Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 4
4 18. mars 2004 FIMMTUDAGUR Telurðu að deila Ísraela og Palestínumanna muni leysast á næstu árum? Spurning dagsins í dag: Ertu sátt(ur) við tilfærslu fréttatíma Stöðvar 2? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 55% 45% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Ástþór Magnússon ósáttur við skarðan hlut sinn í fjölmiðlum: Vill eftirlit með forsetakosningunum FORSETAKOSNINGAR „Ég læt ekki bjóða mér aftur að framboð mitt verði skotið niður úr launsátri,“ seg- ir Ástþór Magnússon, forsvarsmað- ur Friðar 2000 og forsetaframbjóð- andi. Hann hefur sent Öryggis- og eftirlitsstofnun Evrópu, OSCE, formlega beiðni um að þeir fylgist með gangi og framvindu kosning- anna sem framundan eru. „Fjölmiðlar hérlendis hafa gert framboðum mínum þau skil að ég tel ríka ástæðu til að farið verði rækilega í saumana á því. Þar á ég fyrst og fremst við Morgunblaðið sem sá ekki einu sinni ástæðu til að senda fréttamann þegar ég tilkynnti mitt framboð en tekur fleiri síður undir Ólaf Ragnar þegar hann til- kynnir sitt framboð. Mér telst til að skrif Moggans um Ólaf undanfarið séu fimmtán sinnum umfangsmeiri en um mig. Hins vegar setur Morg- unblaðið engar skorður við þann fjölda níðskrifa sem birst hefur um framboð mitt á skoðanasíðum blaðs- ins. Ennfremur verður áhugavert að fylgjast með Kastljósþætti ríkis- sjónvarpsins í kvöld og sjá hvort Ólafur Ragnar fær þar sams konar meðhöndlun og ég fékk.“ Ástþór hefur verið í sambandi við menn hjá OSCE og þeir óskuðu eftir gögnum frá honum í framhald- inu. Ástþór efast ekki um að þar taki menn ósk hans alvarlega. ■ VOÐASKOT Rannsókn lögreglu hef- ur leitt í ljós að voðaskot leiddi til láts ellefu ára drengs á Selfossi á mánudagskvöld. Tíu ára drengur sem var með þeim látna þegar óhappið varð hefur verið yfir- heyrður vegna málsins. Byssan sem slysaskotið hljóp úr er óskráð Ruger margskota skammbyssa með hljóðdeyfi. Rannsókn málsins er tvíþætt og beinist að því að upplýsa um öll atvik er snúa að því hvernig dreng- urinn beið bana og hins vegar að því hvernig hann og félagi hans komust yfir vopnið. Heim- ildir blaðsins herma að drengur- inn, sem hefur ver- ið í yfirheyrslum, og annar vinur hans hafi fjarlægt byss- una af heimili þess síðarnefnda og komið henni fyrir á felustað. Þaðan tóku drengurinn sem lést og sá sem hefur verið yf- irheyrður byssuna kvöldið sem þessi hörmulegi atburður átti sér stað. Þriðji drengurinn tengist ekki hinum voveiflega atburði. Samkvæmt heimildum blaðsins var þetta ekki í fyrsta sinn sem börn höfðu skotið úr byssunni. Drengurinn sem lést í fyrrakvöld mun þó ekki áður hafa tekið þátt í slíkum leik. Lögreglan vill þó ekki staðfesta neitt í þeim efnum. Unnið er að því með skýrslu- tökum að tímasetja dánarstund, en talið er að litli drengurinn hafi látist um klukkan hálf átta á mánudagskvöld. Lík hans hefur verið krufið og er beðið niður- stöðu krufningar. Skammbyssan verður rannsök- uð af tæknideild lögreglunnar í Reykjavík. Vitað er hver eigandi byssunnar er og hefur hann verið boðaður í yfirheyrslur en hann er og verður fjarverandi um sinn. Hvernig byssan komst í hendur drengjanna er rannsakað sem hugs- anlegt brot á vopnalögum. Í vopna- lögum frá árinu 1998 gilda mjög strangar reglur um leyfi fyrir skammbyssu. Í ljósi þessa atburðar má sjá hversu mikilvægt er að far- ið sé eftir reglum vopnalaga um skotvopn og meðferð þeirra, ekki síst varðveislu vopna og skotfæra. Lögreglan á Selfossi fer þess á leit við foreldra að fylgjast grannt með hvort börn þeirra finni eða hafi fundið skothylki við Gesthús þar sem drengurinn fannst látinn. hrs@frettabladid.is Maður á fertugsaldri ákærður: Nam stúlku á brott DÓMSMÁL Margdæmdur afbrota- maður á fertugsaldri hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir húsbrot og brot gegn frjálsræði með því að hafa numið fjögurra ára stúlku sofandi úr rúmi sínu og farið með hana út. Brotin voru framin aðfaranótt Þorláksmessu. Faðir stúlkunnar varð var við umgang og þegar hann fór fram sá hann að útidyrahurðin var opin, hann fór út í garð þar sem hann hrifsaði dóttur sína úr höndum mannsins, sem hvarf síðan út í myrkrið. Faðirinn gerði lögreglu viðvart og náðist mannræninginn skömmu síðar. Hann var í annar- legu ástandi og var