Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 23. maí 2004 17 ólk er svo skrýtið KASSAAUGU AF SJÓNVARPSGLÁPI Börn nú til dags horfa mun meira á sjónvarp en áður tíðkaðist. Sjónvarps- gláp leggst misvel í foreldra. Sumir bregðast illa við öllum þeim tíma sem börnin eyða fyrir framan skjáinn í stað þess að vera úti að leika. Þá eiga þeir til að segja börnunum að augu þeirra skemmist. „Það er ekki hættulegt að horfa á sjónvarp eða tölvuskjái. Það er hins veg- ar þreytandi en hefur ekkert með það að gera hvernig sjónin er,“ segir Þor- kell Sigurðsson, augnlæknir á Augnlæknamiðstöðinni í Mjódd. Þorkell segir að áður fyrr hafi það verið talið hættulegt að lesa lengi við kertaljós eða lé- lega birtu. Fólk hafi talið að augnbotnarnir myndu hrörna við það en slík er ekki raunin. „Það má reyna eins mikið á augun og menn vilja. Það er hins vegar hættulegt að horfa í sterk ljós svo sem sólina, rafsuðu- eða logsuðu- ljós,“ segir Þorkell. Hann hefur lent í því að foreldrar biðji hann um að segja börnum sínum hversu hættulegt það er að horfa lengi á sjónvarp en getur því miður ekki tekið undir það. „Ég á tvo stráka sem mér fannst horfa alltof mikið á sjónvarp, spila tölvuleiki og svo framvegis. Það góða við það er að þeir læra til dæmis enskuna en það er ekki hægt að taka undir það að það sé vont fyrir sjónina. Ég held að allir augnlæknar séu sammála um það.“ Eitt af því sem foreldrar segja við börn sín til að ýta þeim frá sjónvarps- glápi er að þau fái kassaaugu af því. Þorkell segist aldrei hafa fengið slíkan sjúkling til sín. „Nei, þetta er einhverskonar mistúlkun. Fólk skemmir til að mynda ekki augun eða augnbotna á því að horfa á ruglaða sjónvarpsdagskrá. Það er kannski þreytandi en ekki hættulegt.“ VELDUR KITL STAMI? Stríðnum finnst fátt skemmtilegra en að koma fólki til að hlæja. Stundum skiptir það litlu hvaða aðferðum er beitt og er jafnvel gripið til þess ráðs að kitla. Sú þjóðsaga hefur lengi gengið manna á milli að kitl geti valdið stami. „Þetta er gömul trú og ég hef vissulega heyrt þetta en ég held að það hafi ekki verið gerðar neinar rannsóknir á því,“ segir Friðrik Rúnar Guðmundsson, hjá Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands. „Eins ef krakkar eru hræddir mikið getur það valdið stami eða ef fólk verður fyrir óvæntum áföllum. Ég veit nú ekki hvaða fræði eru þar að baki.“ Ekki hefur enn tekist að festa hendi á það hvað það er sem veldur stami og aðspurður sagði Friðrik. „Ef ég gæti svarað því fengi ég Nóbelsverðlaunin. Það veit enginn í dag hvað veldur stami og það eru allavega kenningar á lofti.“ Friðrik Rúnar segir að skiptar skoðanir séu á því hvort kitl eða hræðsla valdi stami. „Sumir vilja meina að stam sé undirliggjandi þannig að þegar fólk verður fyrir verulegu áfalli þá gerist eitthvað og það byrjar að stama,“ segir Friðrik Rúnar. „Það er mjög al- gengt að börn stami í kringum þriggja ára aldurinn og aldrei hægt að segja til um það hvort það viðhaldist eða hverfur. Barn sem á sögu um stam getur verið hættara við að stamið taki sig upp aftur heldur en hjá börn- um sem hafa aldrei stamað. Þá á fólk gjarnan til að kenna atvikinu um heldur en því að stamið sé undirliggjandi.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.