Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 41
41FIMMTUDAGUR 18. mars 2004 Stjórn Frjálsa lífeyrissjó›sins bo›ar til ársfundar, 1. apríl 2004, kl. 17.15 á Nordica Hotel. Tillögur um breytingar á samflykktum sjó›sins er a› finna á heimasí›u KB banka, www.kblifeyrir.is, og í höfu›stö›vum KB banka a› Borgartúni 19. Stjórn sjó›sins hvetur sjó›félaga til a› mæta á fundinn. 1. Sk‡rsla stjórnar. 2. Kynning ársreiknings. 3. Tryggingafræ›ileg athugun. 4. Fjárfestingarstefna sjó›sins. 5. Kjör endursko›anda. 6. Tillögur um breytingar á samflykktum sjó›sins. 7. Laun stjórnarmanna. 8. Sameining Frjálsa lífeyrissjó›sins og Séreignalífeyrissjó›sins. 9. Önnur mál. Tillögur til ályktunar, sem taka á fyrir á ársfundi, flurfa a› berast stjórn sjó›sins eigi sí›ar en viku fyrir fundinn. DAGSKRÁ N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .is / N M 1 1 6 8 1 SNÓKER Snókerspilarinn Jimmy White hefur verið handtekinn vegna fíkniefnamisferlis. Lög- reglan í Bretlandi réðst inn á hót- elherbergi hans í Preston og fann þar fíkniefni eftir að henni höfðu borist upplýsingar um að fólk hefði reykt hass á bar hótelsins. White, sem er 41 árs, var síðar sleppt gegn tryggingu. Hann var staddur í Preston vegna sýningar- leiks við Alex Higgins. White, sem hefur sex sinnum lent í öðru sæti á HM, kom hingað til lands í vetur og spilaði við Jóhannes B. Jóhannesson, Krist- ján Helgason og Jussi Tyrkko. ■ FÓTBOLTI Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson er á leið til reynslu hjá norska úrvalsdeildar- liðinu Sogndal. Liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir norsku deildina sem hefst þann 12. apríl og mun Gunnar Heiðar fara með liðinu í æfingabúðir í Danmörku. Gunnar, sem er samningsbund- inn ÍBV, hefur verið markahæsti leikmaður liðsins í úrvalsdeild- inni undanfarin tvö ár. Færi hann til norska liðsins yrði það mikill missir fyrir Eyjamenn. ■ KÖRFUBOLTI Grindvíkingar sigruðu Keflavíkinga 65-62 í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta. Keflavíkingar sigruðu í fyrsta leiknum 58-52 og þurfa félögin að leika í þriðja sinn á föstudag og þá í Keflavík. Leikurinn var mjög jafn en Grindvíkingar höfðu þó ávallt frum- kvæðið og leiddu 32-31 í leikhléi. Jafnræðið hélst fram í fjórða leik- hluta þegar Grindvíkingar tóku af skarið og náðu tíu stiga forystu, 61- 51. Keflvíkingar náðu að minnka muninn í eitt stig, 63-62, á lokamín- útunni en Kesha Tardy kórónaði frábæran leik og skoraði stigin sem tryggðu Grindvíkingum sigur. Kesha Tardy skoraði 31 stig, tólf þeirra úr þrettán vítaskotum, og tók 20 fráköst. Grindvíkingar hittu úr nítján af tuttugu vítaskotum sem er afburða góð nýting í þetta mikil- vægum leik. Sólveig Gunnlaugsdóttir skor- aði tólf stig og tók tólf fráköst. Ólöf Pálsdóttir skoraði einnig tólf stig, þar af tvær mjög mikilvægar þriggja stiga körfur í fjórða leik- hluta. Erna Magnúsdóttir skoraði fimm stig og átti sex stoðsending- ar en Jovana Stefánsdóttir skor- aði þrjú stig og Petrúnella Skúla- dóttir tvö. Erla Þorsteinsdóttir skoraði ell- efu stig fyrir Keflavík og tók ell- efu fráköst en Birna Valgarðsdótt- ir og Erla Reynisdóttir skoruðu níu stig hvor. Anna María Sveinsdóttir lenti snemma í villuvandræðum og lék aðeins í átján mínútur. Hún skoraði átta stig og tók níu fráköst. Bryndís