færður í fangageymslur. Maðurinn er einnig ákærður fyrir húsbrot fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn um ólæstar dyr í tvö önnur íbúðarhús á Seyðis- firði þessa sömu nótt. ■ AFTÖKUSVEITIR LAGÐAR AF Af- tökusveitir heyra sögunni til í Utah eftir að ríkisstjórinn undir- ritaði lög þessa efnis. Dauða- dæmdir fangar verða því allir teknir af lífi með eitri hér eftir. Tvö ríki Bandaríkjanna veita dauðadæmdum möguleika á að deyja frammi fyrir aftökusveit, Idaho og Oklahoma. LÁTINNA MINNST Rússneskur sjóliði lagði blómsveig á rústir hússins til minningar um þá sem létust. Gassprenging: Fimmtíu létu lífið RÚSSLAND, AP 48 lík eru fundin í rústum fjölbýlishúss í Arkhang- elsk sem hrundi til grunna eftir mikla gassprengingu aðfaranótt þriðjudags og tveir til viðbótar létust á sjúkrahúsi. Enn er talið að nokkur lík leynist í rústunum en vonlaust er talið að fleiri finn- ist á lífi. Menn greinir á um hver- su margir kunni að vera í rústun- um, nefndar eru tölur á bilinu frá níu til tuttugu manns. Björgunarstörf stóðu yfir frá aðfaranótt þriðjudags þar til í gær án þess að hlé yrði gert á þeim. Tveggja manna, sem taldir eru valdir að sprengingunni, er leitað. ■ Selfoss: Nafn drengsins sem lést VOÐASKOT Drengurinn sem lést af voðaskoti á Selfossi á mánudags- kvöld hét Ásgeir Jónsteinsson og var fæddur 21. apríl árið 1992. Hann var til heimilis að Haga við Selfoss. Ásgeir var nemandi í Vallaskóla. ■ Ítölsk ástríða með handbremsu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 24 03 2 0 3/ 20 04 Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - Strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. Alfa Romeo 156 Selespeed Fyrst skráður: 11.2002 Ekinn: 17.000 km Vél: 2000cc, 5 gíra Litur: Rauður Verð: 2.100.000 kr. Búnaður: Selespeed, leður, álfelgur ofl. Zapatero boðar herta baráttu gegn hryðjuverkamönnum: Hryðjuverkamenn fá engan frið MADRÍD, AP Jose Luis Rodriguez Zapatero, verðandi forsætisráð- herra Spánar, hét því í gær að efla varnir gegn hryðjuverkjum til að koma í veg fyrir að harmleikurinn í Madríd á fimmtudag í síðustu viku endurtæki sig. Zapatero sagðist myndu sam- eina yfirstjórn þeirra stofnana sem sjá um varnir og baráttu gegn hryðjuverkum og stórauka samvinnu þeirra til að koma í veg fyrir að grunaðir hryðjuverka- menn gætu aðhafst án afskipta lögreglunnar. Komið hefur í ljós að spænska lögreglan vissi fyrir að hætta kynni að stafa af þeim sem eru grunaðir um að hafa kom- ið sprengjunum fyrir í Madríd. Yfirvöld í Marokkó vöruðu spænsku lögregluna við því í júní á síðasta ári að Jamal Zougam væri virkur í hryðjuverkastarf- semi en hann var ekki handtekinn fyrr en eftir árásirnar. Alsírskur maður sem býr á Spáni var færður til yfirheyrslu hjá dómara í gær til að komast að því hvort hann hefði vitað af árás- unum áður en þær voru gerðar. Spánverjar njóta aðstoðar evrópskra og bandarískra lög- reglu- og leyniþjónustustofnana við rannsóknina. Dómari hefur fyrirskipað að engar upplýsingar verði gefnar um rannsóknina. ■ ÓSKAR AÐSTOÐAR EFTIRLITSSTOFNUNAR Ástþór hefur formlega óskað eftir að Öryggis- og eftirlitsstofnun Evrópu sendi hingað til lands hóp eftirlitsmanna til að fylgjast með forsetakosningunum hér á landi. ■ Bandaríkin ■ Atvinnuleysi SÓTT UM VEGABRÉF Þrír menn frá Marokkó voru handteknir í kjölfar árásanna og þriggja til viðbótar er leitað. Hér sjást Marokkóbúar sækja um áritun í spænskri ræðismannsskrifstofu í Tangier. FRÁ DÁNARSTAÐ DRENGSINS Mikilvægt er að farið sé að vopnalögum og að reglum um skotvopn sé fylgt. ■ Vitað er hver eigandi byssunnar er og hefur hann verið boðaður í yfirheyrslur en hann er og verður fjarver- andi um sinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Vitað hver átti skammbyssuna Voðaskot sem varð ellefu ára dreng að bana hljóp úr skammbyssu með hljóðdeyfi. Drengurinn sem hefur verið yfirheyrður vegna málsins og þriðji drengurinn höfðu áður tekið byssuna af heimili þess síðarnefnda. ALDREI MEIRA Breska hagstofan skýrir frá því að atvinnuleysi síð- ustu þrjá mánuði síðasta árs hafi ekki verið minna síðan árið 1984 eða um 4,8%. Er talið víst að þessa miklu fjölgun starfa sé að þakka góðum vexti í efnahagslíf- inu en stjórnvöld hafa lagt á það höfuðáherslu um langa hríð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.