Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 6
6 18. mars 2004 FIMMTUDAGUR ■ Asía GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70.6 0.43% Sterlingspund 127.92 0.20% Dönsk króna 11.62 -0.22% Evra 86.55 -0.25% Gengisvísitala krónu 120,45 0,14% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 405 Velta 4.172 milljónir ICEX-15 2.534 0,65% Mestu viðskiptin Straumur Fjárfestingarbanki hf 280.024 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 222.945 Pharmaco hf. 170.607 Mesta hækkun Líf hf 4,72% Samherji hf. 3,81% Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 3,05% Mesta lækkun Grandi hf. -2,86% SÍF hf. -2,29% Nýherji hf. -1,11% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.289,0 1,0% Nasdaq* 1.970,1 1,4% FTSE 4.456,8 0,6% DAX 3.896,8 1,9% NK50 1.426,2 -0,0% S&P* 1.122,5 1,1% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hver er sveitarstjóri á Flúðum? 2Stjórnendur Samherja hafa verið ífréttum vegna strandsins í Meðal- landsfjöru. Hver er útgerðarstjóri fyrir- tækisins? 3Hver er borgarminjavörður? Svörin eru á bls. 46 TRYGGINGASTOFNUN Styrkir og upp- bætur vegna bifreiðakaupa hreyfi- hamlaðra hafa hækkað um hálfan milljarð króna milli ára, samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins. Á síðasta ári samþykkti stofnunin tæplega 700 milljóna króna greiðslur en 180 milljóna greiðslur á árinu 2002. Breytingar á reglugerð 1. janúar í fyrra hafa leitt til mikillar fjölgunar styrkja. Helsta breytingin fólst í því að nema úr gildi takmörk um fjölda uppbóta og styrkja á ári, auk þess sem tekju- og eignatengingar voru afnumdar. Á síðasta ári fengu tæplega 1.300 einstaklingar styrki eða uppbætur vegna bifreiðakaupa en 500 fengu slíka styrki árið áður. Mest fjölgaði þeim sem fengu greidda hálfrar milljón króna uppbót en þeir voru 10 árið 2002 en 803 á síðasta ári. Eftir reglugerðarbreytinguna er miðað við að umsækjendur séu yngri en 75 ára, en þau mörk voru áður 70 ára. ■ Þorðum varla að fagna Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, svaf á strandstað nóttina sem taugin á milli og dráttarskipsins gaf sig. Hann segir ekki hafa verið erfitt að byrja að nýju og mikill fögnuður hafi gripið um sig þegar tókst að ná Baldvini á haf út. BJÖRGUN „Fagnaðarlætin voru byrjuð í fjörunni áður en við sem sátum inni í stjórnstöðinni þorð- um að fagna. Ég ætlaði ekki að trúa því þegar Baldvin hélt áfram út á haf og mikill fögnuður greip um sig þegar ljóst var að þetta hefði tekist,“ segir Kristján Vil- helmsson, útgerðarstjóri Sam- herja. En fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsson komst á flot af strandstað á Með- allandsfjörum um klukkan tvö í fyrrinótt. Þá hafði bæði loðnu og sjó verið dælt úr skip- inu. Kristján segir erfiðasta kafla dráttarins hafa verið þann sama og Baldvin stopp- aði á í fyrstu til- raun þegar festingar um borð í skipinu gáfu sig og ekki var leng- ur tóg á milli skipanna. Hann seg- ist vart hafa trúað því að Baldvin hafi komist yfir rifið sem hann festist á. Þá hafi áhöfn skipsins ekki síður fagnað. „Það var ekki erfitt að byrja aftur eftir að festingarnar gáfu sig. Við vorum viðbúnir því að til- raunirnar þyrftu að vera fleiri og það var ekki um annað að ræða en að halda áfram,“ segir Kristján sem svaf í fjörunni aðfaranótt mánudags þegar ljóst var að byrja þyrfti