Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 18. mars 2004 35 LAUGARDAGUR 20. MARS KL. 16 TÍBRÁ: KVENTETT-konur á 20.öld. Fyrsti íslenski málmblásarakvintett sögunnar leikur létt djassaða tónlist. MÁNUDAGUR 22. MARS KL. 20 HVAÐ ERTU TÓNLIST? Námskeið í umsjón Jónasar Ingimundarsonar. Schumann: Ástir tónskáldsins. Gestur: Snorri Wium  21.00 Sellófon eftir Björk Jakobs- dóttur í Iðnó. ■ ■ FUNDIR  20.00 Félagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir kaffihúsaspjalli um ís- lenskar glæpasögur á Sólon Íslandus. Erindi flytja Helgi Gunnlaugsson, Katrín Jakobsdóttir, Karl Steinar Vals- son og Sigríður Albertsdóttir. Fundar- stjóri er Kristinn Kristjánsson, foringi Hins íslenska glæpafélags. ■ ■ DANSLIST  20.00 Íslenski dansflokkurinn sýnir Æfing í Paradís og Lúnu á stóra sviði Borgarleikhússins. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 20% afsláttur fyrir korthafa VISA ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA FRÍTT INN MILLI KL. 11 OG 12 DAMIEN RICE 20.-03.’04 LAUGARDAG FÖSTUDAG 19.-03.’04 STUÐMENN Dj ÓLI PALLI FRÍTT INN EFTIR TÓNLEIKANA MÆTIR MEÐ PLÖTUSAFNIÐ Raekwon er mættur Hiphop-unnendur kalla ekkiallt ömmu sína, en þeir gætu hugsanlega gert smá undantekn- ingu í kvöld. Þá mætir Raekwon á Gaukinn en hann er einn af liðs- mönnum Wu Tang Clan sem selt hefur milljónir breiðskífna um allan heim. Raekwon heitir réttu nafni Corey Woods og hefur viðurnefn- ið Chef. Hann gekk til liðs við Wu- Tang Clan í upphafi síðasta ára- tugar og var í lykilhlutverki á frumraun hópsins, Enter the Wu- Tang (36 Chambers), sem kom út árið 1993. Hann hóf sólóferil sinn ári síðar með smáskífunni Heaven and Hell og fylgdi breiðskífan Only Built for Cuban Linx árið þar á eftir. Þar stjórnaði félagi hans úr Wu-Tang, Ghostface Killah, upptökum. Sú plata er af mörgum talin til betri hiphop-platna síð- asta áratugar. Tvær sólóplötur hafa fylgt í kjölfarið auk þess sem Wu-Tang hefur gefið út þrjár plötur. Næsta verkefni Raekwon verð- ur að taka upp þráðinn að nýju með félaga sínum Ghostface Killah til þess að hljóðrita plötu sem Raekwon vill kalla framhald Cuban Linx. Húsið opnar klukkan 21 og um upphitun sjá Dj Big Gee, Stríðs- menn og Cosmic Voyage. Síðari sveitina skipa Mezzías MC, Bangsi og Dj M.A.T. Aldurstak- mark er 18 ár, miðaverð 2000 kr. ■ Glæpafundur á Sólon Morðið í mýrinni og glæpir ágötunni er yfirskrift á kaffi- húsaspjalli sem Félagsfræðingafé- lag Íslands stendur fyrir á kaffihús- inu Sólon í kvöld. Þar velta þau Helgi Gunnlaugs- son, Karl Steinar Valsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigríður Alberts- dóttir því fyrir sér hvort veruleiki íslenskra glæpasagna sé hreinn uppspuni. Helgi ætlar að ræða sérstaklega um þá mynd sem dregin er upp af afbrotamönnum í skáldsögum Arn- alds Indriðasonar. Karl Steinar velt- ir því fyrir sér hvort lýsingar í bók- um Arnalds á lífi lögreglumanna og rannsóknum afbrota séu í einhverju samræmi við veruleika þeirra sem þekkja til af eigin raun. Katrín ætlar síðan að skoða sam- félagsmynd í sögum Arnalds og Sig- ríður pælir í persónusköpun í ís- lenskum glæpasögum, og þá ekki síst hvort kvenímyndir hafi eitt- hvað breyst frá því fyrstu íslensku glæpasögurnar voru skrifaðar. Fundurinn hefst klukkan 20.15. RAEKWON Það verður troðfullt á Gauknum í kvöld, svo mikið er víst. ■ TÓNLIST KARL STEINAR VALSSON Karl Steinar ætlar að spjalla um glæpasög- ur á kaffihúsaspjalli félagsfræðinga í kvöld. ■ GLÆPASÖGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.