Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 18. mars 2004 PRINCE Snillingurinn Prince var í hörkustuði á mánudagskvöldið þegar hann kom fram á Waldorf Astoria hótelinu í New York. Enda hafði hann góða ástæðu til, fyrr um kvöldið var hann vígður inn í Frægðarhöll rokksins, eða Rock and Roll Hall of Fame, fyrir framlag sitt til tónlistar í gegnum árin. Fréttiraf fólki Málþingið er opið öllum, aðgangur ókeypis! Skilmanna- hreppur Hvalfjarðar- strandarhreppur Iðnaðar- ogviðskiptaráðuneytið Grundar- tangahöfn A T H Y G L I Mark Shrimpton, einn fyrirlesaranna á málþinginu, starfar sem ráðgjafi hjá Community Resource Services Ltd. í St. Johns á Nýfundnalandi. Hann kom við sögu við mat á umhverfisáhrifum álvers við Reyðarfjörð og Kárahnjúkavirkjunar með því að veita sérfræðilega ráðgjöf um matsaðferðir í báðum tilvikum og um uppbyggingu matsskýrslu vegna álversins. Stóriðja og samfélag á Vesturlandi Málþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi á Akranesi á morgun, 19. mars  Hvaða áhrif hefur stóriðja á nábýli sitt?  Hver eru áhrif stóriðju á Vesturlandi?  Hverju breytir fyrirhuguð stækkun Norðuráls og ný rafskautaverksmiðja á Grundartanga í atvinnulífi og samfélagi?  Eru Vestlendingar viðbúnir breytingunum? Nýta þeir sér tækifærin sem bjóðast í sambýli við stóriðjuna?  Hvaða sóknarfæri skapast með nýju hafnasamlagi Reykjavíkur og sveitarfélaga á Vesturlandi? Svör við þessum spurningum og mörgum fleirum verða umræðuefni á málþingi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í Grundaskóla á Akranesi á morgun, föstudaginn 19. mars. Málþingið stendur frá kl. 14:00-17:30. Gestum er síðan boðið upp á létta rétti og kaffi fyrir heimferðina. Dagskrá málþingsins  Setning: Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra.  Ávarp: Helga Halldórsdóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.  Áhrif stóriðju á Akranesi og í nágrenni: Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi.  Hvernig metum við áhrif stóriðju á Vesturlandi? Vífill Karlsson, lektor í Viðskiptaháskólanum Bifröst.  Vonir, væntingar og undirbúningur stóriðju: Smári Geirsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.  Væntingar stóriðjunnar til svæðisins: Ragnar Guðmundsson, fjármálastjóri Norðuráls.  Tækifærin í umhverfi stóriðju: Mark Shrimpton, ráðgjafi. Samantekt á erindi M. Shrimptons: Sigfús Jónsson, ráðgjafi hjá Nýsi hf.  Pallborðsumræður frummælenda. Fundarstjórn: Árni Þórður Jónsson, ráðgjafi hjá Athygli ehf. Söngkonan Mel C hefur stöðvaðfyrirhugaðar áætlanir um end- urkomu Spice Girls. Stúlkan hafnaði 10 milljóna punda boði plötuútgáf- unnar sem vill að stúlkurnar komi saman aftur í ár. Þetta vildi fyrirtækið til þess að kynna fyr- irhugaða safnplötu með vinsælustu lögum sveitar- innar. Mel C er ekki með plötu- samning í augnablikinu en þrátt fyrir það vildi hún ekki fara aft- ur upp á svið með fyrrum vin- konum sínum. Hinar Kryddpíurn- ar eru sagðar mjög svekktar út í fyrrum sportkryddið. Jim Carrey komst á spjöld sög-unnar á mánudaginn þegar hann lét varpa sýnishorninu úr væntanlegri mynd sinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind á skallann á sér. Carrey er alveg hárlaus þessa dagana og í stað þess að sýna hið týpíska sýnis- horn úr myndinni þegar hann kom fram í þætti David Letter- man var brugðið á þetta ráð, gestum til mikillar ánægju. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Vinsælustumyndböndin TOPP 20 - VIKA 11 INTOLERABLE CRUELTY Gaman MASTER AND COMMANDER Drama THE ITALIAN JOB Spenna AMERICAN WEDDING Gaman MATCHSTICK MEN Drama PIRATES OF THE CARIBBEAN Ævintýri MY BOSS’S DAUGHTER Gaman BRUCE ALMIGHTY Gaman SPY KIDS 3-D Ævintýri UNDERWORLD Ævintýri BAD BOYS 2 Spenna THIRTEEN Drama DOWN WITH LOVE Söngleikjamynd SPUN Gaman CITY OF GOD Drama LE DIVORCE Gaman CABIN FEVER Hrollvekja HOLLYWOOD HOMICIDE Gaman DUMB AND DUMBERER Gaman OWNING MAHOWNY Drama INTOLARBLE CRUELTY Mynd Coen-bræðra, Intolerable Cruelty, var eftirsóttust á leigunum í síðustu viku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.