Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 45
SUNNUDAGUR 23. maí 2004 Ídag verður boðið upp á ítalskatónlistarveislu á Listahátíð með tvennum tónleikum. I Solisti Veneti frá Feneyjum mun leika í Hallgrímskirkju klukkan 15 en það er ein af betri klassísku hljómsveitum Evrópu. Á efnis- skránni eru meðal annars verk eftir Vivaldi, Tartini, Paganini, Rossini og Puccini. NCCP, sem stendur fyrir Nuova Compagnia di Canto Popolare, mun síðan leika á Nasa við Austurvöll klukkan 21. Tónlist sveitarinnar byggist á þjóðlegum stefjum frá Napólí og Campania- héraði. Tónlistinni er lýst sem fjörugri en afar angurværri og segja kunnugir að hún sé jafnvel í anda þungarokks auk þess sem finna megi fyrir arabískum áhrif- um. NCCP nýtur mikilla vinsælda, sérstaklega í heimalandi sínu, en hún hefur gefið út sextán geisla- plötur frá árinu 1970. ■ ■ LISTAHÁTÍÐ GÍTARLEIKARI NCCP Myndin er tekin á tónleikum sveitarinnar á Ítalíu. Ítalskir tónar Dagana 14.-19. júní býðst þér að setjast á skólabekk í Háskóla Íslands og taka þátt í umræðum, tilraunum, vettvangsferðum og heilabrotum um flest milli himins og jarðar. Einvalalið kennara úr hópi starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands sjá um kennsluna. Tuttugu og tvö námskeið eru í boði og þú setur saman þína eigin stundatöflu. Hvað vekur áhuga þinn? Viltu vita meira? Skráning í Háskóla unga fólksins er hafin. Líttu inn á www.ung.is og skoðaðu þig um. www.ung.is Skráning er hafin á vefsíðunni HÁSKÓLI UNGA FÓLKSINS Ertu á aldrinum 12-16 ára?* *Háskóli unga fólksins er opinn unglingum fæddum á árunum 1988-1991. Ert þú búinn að skora á forsetann? a s k o r u n . i s 15.00 I Solisti Veneti leikur ítalska há- klassík í Hallgrímskirkju eftir meistara á borð við Vivaldi, Tart- ini, Paganini, Rossini og Puccini. Áshildur Haraldsdóttir spilar ein- leik á flautu. 21.00 NCCP, eða Nuova Compagnia di Canto Popolare, leikur napólíska þjóðlagatónlist á Nasa við Austur- völl. 21.30 Skáldið og sekkjapípuleikarinn. Liam O’Flynn spilar írsk þjóðlög á olnbogapípu við texta og ljóð Nóbelsverðlaunahafans Seamus Heaney sem Seamus flytur sjálfur. ■ LISTAHÁTÍÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.