Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 20
20 18. mars 2004 FIMMTUDAGUR PAKISTÖNSK SKOTASTÚKA Fyrsti landsleikur Pakistana og Indverja í krikket í fjórtán ár hefur vakið gríðarlega athygli. Færri komast á völlinn en vilja og þessir pakistönsku krikketáhugamenn hafa komið sér fyrir á þaki byggingar í nágrenn- inu. Fjárveitingar til rannsóknastofnana: 700 milljónir á þremur árum RANNSÓKNIR Rannsóknastofnanir hafa fengið tæpar 700 milljónir króna úr opinberum sjóðum á veg- um umhverfisráðuneytisins, sam- kvæmt svari umhverfisráðherra á Alþingi. Spurt var um fjárveitingar á vegum umhverfisráðuneytisins til vísinda, rannsókna og þróunar- starfs til sex stofnana. Náttúrufræðistofnun fékk á tímabilinu tæplega 70% úthlutana eða 474 milljónir króna af 695 millj- ónum. Veðurstofan fékk 47,9 millj- ónir eða tæp 7% og Landmælingar fengu 30,2 milljónir eða rúm 4%. Umhverfisráðherra upplýsti hins vegar að ríflega 106 milljónum hefði á árunum 2001 til 2003 verið veitt úr Ofanflóðasjóði og Veiði- kortasjóði en báðir sjóðir eru í vörslu umhverfisráðuneytisins. Ekki kemur fram hverjir fengu út- hlutun eða í hvaða verkefni. ■ Tími framkvæmda og uppbyggingar Þegar eitt ár er liðið frá samningi um byggingu álvers í Reyðarfirði sést þess stað í byggðarlaginu. Nýbyggingar og fólksfjölgun eru skýrustu dæmin um þann kraft sem fylgir breytingunum. FRAMKVÆMDIR Eitt ár er liðið frá því að samningar um stærsta at- vinnulífsverkefni Íslandssögunn- ar voru undirritaðir við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Reyðar- firði. Þar undirrituðu fulltrúar frá Fjarðabyggð, ríkisstjórn Ís- lands, Landsvirkjun og Alcoa samninga sín á milli um Kára- hnjúkavirkjun og byggingu ál- vers við Reyðarfjörð. Um 1000 manns voru viðstaddir undir- skriftina og fögnuðu þessum miklu tímamótum í atvinnusögu Austurlands og landsins alls. Frá því að samningarnir voru undirritaðir hefur heilu hverfun- um á Reyðarfirði verið úthlutað undir íbúðir og eru Íslenskir aðal- verktakar umsvifamestir með 130 lóðir fyrir 151 íbúð og eru framkvæmdir nú að hefjast við byggingu fyrstu húsanna. Þá fékk Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars á Akureyri úthlutað 55 lóðum á Reyðarfirði þar sem gert er ráð fyrir að byggðar verði um 80 íbúðir. Leiguíbúðir í Fjarða- byggð hyggjast reisa á annað hundrað leiguíbúðir og fleiri fyr- irtæki hyggjast byggja leiguíbúð- ir í sveitarfélaginu. Fyrir utan þessar stóru lóðaúthlutanir hefur verið úthlutað um 75 lóðum til einstaklinga og smærri bygg- ingafyrirtækja. Með þessum lóðaúthlutunum og þeim íbúða- byggingum sem hafnar eru er rofin áralöng kyrrstaða í húsa- byggingum sem ríkt hafði í öllum hverfum Fjarðabyggðar um ára- bil. Þá hefur mikið fjör færst í fasteignaviðskipti í sveitarfélag- inu og hefur fasteignaverð hækk- að að meðaltali um ein 65 prósent. Samhliða þessu hefur íbúum sveitarfélagsins fjölgað í fyrsta sinn um árabil. Miklar framkvæmdir hafa verið og eru framundan hjá sveit- arfélaginu. Þurft hefur að flýta framkvæmdum við skóla og leik- skóla. Fyrirhuguð er sundlaugar- bygging á Eskifirði og stækkun íþróttahússins á Reyðarfirði og allt tengist væntanlegri íbúa- fjölgun og umsvifum. Þessar miklu framkvæmdir sveitarfé- lagsins á ýmsum sviðum