Guðmundsdóttir og Marín Karlsdóttir skoruðu sex stig, Svava Ósk Stefánsdóttir fimm og Rannveig Randversdótt- ir og María Ben Erlingsdóttir fjögur hvor. ■ David Sanders:: Fer í sex leikja bann KÖRFUBOLTI David Sanders, leik- maður Tindastóls, hefur verið úr- skurðaður í sex leikja bann af aga- nefnd KKÍ. Stjórn körfuknatt- leiksdeildar Keflavíkur kærði Sanders eftir að hann sást á myndbandsupptöku slá Sverri Þór Sverrisson, leikmann Keflavíkur, í andlitið í leik liðanna á Sauðár- króki um síðustu helgi. Þess má geta að aganefnd úr- skurðaði Sanders einnig í tveggja leikja bann í síðasta mánuði. Tinda- stólsliðið er dottið út úr úrslita- keppninni eftir tap gegn Keflavík og Sanders leikur því varla aftur körfubolta hér á landi. ■ Heimslisti FIFA: Ísland upp um eitt sæti FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 58. sæti á heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem var birtur í gær. Ísland hækkar sig um eitt sæti síðan list- inn var síðast birtur fjórða febrú- ar. Staða fimm efstu liða er óbreytt. Heimsmeistarar Brasil- íu eru áfram í toppsætinu og Frakkar halda öðru sætinu. Spánn, Holland og Mexíkó koma þar á eftir. Athygli vekur að Íran hækk- ar sig um sjö sæti og er komið í það 24, sem er besti árangur liðsins frá upphafi. ■ Enska knattspyrnan: Bjarni skoraði tvö fyrir Coventry FÓTBOLTI Bjarni Guðjónsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Coventry vann Preston 4-1 á heima- velli í gær. Bjarni Guðjónsson skor- aði strax á annarri mínútu með skoti af rúmlega 20 metra færi og lagði upp mark fyrir Michael Doyle sex mínútum síðar. Gary Mc- Sheffrey skoraði þriðja mark Coventry og Bjarni það fjórða á 27. mínútu. Bjarni fékk færi til að skora þriðja mark sitt en Andy Lonergan í marki Preston varði vítaspyrnu hans rétt fyrir leikslok. Michael Owen skoraði tvisvar þegar Liverpool vann Portsmouth 3- 0 á Anfield og lagði upp markið sem Dietmar Hamann skoraði. Liver- pool er í fimmta sæti eftir sigurinn. West Ham vann Crewe 4-2 á heimavelli og Nottingham Forest sem gerði jafntefli við Burnley á heimavelli. Brynjar Björn Gunnars- son var ekki í leikmannahópi Forest. Celtic vann Dundee 2-1 á útivelli með mörkum Stilian Petrov og Hen- rik Larsson. Celtic er enn ósigrað eftir 28 leiki og enn hefur ekkert félag leikið heilt tímabil án þess að tapa frá því úrvalsdeildin var stofn- uð árið 1975. ■  19.15 KR tekur á móti ÍS í DHL-höll- inni í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta.  19.15 Eyjastúlkur taka á móti Gróttu/KR í Remax-deild kvenna í hand- bolta.  19.30 Þáttur um bandarísku PGA- mótaröðina í golfi á Sýn.  20.00 Sterkasti maður heims á Sýn. JIMMY WHITE Íslandsvinurinn White er búinn að koma sér í vandræði. Íslandsvinurinn Jimmy White: Tekinn með fíkniefni GUNNAR HEIÐAR Gunnar Heiðar Þorvaldsson í leik gegn KR í Landsbankadeildinni í fyrra. Gunnar Heiðar Þorvaldsson: Æfir með Sogndal hvað?hvar?hvenær? 15 16 17 18 19 20 21 MARS Miðvikudagur GRINDAVÍK Kesha Tardy (númer 12) og Sólveig Gunnlaugsdóttir (númer 8) léku mjög vel með Grindvíkingum í gær. 1. deild kvenna í körfubolta: Grindavík vann Keflavík FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R BJARNI GUÐJÓNSSON Skoraði tvisvar í öruggum sigri á Preston.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.