað séð þetta
fyrir.“
Það er ekki erfitt fyrir Heimi
að rifja upp eftirminnilegt af-
mæli. „Alveg frá fæðingu hef ég
verið aðeins í búttaðra lagi. Þegar
ég varð þrítugur þá afhentu Sæv-
ar Jónsson, Þorgrímur Þráinsson
og fleiri mér lifandi grís í afmæl-
isgjöf. Hann orgaði svo mikið í
partíinu að ég varð að setja hann
út í bílskúr. Þegar ég ætlaði að
sýna síðasta gestinum grísinn var
hann horfinn og í hans stað lá á
gólfinu skinkubréf og skilaboð
sem á stóð „svona verður þú ef þú
hættir ekki að borða“. Sem betur
fer hef ég borið þá gæfu til að
hlusta ekki á þessa stráka,“ segir
hann kankvís að lokum. ■
Afmæli
HEIMIR KARLSSON ER 43 ÁRA
■ vonast til að hann losni við flensuna
á afmælisdaginn.
INGEMAR STENMARK
Þessi fornfrægi skíðakappi er 48 ára í dag.
18. mars
■ Þetta gerðist
1922 Mohandas K. Gandhi er
dæmdur í fangelsi á Indlandi
fyrir borgaralega óhlýðni.
1931 Fyrsta rafmagnsrakvélin er
sett á markað.
1940 Adolf Hitler og Benito Musso-
lini hittast í Sviss þar sem Ítal-
inn samþykkir að ganga til
liðs við Þjóðverjann í stríði
hans gegn Bretlandi og Frakk-
landi.
1950 Kínverskir þjóðernissinnar,
undir forystu Chiang Kai-
Shek, gera innrás frá Taívan
inn á meginland Kína þar
sem kommúnistar höfðu
komist til valda.
1962 Frönsk stjórnvöld og leiðtogar
alsírskra uppreisnarmanna
gera samning um vopnahlé
eftir átta ára borgarastyrjöld.
1965 Sovéski geimfarinn Aleksei
Leonov verður fyrsti maðurinn
til að bregða sér í geimgöngu.
1970 Lon Nol steypir Sihanouk
prinsi af stóli í Kambodíu.
FEÐGAR Í FANGELSI
Þessir feðgar voru í haldi Bandaríkjastjórn-
ar í júlímánuði árið 1942 þegar þessi
mynd var tekin.
Hræðsla við Japana
JAPANAR HNEPPTIR
Í VARÐHALD
■ Þennan dag hófu Bandaríkjamenn
markvisst að hneppa í varðhald alla íbúa
Bandaríkjanna sem voru af japönskum
uppruna. Japanahræðslan var í hámarki í
kjölfar árásarinnar á Pearl Harbour.
18. mars
1942
IRENE CARA
Leik- og söngkona (Fame) er 45 ára.
Fékk grís
á afmælisdaginn
Kraftwerk-unnendur fá forskot á Pixies
Miðasala á tónleika hljóm-sveitanna Kraftwerk og
Pixies hefst í næstu viku. Mið-
ar á tónleika þýsku danstón-
listarfrumkvöðlanna í
Kraftwerk hefst á mánudag.
Þá verður þeim sem kaupa
miða á tónleika þeirra í
Kaplakrika 5. maí boðið að
tryggja sér miða á Pixies. Þeir
sem kaupa miða á Kraftwerk á
mánudag og þriðjudag stendur
þannig til boða að fá jafn-
marga miða á tónleika banda-
rísku rokksveitarinnar, en
ekki fleiri.
Þetta er gert til þess að þeir
einstaklingar sem ætla á báða
tónleika þurfi ekki að standa í
röð tvisvar.
Miðasalan á tónleika Pixies,
þann 26. maí næstkomandi í
Kaplakrika, hefst svo á miðviku-
daginn í næstu viku. Fyrr verð-
ur ekki hægt að kaupa staka
miða á þá tónleikana.
Miðasalan fer fram í verslun-
um Skífunnar, Kringlunni,
Smáralind og Laugavegi. Einnig
verður miðasalan í Bókabúð
Andrésar Pennanum, Akranesi,
Pennanum Eymundsson, Glerár-
torgi, Akureyri - Hljóðhúsinu,
Selfossi og á icelandair.is/haen-
an. Miðaverð á báða tónleika er
4.500 kr.
Það er Hr. Örlygur ehf. sem
stendur fyrir báðum tónleikum. ■
Bryndís Kristinsdóttir, Víði, Mosfellsdal,
lést laugardaginn 13. mars.
Guðjón Ingimundarson kennari, Báru-
stíg, Sauðárkróki, lést mánudaginn 15.
mars.
Jóhann Friðfinnur Sigurðsson, fyrrum
svæðisstjóri Flugleiða í London, lést
mánudaginn 15. mars. Útförin fer fram í
St Georges Church í Beckenham á
Englandi miðvikudaginn 24. mars kl. 12.
Jón Sævar Jónsson, Lindargötu 28,
Reykjavík, 712 Paulina Ave., Redondo
Bch, 90277 Kaliforníu, lést mánudaginn
8. mars. Kveðjuathöfn hefur farið fram.
■ Jarðarfarir
HEIMIR KARLSSON
Segir engan hafa getað séð það
fyrir hvernig Leoncie brygðist
við í Ísland í bítið.
PIXIES
Miðasala á Kraftwerk hefst á
mánudag. Þeir sem kaupa
miða á þá tónleika fá for-
kaupsrétt á miða á Pixies.
Sala á þá tónleika hefst á
miðvikudag.
Tónlist
KRAFTWERK
■ Þeir sem kaupa sér miða á tónleika
þýsku hljómsveitarinnar í næstu viku
geta um leið tryggt sér miða á Pixies.
Þannig má komast hjá annarri biðröð.
13.30 Ágúst Karl Guðmundsson bruna-
vörður, Sléttuvegi 13, verður jarð-
sunginn frá Fella- og Hólakirkju.
13.30 Halla Valgerður Pálsdóttir, Soga-
vegi 133, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Bústaðakirkju.