Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 9
9SUNNUDAGUR 23. maí 2004 Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Dekk 33” (285/75-16) 95.000 kr. Dráttarbeisli 63.000 kr. Afturmottur 4.000 kr. Frammottur 5.000 kr. Langbogar svartir 51.000 kr. PATROL (Listaverð 5.190.000 kr.) PATROL ELEGANCE sjálfskiptur 3.0 TDI 158 hö. 4.995.000 kr. Ingvar Helgason ehf. býður Nissan Patrol á sérstöku tilboðsverði nú í maí. Í ofangreindu verði er aukahlutapakki upp á 218.000 kr. PATROL ELEGANCE 3.0 TDI 158 hö/bs 4.810.000 kr. (Listaverð 4.990.000 kr.) PATROL LUXURY 3.0 TDI 158 hö/bs 4.530.000 kr. (Listaverð 4.690.000 kr.) PATROL LUXURY 3.0 TDI 158 hö/ss 4.717.000 kr. (Listaverð 4.890.000 kr.) Tilboðið gildir aðeins fyrir pantanir greiddar fyrir 17.06.2004 Sumar tilboð Ingvar Helgason Sævarhöfða 2 · sími 525 8000 · ih@ih.is · www.ih.is F í t o n / S Í A 0 0 9 5 9 0 SMÁA LETRIÐ BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON pælir í pundum, dölum og krónum Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega sleipur í reikningi og hef stundum átt í basli með að leggja saman og draga frá, margfalda og deila. Skammlaust kemst ég þó að því að tveir plús tveir eru fjórir og fimm mínus þrír eru tveir og ræð jafnvel við flóknari dæmi en þarf til þess tíma. Deiling er jafn- an vandamál og að fást við hana í hugan- um er mér nánast ómögulegt. Blað og blý- antur eru nauðsynleg við þá iðju ef vasa- reiknir er ekki innan seilingar. Sama er að segja um margföldunina. Þegar komið er út fyrir tíu sinnum töfluna stend ég á gati. Ég er líka þeim galla búinn að hafa ekki meiri áhuga á gengi erlendra gjaldmiðla en svo að ég get ómögulega lagt á minnið hvað ég þarf margar íslenskar krónur til að kaupa breskt sterlingspund, bandarískan dal eða evrópska evru. Er þá gott að geta gripið til Morgunblaðsins sem samvisku- samlega birtir þessar upplýsingar rétt fyrir aftan miðju. Ég er ekki viss um að ég sé einn um að vera slappur í hugarreikningi og ég er held- ur ekki viss um að ég sé einn um að muna hvert gengi gjaldmiðlanna er dag frá degi. Þvert á móti er ég nokkuð viss um að ein- hverjir fleiri hafi þessa ágalla þó hinir sömu vilji kannski fara leynt með það þar sem það þykir nú ekki beint smart að vera léleg- ur í reikningi. Hvað þá að vita ekki hvað dollarinn kostar, á tímum alþjóðavæðingar og tíðra ferðalaga. Og hvers vegna er ég að tala um þetta? Jú, vegna þess að fjárhæðir í erlendum gjald- miðlum eru tíundaðar í fréttum á degi hverjum og reyndar oft á dag. Okkur er sagt hvað stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak hefur kostað, hvað Kerry hefur safnað miklu í kosningasjóð og hvað General Electric hagnaðist mikið á fyrsta ársfjórð- ungi - allt í dollurum. Okkur er líka sagt hvað nýi leikmaðurinn í röðum Tottenham kostaði, hvað Baugur borgaði fyrir nýjustu fjárfestinguna sína og hvað Richard Bran- son hefur varið miklu í loftbelgjaflug og önnur áhugamál sín - allt í pundum. Sama er með evruna og reyndar krónur frændþjóða okkar á hinum Norðurlöndun- um, reglulega fáum við að heyra af við- skiptum, útgjöldum og verðlagi í þessum gjaldmiðlum. Japanska jenið dúkkar líka annað slagið upp en í svipinn minnist ég þess ekki að hafa þurft að velta fyrir mér gengi svissneska frankans og kanadíska dalsins. Lengi hefur tíðkast á fjölmiðlum að