Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 34
34 31. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR SÝND kl. 5, 8 og 10.40 B.i. 16 SÝND í Lúxus kl. 5, 8 og 10.40 GOTHIKA kl. 10.30 B.i. 16 BJÖRN BRÓÐIR FINDING NEMO kl. 4 og 6 M. ÍSL. TALI kl. 4 M. ÍSL. TALI KÖTTURINN MEÐ HATTINN kl. 4,6 og 8 kl. 8 og 10.20SOMETHING GOTTA GIVE kl. 6, 8 og 10ALONG CAME POLLY Sýnd kl. 4, 6, 8 & 10.10 SÝND kl. 5.50, 8, 10.10 B.i. 16 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5.50, 8, 10.10 LOONEY TUNES kl. 4 TWISTED kl. 10.10 B.i. 16 kl. 8 B.i. 16 áraMYSTIC RIVER kl. 8.10 B.i. 16 áraCOLD MOUNTAIN kl. 6, 8 og 10.05 WHALE RIDER AMERICAN SPLENDOR kl. 6 SOMETHING’S GOTTA GIVE kl. 5.45 SÝND kl. 6, 8 og 10.05 B.i. 12 ,,Hreint útsagt frábær skemmtun!” - Fréttablaðið ,,Þetta er besta myndin í bíó í dag - ekki spurning” - Fréttablaðið HHH1/2 kvikmyndir.com HHHH kvikmyndir.is HHH Skonrokk FILMUNDUR KYNNIR: SLÆMT BLÓÐ „Mauvais Sang“ kl. 10.30 CHEAPER BY THE DOZEN kl. 3.45 og 5.50 STUCK ON YOU kl. 8 og 10.30 SÝND kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 Hann mun gera allt til að verða þú Hágæða spennutryllir með Angelinu Jolie, Ethan Hawke og Kiefer Sutherland í aðalhlutverki HHH Skonrokk HHH Skonrokk Sýnd kl. 3.40, 5.50 og 8 M/ÍSLENSKU TALI Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 & 10.15 M/ENSKU TALI Páskamynd fjölskyldunnar Stórkostleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Leikin ævintýramynd eins og þær gerast bestar! Ævintýrið eins og þú hefur aldrei upplifað það. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Lúðrasveitin Svanur heldur vortónleika sína í Loftkastalanum. Leik- in verður metnaðarfull íslensk tónlist undir stjórn Rúnars Óskarssonar, og ber þar helst að nefna Sögur af Sæbjúgum eftir Össur Geirsson, March Parelle eftir Tryggva Baldvinsson, Garden Party eftir Eyþór Gunnarsson og Tjarnarmarsinn eftir Pál P. Pálsson.  20.00 Seinni Hátíðartónleikar Tónskóla Sigursveins í Salnum, tónlist- arhúsi Kópavogs, verða haldnir í kvöld.  22.00 Hljómsveitirnar Hestbak, Sans Culotte og Heiða og heiðingjarn- ir spila ásamt fleirum á Grand Rokk á tónleikum til styrktar heimilislausum börnum í Kambodíu. hvað?hvar?hvenær? 28 29 30 31 1 2 3 MARS Miðvikudagur Syngur eins og engill TÓNLEIKAR Tveir kórar, Vox Academ- ica og Háskólakórinn, halda sam- eiginlega tónleika í Langholts- kirkju í kvöld ásamt þrjátíu manna hljómsveit sem nefnist Jón Leifs Camerata. Einsöngvari á tónleik- unum er Ísak Ríkharðsson, en hann er aðeins ellefu ára. „Við flytjum stór verk eftir Benjamin Britten sem heitir Chichester Psalms, sem samið er við texta úr Gamla testamentinu,“ segir Hákon Leifsson, sem stjórnar báðum kórunum. Hákon stofnaði Vox Academica fyrir tíu árum og hefur einnig stjórnað Háskóla- kórnum með hléum þessi tíu ár. „Í þessu verki er nokkuð stór kafli sem er skrifaður fyrir drengjarödd, og þann kafla syngur Ísak. Það eru miklar andstæður í verkinu, en svo allt í einu dettur það niður í þennan englasöng með hörpuleik.“ Á æfingum munu hörðustu naglar hafa tárast þegar Ísak hefur upp sína ungu raust, svo fallega kvað hann syngja þennan kafla. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ísak sungið í drengjakór Nes- kirkju í fjögur ár. Hann er byrjað- ur að læra söng í tónlistarskóla, en hefur lært á fiðlu um nokkurra ára skeið. Hann söng þetta sama verk í fyrra í Hallgrímskirkju með Mótettukórnum, en þá var það ekki flutt með jafn stórri hljómsveit og í kvöld. Foreldrar hans eru þau Richard Korn bassaleikari og Sig- ríður Hrafnkelsdóttir fiðluleikari, en bæði starfa þau í Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Á tónleikunum í kvöld flytja kórarnir einnig kantötu eftir Bach og nýtt verk eftir Báru Grímsdóttur. „Þetta er nánast frumflutning- ur á verki Báru, en reyndar frum- fluttum við það í Norræna húsinu fyrir hálfum mánuði,“ segir Hákon. „Þetta er tveggja ára gam- alt verk, en það hefur tekið tím- ann sinn að koma því á lappir. Þetta er fallegt verk, en svolítið sérstakt og þess vegna erfitt í flutningi.“ Verk Báru heitir Nótt og er samið við samnefnt ljóð eftir William Blake. Það er sungið án undirleiks og er samið sérstak- lega fyrir Háskólakórinn, sem hefur það að reglu að frumflytja árlega eitt íslenskt verk. ■ EINSÖNGVARINN UNGI Ísak Ríkharðsson, ellefu ára piltur, syngur einsöng með Háskólakórnum og Vox Academica í Langholtskirkju í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan átta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.