Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 41
SUNNUDAGUR 23. maí 2004 Kee Marcello, fyrrum gítar-leikari Europe, ætlar ekki að taka þátt í endurkomu hljómsveit- arinnar. Europe, sem gerði garð- inn frægan á níunda áratugnum, hefur verið í pásu síðustu ár en ætlar brátt að láta aftur í sér heyra. Marcello, sem er að gefa út plötuna Melon Demon Divine með hljómsveit sinni K2, hefur engan áhuga á að ganga aftur til liðs við sína gömlu félaga. „Við erum bún- ir að tala um endurkomu í mörg ár. Við spiluðum reyndar saman, allir sex, um aldamótin. Sérvitur milljónamæringur í Svíþjóð bað okkur um að spila nokkur lög á fleka í Stokkhólmi. Það var 10 stiga frost úti þegar við spiluðum en það var mjög gaman,“ sagði Marcello og bætti við: „Það var gaman að spila lög eins og Rock The Night og The Final Count- down en ég sagði strákunum að ég vildi ekki taka þátt í að búa til nýtt efni. Þeir ætla að fara í tónleika- ferð en ég hef ekki tíma. Þessu tímabili í lífi mínu er lokið og ég hef öðrum hnöppum að hneppa.“ ■ TÓNLIST Ekki með í endurkomu Europe Hluti kvikmyndarinnar TheLongest Yard, sem er end- urgerð samnefndar myndar frá árinu 1974, verður tekinn upp í yfirgefnu fangelsi í Nýju Mexíkó. Leikararnir Adam Sandler, Chris Rock og gamla kempan Burt Reynolds fara með aðal- hlutverk í myndinni og hefjast tökur í júlí. Er hún væntanleg á hvíta tjaldið sumarið 2005. Leik- stjóri myndarinnar er Peter Segal sem stýrði Sandler einnig í myndunum Anger Manage- ment og 50 First Dates. Þess má geta að Reynolds lék einnig í fyrri myndinni en Sandler tekur við hlutverki hans í endurgerð- inni. Mun hann leika ruðnings- hetju sem er dæmd í fangelsi. Þar þjálfar hún ruðningslið sem keppir við fangaverðina. ■ KEE MARCELLO Marcello og félagar í Europe slógu í gegn á níunda áratugnum með lag- inu The Final Countdown. Síðan þá hefur lítið spurst til sveitarinnar. ADAM SANDLER Fer með aðalhlutverkið í The Longest Yard sem kemur í bíó á næsta ári. Hún er endurgerð sam- nefndrar myndar frá árinu 1974 með Burt Reynolds í aðalhlutverki. Sandler í fangelsismynd ■ KVIKMYNDIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.