þýða erlendar fréttir af frummálinu og yfir á ís- lensku svo landsmenn eigi betra með að skilja það sem málið snýst um. Hefur það þótt sjálfsagt. Ég velti hins vegar fyrir mér hvers vegna í ósköpunum ekki tíðkast að sama skapi að snara erlendum fjárhæðum yfir í íslenskar krónur. Slíkt myndi eflaust auðvelda mörgum að fá samhengi í hlutina og jafnvel opna gáttir. Ég veit ekki hvort rétt sé að höfða til þjóðerniskenndar og segja að líkt og með íslenskt mál í fjölmiðlum þá þurfi að standa vörð um íslensku krónuna og halda merki hennar á lofti. Það er sjálf- sagt full mikið og nóg að biðja þá sem ann- ast frásagnir og skrif um erlenda peninga að líta á gengisskráninguna og margfalda fyrir okkur hin. Það gæti kallast þjónusta. Margföldun óskast FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ MANNRÉTTINDI FRELSIÐ DEIGLAN.COM Þrátt fyrir að fjölmiðlafrumvarpið hafi tekið jákvæðum breytingum með tilliti til hugsanlegra brota gegn ákvæðum stjórnarskrár þá verður ekki litið fram hjá því að lagasetning- in er í ósamræmi við þá frelsisþróun sem einkennt hefur íslenskt samfélag á síðustu árum og afturför til þess tíma þegar þegar stjórnmálamenn höfðu bein afskipti af íslensku at- vinnulífi. Frelsi á fjölmiðlamarkaði er besta leiðin til að stuðla að því að fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði fái að blómstra. Mannréttindi eru hornsteinn þeirra gilda sem vestrænt samfélag hvílir á. Það er áhyggjuefni hversu margar til- lögur hafa komið fram frá ólíklegasta fólki á síðustu mánuðum um að skerða grundvallarréttindi borgaranna. Breyt- ingar á útlendingalögum, hugmyndir um lífsýnatöku á vinnustöðum, tillögur um hleranir án dómsúrskurðar og fleira bera allar vott um skeytingarleysi um réttindi borgaranna. Við verðum alltaf að vera á varðbergi gagnvart slík- um tillögum þar sem þær ganga sjaldn- ast til baka ef þær verða að veruleika. Nú um stundir er manni hugsað til grundvallarlífsskoðunarinnar um frelsi einstaklingsins til orðs og æðis. Ríkis- stjórnir Davíðs Oddssonar hafa senni- lega gert meira jákvætt í þessum efn- um heldur en nokkrar fyrri ríkisstjórnir. Það er því mjög sárt að horfa upp á hinn undarlega viðsnúning í máli margra sem áður létu sér annt um frelsið. Það er orðið fremur undarlegt þegar staðan á Alþingi í augnablikinu er orðin sú að Sjálfstæðisflokkurinn varar við hættunum í frjálsu markaðs- hagkerfi en vinstri flokkarnir líta út fyrir að standa vörð um einstaklings- frelsið. Ég er ánægður með frammistöðu Deiglunnar í þeirri orrahríð sem hefur staðið yfir síðustu misseri. Hinn breiði hópur sem stendur að baki vefritinu hefur staðið vaktina og verið óhræddur við að gagnrýna þá stjórnmálamenn sem ekki starfa í anda einstaklings- frelsis og mannréttinda. Það er ekki ánægjulegt verk en það er sannfæring okkar að það sé algjört lykilatriði að ungt fólk í Sjálfstæðisflokknum og aðr- ir sem taka þátt í pólitík af hugsjón láti í sér heyra þegar það er óánægt með stefnu flokksins og telur að hann hafi villst af leið. Það er leiðinlegt að horfa upp á svo mörg illa grunduð mál koma frá ríkisstjórninni á síðustu misserum og full ástæða til þess að gagnrýna þróunina og hvetja hana til þess að taka aftur upp fyrri takt. EFST Í HUGA ANDRA ÓTTARSSONAR héraðsdómslögmanns Fjölmiðlar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.