Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 13
13SUNNUDAGUR 23. maí 2004 Næsta nágrenni Reykjavíkurbýr yfir mörgum sérkenni- legum og áhugaverðum náttúru- fyrirbærum. Eitt þeirra er Þrí- hnúkar, gamlir gígar sem eru innan sjóndeildarhrings Reyk- víkinga skammt frá Bláfjöllum. Í hæsta hnjúknum er risavaxinn hellir, einstakt náttúrufyrirbæri sem margir vildu eflaust skoða. Vandinn er bara sá að eina leiðin inn í hann er um gíginn, beint nið- ur 210 metra þverhnípi. Sex nemendur Háskólans í Reykjavík tóku sér fyrir hendur að útfæra viðskiptaáætlun sem miðar að því að gera hellinn að vinsælum ferðamannastað. „Þetta kviknaði með grein Árna B. Stefánssonar, augnlæknis og hellaáhugamanns.“ Verkefnið heitir Þríhnúkar, ævintýri í und- irheimum eldstöðvar. Three- Peaks er enska heitið og vísar til sjónvarpsþáttanna Twin Peaks sem David Lynch leikstýrði. Það kann að virðast einfalt að breyta slíku fyrirbæri í vinsælan ferðamannastað sem skilar mikl- um tekjum. Hópurinn komst að raun um að í mörg horn er að líta. Í hópnum eru nemendur bæði úr viðskiptafræði og lögfræði. Það kom sér vel því það fyrsta sem þurfti að skoða var hvort leyfi fengjust fyrir nauðsynlegum framkvæmdum. „Þetta er frið- lýst svæði og hugmynd okkar var að gera göng inn í hellinn.“ Hóp- urinn telur sig hafa fengið já- kvæðar undirtektir við leyfum, en auðvitað er ekkert endanlega tryggt. „Í framhaldinu má hugsa sér önnur göng þannig að inn- og útgangur verði ekki á sama stað.“ Draumar um framhald Næsta verk var að reikna út kostnað við framkvæmdir. „Það var erfitt, því það er ekki búið að rannsaka bergið. Tölurnar sem við notum eru byggðar á óformlegum tilboðum frá verkfræði - s t o f u m . “ Þær eru taldar vera nærri lagi. Í forsend- um verkefn- isins er gert ráð fyrir að 90 prósent fjármagns sé lánsfé og að 55 þúsund f e r ð a m e n n skoði hellinn á ári. Með 1.500 króna aðgangseyri ætti dæmið að ganga upp. „Það koma 360 þúsund ferðamenn á þessu ári til Íslands, þannig að 55 þúsund er ekkert mjög mikill fjöldi.“ Hóp- urinn gerir ráð fyrir að 36 millj- ónir þurfi í hlutafé og lánsfé verði greitt upp á tíu árum. Auk aðgangseyris liggja tekjumöguleikar meðal annars í sölu minjagripa og veitinga, auk ýmiss konar afþreyingar. Niður- staðan er arðsöm framkvæmd í ferðaþjónustu. Greinilegt er að hópnum fannst verkefnið heillandi og lét ekki staðar numið við út- reikninga grunn- hugmyndarinnar. Í lok verkefnis- ins er varpað fram frjóum hugmyndum um frekari mögu- leika Þríhnúka svo sem tón- leikasal, mynd- listarsal og draumsýn um veitingastað a la Perlan á toppi gígsins. Án drauma verður ekkert til og hver veit nema að einhver úr hópnum láti á þá reyna með þekkinguna úr náminu sem veganesti. ■ – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar  á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir.  Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best. Tala›u vi› sérfræ›ing! Glitnir – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. PÁLL OG GUÐMUNDUR VORU MEÐAL ÞEIRRA SEM UNNU VIÐSKIPTAÁÆTLUN FYRIR SORPHIRÐU Á NORÐURLANDI. Með þeim á myndinni er Finnur Oddsson lektor sem stýrði stefnumótunarvinnu nemenda á öðru ári og Kristín Ágústsdóttir sem vann að stefnumótunarverkefni um útflutning heil- brigðisþjónustu með innflutningi á sjúklingum. ÞRÍHNÚKAHÓPURINN. Þessi föngulegi hópur viðskipta- og laganema Háskólans í Reykjavík unnu undir leiðsögn kennara síns Lofts Ólafssonar lektors að því að móta viðskiptaáætlun fyrir náttúruperlu í nágrenni Reykjavíkur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Hér á árum áður lögðu fjöl-skyldur leið sína á haugana í Gufunesi til þess að gramsa í ruslinu eftir nýtilegum hlutum. Ótrúlegustu hlutir leyndust í ruslinu. Nú er löngu búið að taka fyrir slíka sunnudagsskemmtun íslenskra fjölskyldna. Við erum hætt að hirða úr sorpinu og hendum sífellt meiru. Sorp er kostnaður og sóun. Á sama tíma er sífellt verið að herða reglur um förgun sorps. Minni sveitarfélög eiga í miklum vandræðum með að ráða við slík verkefni. Einn hóp- ur nema í gerð viðskiptaáætlana tók sér það fyrir hendur að skoða hvort ekki leyndust við- skiptatækifæri í þessu vanda- máli. Sjónum var beint að stofn- un og rekstri alhliða sorphirðu- fyrirtækis á Norðurlandi. Nafn fyrirtækisins er Hirðir og miðað er við að það verði í eigu þrettán sveitarfélaga á Norðurlandi. „Við tókum ekki afstöðu til þess hvar móttökustöðin eða urðun- arstöðin ætti að vera. Það er ákvörðun sem stjórnmálamenn- irnir verða að taka,“ segja þeir Guðmundur Víðir Guðmundsson og Páll Daði Ásgeirsson sem voru meðal þeirra sem unnu að verkefninu. Vilja ekki blanda sér í það, þótt þeir vinni út frá ákveðnum stöðum í forsendun- um. Svæðið er stórt, frá Vestur- Húnavatnssýslu í Þingeyjar- sýslur. „Hugmyndin kviknaði vegna gildistöku laga um sorp- hirðu sem setja auknar kröfur á sveitarfélögin.“ Verkefnið er gríðarlega yfir- gripsmikið þar sem tekið er á mörgum þáttum. Kaupa þarf landsvæði fyrir urðun, reikna út flutningskostnað og gæta að fjármögnun. Þá könnuðu þeir viðhorf sveitarfélaganna til slíks verkefnis. „Markmiðið er að fyrirtækið sé rekið með hagnaði.“ Fyrirmyndin er Sorpa, en þeir segja að stofnkostnaður sé það hár að ekki sé grundvöllur fyrir nema fimm til sex slík fyr- irtæki á landinu. „Sá greiðir sem veldur, er það sem verður grundvallarhugsunin varðandi kostnað við sorp,“ segja þeir Guðmundur og Páll. Hagkvæmt sé að flokka sorp og töluverð verðmæti í mörgu því sem frá okkur kemur. Þetta sé því vax- andi atvinnugrein og ný kynslóð verði meðvitaðri um endurnýt- ingu en þær fyrri. „Þetta er mesta vaxtargreinin í heimin- um á eftir lyfjaiðnaði,“ segja þeir. Niðurstaða þeirra er að verk- efnið sé hagkvæmt fyrir sveit- arfélögin og slíkt fyrirtæki megi reka með hagnaði. Þeir viðurkenna að verkefnið hafi haft áhrif á eigin umgengni um sorp. Hinn endanlegi mælikvarði á viðskiptaáætlunina er kannski hvort þeir sjálfir væru tilbúnir að stofna og reka slíkt fyrir- tæki. „Já, tvímælalaust,“ segja þeir, þannig að maður þarf ekki að velkjast í vafa um að hugur fylgi máli. ■ Gullið í sorpinu Heillandi hellir í Þríhnúkum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.