Fréttablaðið - 19.04.2004, Síða 31

Fréttablaðið - 19.04.2004, Síða 31
■ Leiðrétting MÁNUDAGUR 19. apríl 2004 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Porche Carrera GT. Fyrir að vera of þung. Jónmundur Guðmundsson. Langar að sýna Ís- lendingum álfamynd www.kbbanki.is Árlega veitir KB banki 15 styrki til námsmanna í Námsmannalínunni. Hver styrkur nemur 200.000 krónum. N O N N I O G M A N N I Y D D A • N M 1 1 4 9 8 / S IA .I S ÞÚ ERT FRÁBÆR! NÁMSMANNALÍNA KB BANKA Nánari upplýsingar og umsóknarform má finna á www.namsmannalinan.is. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2004. Styrkir eru veittir til: Útskriftarnema á háskólastigi innanlands. Námsmanna á háskólastigi erlendis. FRAMSÓKNARFLOKKURINN Opi› málfling um menntamál á Grand Hótel, flri›judaginn 20. apríl kl. 20-22 Í stuttum framsöguerindum ver›ur fjalla› um íslenska skólakerfi› og flróun fless til framtí›ar, jafnrétti til náms og skyldur ríkisvaldsins í menntamálum. fiá ver›a pallbor›sumræ›ur me› flátttöku frummælenda og fundarmanna. Áhugafólk um menntamál er hvatt til a› mæta og taka flátt í málefnalegri fljó›félagsumræ›u. Halldór Ásgrímsson, forma›ur Framsóknarflokksins, setur málflingi›. Erindi flytja: Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erf›agreiningar. Gu›finna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Gunnar Hersveinn, bla›ama›ur og heimspekingur. Sigmar Vilhjálmsson, sjónvarpsma›ur. Sæunn Stefánsdóttir, a›sto›arma›ur heilbrig›isrá›herra. Fundarstjóri: Jónína Bjartmarz, alflingisma›ur. framtí›arinnar Skóli Þau leiðu mistök urðu við frágangblaðsins í gær að pistill Þor- steins Guðmundssonar, Meðalbrauð fyrir meðalmenn, var birtur á þess- ari síðu ómerktur og myndlaus. Þor- steinn og lesendur eru beðnir vel- virðingar á þessu um leið og það er áréttað að pistillinn sem fjallaði um jafnrétti á öllum sviðum er eftir Þorstein, sem birtir hugleiðingar sínar um lífið og tilveruna í Frétta- blaðinu í lok hverrar viku. ■ Sýningar á SAS- hótelum Myndir Óla G. Jóhannssonarhafa nú um tíma verið til sýnis á Hótel Sögu í Reykjavík og lýkur þeirri sýningu bráðlega. Í byrjun mánaðar var svo opnuð önnur sýning með verkum hans á Radisson SAS hóteli, í þetta sinn í flugvallarhóteli félagsins í Amsterdam. Þar eru til sýnis 28 verk sem hann hefur verið að vinna að á undanförnum tveimur árum. „Móttökurnar í Amsterdam voru höfðinglegar,“ segir Óli. „Fjöldi manns var við opnun og góður rómur var gerður af verk- unum.“ Sýningin í Amsterdam verður uppi í þrjá mánuði og seg- ir Óli það mikla kynningu og heið- ur í því fólgin að fá að sýna undir merkjum SAS. ■ Við erum loksins búnar að kláramyndina, Fairies and Other Tales, eftir að hafa lagt nótt við dag í lengri tíma,“ segir þýska kvikmyndagerðar- konan Dörthe Eichelberg sem kom til Íslands í tvígang í fyrra ásamt stöllu sinni Katinka Kocher til þess að gera heimildarmynd um álfa og huldufólk. Dörthe segist hafa haft áhuga á Ís- landi löngu áður en hún kom hingað til að kvikmynda og segist fyrst hafa kynnst Íslandi í gegnum bækurnar um Nonna og Manna en myndin var útskriftarverkefni þeirra frá Kvik- myndaskólanum í Baden-Wurthem- berg og Dörthe segir að þær vinkon- ur séu því nú loksins orðnir alvöru at- vinnulausir kvikmyndagerðarmenn. „Við erum búnar að sýna myndina þrisvar á breiðtjaldi, meðal annars fyrir kennarana okkar, samnemend- ur, vini og kunningja og svo sýndum við hana í Sviss um helgina. Viðtök- urnar hafa verið mjög góðar og fólk er að upplifa hana á mjög ólíkan hátt, sumir hlæja en aðrir gráta. Ég vona bara að við getum sýnt hana á Íslandi sem fyrst. Við erum að reyna að skrapa saman peningum til þess að koma henni í bíó á Íslandi og ég er mjög spennt að sjá hvernig myndin leggst í Íslendinga þar sem álfatrú er ekki ný af nálinni hjá ykkur og þið munið örugglega horfa á hana frá allt öðru sjónarhorni en áhorfendur annars staðar í Evrópu. Mér finnst það alveg stórmerkilegt hversu álfa- trú er almenn hérna. Fyrst hélt ég að þetta væri goðsögn sem var búin til fyrir ferðamenn en nú veit ég betur. Maður á von á svona í frumstæðum löndum en að þetta sé svona í jafn þróuðu og tæknivæddu landi og Íslandi er alveg magnað.“ Dörthe segir að nú vinni þær Katinka að því að koma myndinni inn á kvikmyndahátíðir um víða veröld og „svo komum við vonandi með hana til Íslands í haust eða vetur“. ■ ÓLI G. JÓHANNSSON Opnaði málverkasýningu á flugvallarhóteli í Amsterdam. DÖRTHE EICHELBERG „Þessi mynd er rosalega artí fartí og óhefðbundin í frásagnarhætti. Ætli hún verði ekki fræg eftir svona 100 ár. Hún er svo avant garde að fólk þarf örugglega langan tíma til að meðtaka hana,“ segir Dörthe, sem segir Þjóðverja fyrst og fremst líta á álfa sem sætar sögur og gætu ekki látið hvarfla að sér að þeir finnist meðal manna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Álfar DÖRTHE EICHELBERG ■ Útskrifaðist frá þýskum kvikmynda- gerðarskóla með heimildarmynd um álfa og huldufólk á Íslandi. Hún kom tvisvar til landsins í fyrra, ásamt vinkonu sinni, til þess að taka upp efni og vonast til að geta sýnt myndina á Íslandi í haust. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Lárétt: 1 ræktað land, 5 reiðihljóð, 6 listamaður, 7 leit, 8 þvottur, 9 urgur, 10 skóli, 12 hundur-y, 13 loga, 15 skyldir stafir, 16 tæp, 18 lukku. Lóðrétt: 1 norðmenn, 2 veitingastaður, 3 ending, 4 hinn höfuðstaðurinn, 6 karl- rjúpa, 8 tíu, 11 fæða, 14 fálát, 17 leyfist. Lausn: Lárétt: 1akur, 5urr, 6kk,7sá,8tau,9 kurr, 1oma,.12gre, 13eld,15, iy, 16 naum,18láni. Lóðrétt: 1austmenn,2krá,3ur, 4akur- eyri,6karri,8tug,11ala,14dul,17má.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.