Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 46
Nöfn eins og Svala Stefáns,Hilmar Snær og Erpur Örn rugla kannski einhvern í ríminu en þessi nöfn ber á góma í söng- leiknum Á framabraut sem frum- sýndur verður í Smáralindinni í júní. Úlfur Eldjárn hefur veg og vanda af þýðingu söngleiksins sem heitir á frummálinu Fame. „Það var í samráði við leikstjór- ann Bjarna Hauk sem ákveðið var að hafa nöfn sem gætu minnt á þekkta einstaklinga. Karakterarn- ir í verkinu byggja að sjálfsögðu ekki á þessum einstaklingum og svo hefur leikhópurinn og -stjór- inn bætt og breytt þeim eftir þörf- um,“ segir Úlfur sem vinnur á auglýsingastofunni Fíton og er um þessar mundir að leggja loka- hönd á þýðinguna. „Ég sit hér sveittur yfir nokkrum söngtext- um og verð að segja að þetta er aðeins meiri vinna en ég bjóst við í upphafi. Ég hélt að þetta væri eitthvað sem maður afgreiddi á nokkrum tímum á góðu fylleríi, en það er hægt að sitja í marga klukkutíma yfir sömu setningunni sem hljómar svo kannski á endan- um eins og eitthvað sem þriggja ára barn hefði getað skrifað.“ Úlfur segir talsverða vinnu hafa farið í að staðfæra söngleik- inn. „Upphaflega gerist hann í New York á níunda áratugnum. Nú gerist þetta í Reykjavík nútím- ans í sviðslistaskóla sem heitir Framabraut. Staðfærslan er mik- ið til unnin í samráði við leikstjóra og framleiðendur og ég fékk skýr fyrirmæli um að allir aulabrand- arar væru vel þegnir.“ „Söngleikir hafa aldrei höfðað neitt sérstaklega til mín,“ segir Úlfur. „En þar sem ég er mikill áhugamaður um alþýðulist og al- mennan plebeiisma fannst mér verkefnið spennandi. Fólkið vill pizzur og söngleiki. Það er smá Famestemning í leikhópnum sem er fullur af ungu og upprennandi fólki, ásamt góðvinum á borð við Jónsa og Sveppa sem eru báðir í krefjandi rullum. Ég hlakka mikið til að sjá frumsýninguna og held að stykkið muni koma skemmti- lega á óvart.“ ■ 30 23. maí 2004 SUNNUDAGUR Rokkhljómsveitin Leavesundirritaði á miðvikudaginn nýjan samning um útgáfu á allt að 5 breiðskífum við plötufyrir- tækið Island Records Europe. Samningurinn nær til Bretlands og Evrópu en sveitin er á mála hjá Dreamworks-útgáfunni í Bandaríkjunum. Áður var Leaves með samn- ing við B:Unique í Bretlandi en þeim samningi var sagt upp fyrir um tveimur árum síðan. Nýi samningurinn er öllu stærri og ætti að gefa sveitinni aukna vaxtarmöguleika. Það var vefsvæðið mp3.is sem greindi frá en þar kemur einnig fram að sveitin hefur hafið vinnu að sinni fyrstu plötu undir merkjum Island. Gert er ráð fyrir því að upptökum ljúki í september og ætti platan að skila sér í búðir í janúar á næsta ári. Liðsmenn og umboðsmaður Leaves lýsa nýja samningnum sem „heimilislegum“. ■ ■ TÓNLIST Fólkið vill pítsur og söngleiki ÚLFUR ELDJÁRN Á veg og vanda að þýðingu og stað- færslu á sumarsöngleiknum Á frama- braut og hefur gefið karakterunum í sýningunni íslensk nöfn á borð við Svölu Stefáns og Hilmar Snæ. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Björn Bjarnason, Guðni Ágústsson og Össur Skarp- héðinsson. Hégómi og eftirsókn eftir vindi í seglin. Sigríður Rut Júlíusdóttir hér- aðsdómslögmaður. LEAVES Í skýjunum yfir nýja plötusamningnum sem nær til Evrópu. Leaves semja við Island Records

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.