Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 25
25FIMMTUDAGUR 18. mars 2004 Hinsegin bíódögum, sem Sam-tökin ‘78 og FSS, félag sam- kynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta stóðu fyrir, lauk um síð- ustu helgi með afhendingu verð- launa á laugardagskvöld. Í dóm- nefnd sátu Jankees Boer, frá Hollandi sem var formaður nefndarinnar, Hanna María Karls- dóttir, Elísabet Ronaldsdóttir og Sigursteinn Másson. Bandaríska kvikmyndin Bróðir og utangarðsmaður – Bayard Rustin eftir Nancy Kates og Bennett Singer var valin besta heimildarmynd hátíðarinnar. Argentínska myndin Skyndilega eftir Diego Lerman var kjörin besta leikna myndin og norska myndin Heim á jólum eftir Frank Mosvold var valin besta stutt- myndin. Auk þessa hlaut kvik- myndin Pabbi og pápi eftir Johnny Simmons sérstaka viður- kenningu dómnefndar fyrir hversu vel hún snertir umræðu líðandi stundar. „Ég sá ekki það fólk sem ég er vön að sjá á kvikmyndahátíðum,“ segir Elísabet Ronaldsdóttir kvik- myndagerðarmaður. „Það er sorg- legt að útiloka þennan möguleika út af því að myndirnar tilheyra þessu genre. Meðal myndanna á hátíðinni voru algjörar perlur.“ „Það er frábært hvað er verið að framleiða mikið af góðum myndum um þessi málefni,“ segir Hanna María Karlsdóttir leik- kona. „Verðlaunastuttmyndin er mynd sem ætti að sýna fyrir hver jól og heimildarmyndin um Bayard Rustin er alveg frábær og áhugaverð. Þetta er maður sem ég vissi ekki einu sinni að væri til sem er synd og sorg.“ ■ Verðlaun HINSEGIN BÍÓDAGAR ■ Bestu myndirnar verðlaunaðar. Hinsegin bíó verðlaunar GARÐAR BALDVINSSON Formaður félags ábyrgra feðra. Vill fá með- lag viðurkennt sem framfærslu í skattkerf- inu líkt og gert er í nágrannalöndunum. Hver? Ég er ábyrgur faðir sem sinnir börnun- um sínum af kostgæfni og berst fyrir rétti barna og feðra til að eiga sem best samband. Ég er einnig ritstjóri Alfræði íslenskra bókmennta, sem ég hef verið að vinna að í fjögur ár ásamt fleirum í Háskóla Íslands og við vonumst til að komi út á næsta ári. Hvar? Eins og er er ég heima. Við í félaginu erum þar staddir að við eigum í mikilli baráttu við yfirvöld og reynum að leið- rétta það misrétti sem feður verða fyrir í kerfinu. Hvaðan? Ég er fyrst og fremst Reykvíkingur þar sem ég er fæddur og uppalinn, en á ættir að rekja til Borgarfjarðar og Horn- stranda. Hvað? Ég er bókmenntafræðingur og rithöf- undur og hef gefið út dálítið af ljóða- bókum. Sú síðasta var bókin „Mátti borgin ekki vera rúðustrikað blað“. Í frí- stundum er ég einnig með börnunum, sem er ekki áhugamál en tekur tíma og er afskaplega gefandi. Ég finn hvernig framlag mitt til barnanna gerir mig að betri einstaklingi. Hvernig? Ég skrifa mjög framsækin ljóð. Í minni síðustu bók var ég að reyna að vefa saman persónu sem elst upp í borginni og hefur sig lítið í frammi við aðra per- sónu sem hefur sig mikið frammi og læt þær ræða saman um lífshlaup sitt. Eins og flest ljóðskáld yrki ég mest út frá eigin reynslu en geri tilraun til að tengja hana sögu okkar sem þjóðar og sögu fleira fólks. Hvers vegna? Ég hef alltaf verið að fást við einhverjar skriftir og hef gaman af tungumálinu, að búa til myndir úr því og leika mér með það. Þetta er líka sköpunarþörf því ég þarf að tjá mig um lífið og tilveruna. Þetta er einhver tjáning sem ekki kemur fram dags daglega. Hvenær? Eins og með mörg skáld kemur það í hryðjum. Ég hef ort talsvert mikið á kvöldin og á nóttinni þegar eitthvað óvenjulegt er að gerast. Þetta er ís- lenska leiðin, það vinna allir í törnum. ■ Persónan ELÍSABET RONALDSDÓTTIR Var í dómnefnd á Hinsegin bíódögum. Segir að á meðal myndanna á hátíðinni hafi verið algjörar perlur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.