Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 23. maí 2004 15 SkeifanSmáralindAkureyriEgilsstaðirwww.office1.is550 4100 KOMD U MEÐ GÖML U BÆK URNA R OG SE TTU Þ ÆR UP P Í EITTH VAÐ S EM ÞI G LANGA R Í! HVAÐ LANGA R ÞIG Í? GILD IR EI NGÖ NGU Í OFFI CE 1 SKEI FUNN I Láttu bækurnar vinna fyrir þig í SUMAR! - Ef þú ákveður að geyma inneignarnótuna ber hún vexti þangað til þú notar hana í haust. Þeir sem innleysa nótuna sína frá 1. til 31. ágúst fá 10% yfirverð fyrir hana. STA FRÆ N MYN DAV ÉL TÖ LVU - OR ÐA BÆ KU R LJÓS MYN DA- PRE NTA RI FARTÖ LVU TASKA FARTÖLVA Maðurinn sem spurt er um ídag hefur ekki bundið bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Hann hefur iðulega vakið mikla athygli fyr- ir sérstæðar skoðanir og orð hans og athafnir hafa reglulega orðið að umtalsefni í samfélag- inu. Allir hafa skoðanir á honum en misjafnt er hvort fólki líkar við hann eða ekki. Sjálfur hefur hann litlar áhyggjur af áliti ann- arra enda sjálfstæður í meira lagi. „Hann er toppmaður,“ segir kunningi hans, „mjög skemmti- legur og líflegur“. Sá sami segir það furðulegt að okkar maður sé jafn umdeildur og raun ber vitni og skilur ekki almennilega í því að fólk nenni yfirleitt að pæla í hvað hann er að gera. „Ég held að það væri miklu betra að al- menningur gerði eitthvað betra við tímann sinn en að hneykslast á manninum.“ Annar viðmælandi er ekki al- veg jafn hrifinn. „Mér hefur nú alltaf þótt hann hálf undarlegur og reyndar aldrei skilið hann al- mennilega. Kannski ég þurfi ekki að skilja hann, maður þarf svo sem ekki að skilja alla,“ seg- ir hann. Báðir eru mennirnir sam- mála um að viðkomandi sé hæfi- leikaríkur á sínu sviði en mætti þó aga sig betur. „Hann gæti orðið miklu betri en hann er,“ segir annar þeirra og hinn bætir við: „Engum blöð- um er um það að fletta að hann væri í allra fremstu röð í sínu fagi ef hann hefði vandað sig aðeins meira í gegnum árin. Ég held reyndar að þetta sé að koma núna hjá honum, að með árunum leggi hann sig betur fram.“ Og ný spyrjum við, hver er maðurinn? Svarið er á blaðsíðu 21. ■ hyggjuflokk. Ég held hins vegar að hann geti unnið sig út úr erfið- leikunum, en þá verða að eiga sér stað áherslubreytingar. Ef þær verða ekki er ástæða til að hafa áhyggjur.“ Eigum að varast harða hægri pólitík Hver er þín skoðun á fram- göngu Davíðs Oddssonar í fjöl- miðlamálinu? „Ég get ekki verið að skjalla hann eða tala upp í eyrun á honum því mér finnst hann vera á mikl- um villigötum í þessu máli og fleirum. Mér finnst fjölmiðla- frumvarpið vera of brennt því að miða á einstaklinga sem Davíð eru ekki að skapi og skaða í leið- inni fyrirtæki, sem er svosem ekkert of sterkt fyrir. Mér finnst stundum að málið snúist um að umsvifamiklir athafnamenn verði að lúta valdi forystu Sjálfstæðis- flokksins annars hafi þeir verra af. Fleiri dæmi um framgöngu forsætisráðherra, til dæmis varð- andi umboðsmann Alþingis og forseta Íslands, eru með þeim hætti að ekki er samborið virð- ingu hans.“ Finnst þér að Framsóknar- flokkurinn eigi að slíta stjórnar- samstarfinu? „Ég held að menn eigi að staldra við. Það er ekkert sjálfgef- ið að haldið sé áfram á þessari braut. Ég ætlast til þess að menn virði ákveðin réttindi og séu ekki leggja fram breytingar á þeim, eins og gert hefur verið, bæði í fjölmiðlamálinu og frumvarpi um meðferð opinberra mála. Menn eiga ekki að fara inn á þá hörðu hægri pólitík að skerða persónu- bundin réttindi. Ef fjölmiðlafrum- varpið verður að lögum erum við að lögfesta í fyrsta sinn, frá því að prentfrelsi var leyft á Íslandi, bann við því að tilteknir einstak- lingar geti átt prentmiðil. Það frelsi hefur hingað til verið fyrir alla. Mér finnst það alvarlegt mál. Ríkisstjórnin er á villigötum og mér finnst að Framsóknarflokk- urinn eigi að fara yfir þessi mál og beita sér fyrir því að koma rík- isstjórninni á rétt spor.“ kolla@frettabladid.is Síðustu vikur hef ég fengið mikil viðbrögð frá flokksfólki. Ég tel að af- staða flokksmanna til þeirra umdeildu mála sem ég hef nefnt sé miklu nær þeim skoðunum sem ég hef sett fram en skoðunum ríkis- stjórnarinnar. Ég tel mig standa fyrir stóran hóp kjós- enda og flokksmanna. Það má búast við að skoðanir í þessum málum séu skiptar en þær eru alls ekki á einn veg eins og ríkisstjórnin heldur fram. ,, Hver er maðurinn? Mætti vanda sig meira

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.