björgunarferlið að mestu að nýju. „Ég fékk lánaðan svefnpoka og svaf á „strandhótelinu“ þá um nóttina,“ segir Kristján en um- rætt strandhótel er færanlegt eld- hús sem einnig var notað við tök- ur á nýjustu Batman-myndinni við rætur Svínafellsjökuls. Ákvörðun var tekin þá um nóttina í samráði við Landhelgisgæsluna um að áhöfnin yrði um borð í skip- inu yfir nóttina. Kristján segist ekki hafa verið áhyggjufullur þegar skipið byrjaði að reka til baka og snúast af staðnum sem það hafði stoppað á. Skipið hafði verið þyngt fyrir nóttina og öld- urnar voru þannig að engin hætta á ferðum. Nota þurfti um 160–170 tonna aflþunga til að koma skipinu yfir erfiðasta kaflann eða þar sem það stoppaði á sunnudagsnóttina. Flóðið var um 20 sentímetrum hærra en þegar fyrsta tilraun var gerð. Þá var einnig hægt að hefj- ast handa við að toga í skipið nokkru áður en háflóð var og skipti það miklu. „Auðvitað voru menn orðnir líkamlega þreyttir um tíma en það er auðvelt að hvíla sig núna þegar búið er að leysa verkefnið. Ég vil þakka öllum þeim sem komu að björguninni. Björgunar- mennirnir unnu allir sem einn, þeir voru ósérhlífnir og fag- mennskan var mikil. Þá á Land- helgisgæslan og ekki síst þyrlu- sveitin gríðarlega stóran þátt í að þetta tókst,“ segir Kristján. „Vonandi líður skammur tími þar til Baldvin kemst aftur til veiða þó ég geti ekki sagt nákvæmlega til hvenær það verð- ur.“ hrs@frettabladid.is Fyrrum stýrimaður krafðist hærri lífeyris: Sjóðurinn sýknaður DÓMASMÁL Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins var sýknaður af kröfum manns sem taldi sig eiga rétt til hærri lífeyris en sjóðurinn var reiðubúinn að greiða. Maðurinn, sem starfaði lengi sem stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, taldi að miða ætti lífeyri við það starf hans en ekki miða við þau laun er hann hafði í sínu síðasta starfi sem skipa- skoðunarmaður. Var það mat Hér- aðsdóms Reykjavíkur að viðkom- andi uppfyllti ekki skilyrði laga- ákvæða til að eiga rétt til hærri líf- eyris og var lífeyrissjóðurinn því sýknaður af öllum kröfum. ■ KOSNINGUM SEINKAR Hamid Karzai, forseti Afganistans, segir að hugsanlega þurfi að fresta kosningum sem fyrirhugaðar voru í maí fram í ágúst. Hann segir öryggi og skipulagningu skapa vandamál. Sameinuðu þjóð- irnar vinna að því að útbúa kjör- skrá fyrir kosningarnar. Þýskur herragarður á fjórum hjólum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 24 03 2 0 3/ 20 04 Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - Strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. Benz E280 4matic Fyrst skráður: 07.2000 Ekinn: 156.000 km Vél: 2800cc, sjálfskiptur Litur: Svartur Verð: 3.890.000 kr. Búnaður: Leður, Avantgarde, barnasæti, 7 manna ofl. Tilboðsverð: 3.300.000 kr. Bifreiðakaup hreyfihamlaðra: Styrkir hækkuðu um hálfan milljarð TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Greiddi hálfum milljarði meira í styrki og uppbætur til bílakaupa hreyfihamlaðra á síðasta ári heldur en árið 2002. „Ég fékk lánaðan svefnpoka og svaf á „strandhót- elinu“ þá um nóttina. VIÐ BJÖRGUNARAÐGERÐIR Í MEÐALLANDSFJÖRU Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, þakkar öllum sem unnu að björguninni. Segir mennina hafa verið ósérhlífna og fagmennskan hafi verið í fyrirrúmi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.