Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 33
DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM STARSKY & HUTCH Internet Movie Database - 6.4 /10 Rottentomatoes.com - 63% = Fersk Entertainment Weekly - B- Los Angeles Times - 2 stjörnur (af fimm) THE PASSION OF CHRIST Internet Movie Database - 7.7 /10 Rottentomatoes.com - 52% = Rotin Entertainment Weekly - C Los Angeles Times - 1 1/2 stjarna (af fimm) THE CAT IN THE HAT Internet Movie Database - 2.8 /10 Rottentomatoes.com - 11% = Rotin Entertainment Weekly - D Los Angeles Times - 1 stjarna (af fimm) 33FIMMTUDAGUR 18. mars 2004 Frumsýndarum helgina Lucky Day: I suppose you could say that everyone has an El Guapo. For some, shyness may be an El Guapo. For others, lack of education may be an El Guapo. But for us, El Guapo is a large ugly man who wants to kill us! - Persóna Steves Martin í hinni frábæru gamanmynd The Three Amigos frá árinu 1986 reynir að blása kjarki í félaga sína, með litlum árangri. Bíófrasinn ■ Kvikmyndir THE THREE AMIGOS Eimskip flutti Batman KVIKMYNDIR Flugfraktdeild Eimskips flutti kvikmyndabúnaðinn sem notað- ur var við tökur Batman Begins af landi brott en Leðurblökumanninum og hjálparkokkum hans fylgdu ógrynnin öll af dóti og því dugði ekkert minna en Antonov An-12 leiguflugvél undir allt hafurtaskið. Eimskip hefur boðið flugfrakt- þjónustu í um það hálft ár og tók að sér skipulagningu á öllum flutningum í tengslum við Batman-verkefnið á Ís- landi en það fól í sér flutning á tíu kvikmyndatrukkum, tólf 40 feta gám- um og um átta tonnum með flugi. Leikararnir Christian Bale, sem leikur Batman, Liam Neeson og Katie Holmes komu með leiguflugi til landsins ásamt 4 tonnum af kvik- myndabúnaði og starfsmenn Eim- skips höfðu í nógu að snúast þá sex daga sem tökur stóðu yfir. Þórður Pálsson, verkefnisstjóri flugfraktþjónustu Eimskips, segir allt hafa gengið samkvæmt óskum og aðstandendur myndarinnar voru víst hæstánægðir með þjónustuna. ■ TÖKULIÐIÐ Yfirgaf Ísland með aðstoð Eimskips en hetjunni fylgdu mörg tonn af búnaði og tíu trukkar. Kristur krossfestur á hverjum degi Ein umdeildasta mynd síðariára, The Passion of the Christ, verður frumsýnd á morgun. Menn hafa annað hvort „blessað þessa mynd“, eins og Gunnar í Krossin- um, eða fordæmt. Myndin hefur ekki einungis rótað upp í gagn- rýnendum, sem virðast skiptast al- gjörlega í tvennt yfir ágæti mynd- arinnar, heldur hefur hún valdið deilum á meðal trúarleiðtoga heimsins. Löngu áður en hún náði upp á hvíta tjaldið var ákvörðun Mel Gibsons um að leikstýra mynd um síðustu stundirnar í lífi Jesú Krists um- deild. Í fyrstu vildi enginn dreifing- araðili í Bandaríkjun- um snerta við myndinni og á tímabili var útlit fyrir að hún fengi að- eins litla dreifingu um heiminn. Miðað við gengi myndar- innar hljóta mörg „skyn- söm“ skrifstofudýr í Hollywood að vera naga sig í handabökin þessa daganna. Gibson hefði svo sem getað sagt sér það fyrirfram að mynd hans yrði mjög gagnrýnd. Helst hafa það verið samtök strangtrú- aðra gyðinga sem hafa sakað Gibson um að ýta undir gyð- ingahatur með myndinni. Þessu þverneitar Gib- son. Hann hefur látið hafa eftir sér í fjöl- miðlum að hann sé ofsóttur af hópi manna sem kýs að brennimerkja hann sem ofsatrúar- mann. Gibson seg- ist hafa sínar eig- in persónulegu ástæður fyrir því að gera myndina og hefur kallað hana sína syndaaflausn. Hann seg- ist hafa verið kominn að því að fremja sjálfsmorð þegar hann fann trúna. Þannig hafi hann verið að þakka skapara sínum fyrir lífs- björgina með því að gera myndina. Sjálfur kemur Gibson ekkert fram í myndinni, nema hvað hend- ur hans sjást negla nagla í aðra hönd Jesú. Með aðalhlutverk fer Jim Caviezel, sem varð tvisvar fyrir eldingu við gerð myndarinnar, en þekktustu myndir hans fram að þessu hafa verið The Count of Monte Cristo, Angel Eyes og Thin Red Line. Þokkagyðjan Monica Bellucci leikur svo Maríu Magda- lenu. Myndin er öll leikin á ara- meísku og verður hvergi talsett í heiminum, heldur aðeins sýnd með texta. Kristur verður því kross- festur á hverjum degi, næstu vik- urnar, frá og með morgundegin- um. ■ SKÓMARKAÐUR Í GLÆSIBÆ Tökum upp nýjar vörur í hverri viku Ótrúlegt úrval af skóm á alla fjölskylduna á hreint frábærum verðum. Ekki láta þennan skómarkað fram hjá þér fara! Skór.is og Valmiki S. 693 0996 Opið mánud. - föstud. frá kl. 10.00 - 18.00 laugard. frá kl. 10.00 - 16.00 og sunnud. frá kl. 12.00 - 16.00 THE PASSION OF THE CHRIST Þá geta Íslendingar upplifað píslargöngu Jesú Krists, frá og með föstudeginum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.