endur- speglast í fjárhagsáætlun þess fyrir árið 2004 en fjárfestingar í henni hljóðuðu upp á 1.300 millj- ónir króna og hefur slík áætlun aldrei verið sett fram af íslensku sveitarfélagi á stærð við Fjarða- byggð. Fyrstu framkvæmdir sem tengjast álveri og álvershöfn hefjast á sumri komandi og hefur þegar verið skipulagt 1.500 manna starfsmannaþorp í tengsl- um við þær. Mörg fyrirtæki hafa hafið starfsemi í Fjarðabyggð á þessu eina ári og atvinnurekstur blómg- ast mjög. Sem dæmi um ný fyrir- tæki í sveitarfélaginu má nefna BM-Vallá, Íslandsbanka, Norcem, Byko og mörg fleiri. Þessi þróun hefur vakið bjartsýni og fram- kvæmdahug hjá íbúunum. Fyrir í Fjarðabyggð voru mörg öflug og sterk fyrirtæki og þjón- usta og verslun blómleg. Sem dæmi um annan vaxtarbrodd í at- vinnulífinu má nefna öflugt fisk- eldi og aukna iðnaðarstarfsemi sem skapa munu mörg ný störf. Heitt nýtanlegt vatn fannst í sveitarfélaginu á síðasta ári og er þegar hafinn undirbúningur að gerð hitaveitu á Eskifirði. Þá er unnið af krafti að eflingu mennt- unar og heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu og athygli hefur vakið að Verkmenntaskóli Aust- urlands í Neskaupstað hefur þeg- ar hafið kennslu á starfsbraut ál- iðna. ■ Aldargamlir Kínverjar: Greitt fyrir langlífið KÍNA, AP Hagur aldargamalla íbúa Gansuhéraðs í Kína vænkaðist nokkuð á dögunum þegar héraðs- stjórnin ákvað að greiða þeim sem náð hafa hundrað ára aldri sérstaka uppbót á lífeyrinn sem eftirlauna- þegar fá greiddan úr ríkissjóði. „Þetta kom skemmtilega á óvart; ég og fjölskylda mín erum þakklát fyrir velvild stjórnarinnar,“ sagði Ren Xiuhua, 102 ára kona, sem býr í Lanzhou, höfuðstað Gansuhéraðs. 243 héraðsbúar hafa náð hundrað ára aldri og fær hver andvirði um tíu þúsund krónur árlega eða álíka upphæð og meðaleftirlaunaþeginn fær úr ríkissjóði á mánuði. ■ HEILBRIGÐISMÁL Félagsmálaráð- herra hefur staðfest samning við Götusmiðjuna ehf. um afnot að hús- næði í Gunnarsholti sem fyrrum var nýtt undir starfsemi vistheimil- is. Götusmiðjan mun flytja alla starfsemi sína frá Árvöllum á Kjal- arnesi í Gunnarsholt og mun eftir sem áður hafa það markmið að veita unglingum og ungu fólki sem á við áfengis- og eða fíkniefnavandamál að stríða félagslega aðstoð. Húsnæði Götusmiðjunnar á Ár- völlum er orðið of lítið og er farið að þrengja verulega að starfsem- inni. Húsnæðið í Gunnarsholti er talið henta mjög vel fyrir starfsem- ina og býður upp á það sem á vant- aði. Einnig er Gunnarsholt í hæfi- legri fjarlægð frá höfuðborgar- svæðinu. ■ STOFNUN 2001 2002 2003 Landmælingar Íslands 5,8 9,4 15,0 Náttúrufræðistofnun Íslands 144,7 159,3 170,0 Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn 7,8 8,2 6,8 Umhverfisstofnun 1,9 1,5 2,5 Veðurstofa Íslands 16,5 16,2 15,2 Stofnun Vilhjálms Stefánssonar 2,7 2,4 3,2 Götusmiðjan: Samningur staðfestur VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR IÐNAÐARRÁÐHERRA Heimafólk gladdist mikið þegar skrifað var undir samning um byggingu álvers í Reyðarfirði. Ráðherrann fór ekki varhluta af gleðinni. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Umhverfisráðherra segir að ráðuneytið hafi veitt sex stof- nunum um 700 milljónir í styrki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.