Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 2
2 1. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Ég var ekki að spá neitt. Þetta voru bara náttúrleg viðbrögð.“ Brynjar Björn Gunnarsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, fékk að líta rauða spjaldið í vináttulands- leik gegn Japönum um helgina fyrir afar grófa tæklingu á einum af japönsku leikmönnunum.. Tækling „Brilla“ var með þeim svakalegri sem sést hafa í landsleik Íslendinga, að ekki sé minnst á vináttuleiki. SPURNING DAGSINS Brynjar Björn, hvað varstu að spá? Talin hafa orðið 11 ára dóttur sinni að bana Kona á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið dóttur sinni á tólfta ári að bana. Fjórtán ára bróðir stúlkunnar komst særður undan og gat látið vita. Móðirin er talin hafa reynt að svipta sig lífi eftir verknaðinn. MANNDRÁP Ellefu ára gömul stúlka lést af völdum stungusára sem hún hlaut á heimili sínu við Hagamel í Reykjavík í fyrrinótt. Allt bendir til að móðir stúlkunnar sé völd að verknaðinum en hún liggur sjálf þungt haldin á sjúkrahúsi. Talið er að hún hafi reynt að svipta sig lífi eftir að hafa orðið dóttur sinni að bana. Bróðir stúlkunnar komst al- varlega slasaður heim til vinar síns við Kaplaskjólsveg og gerði viðvart um atburðinn. Lá blóðug slóð drengsins milli húsanna og þurfti hann að gangast undir að- gerð vegna áverka sem móðir hans er talin hafa veitt honum. Það var kl. 5.21 í gærmorgun sem lögreglu barst tilkynning um ungan pilt með stungusár. Fór lög- regla heim til piltsins í kjölfarið og kom að systur hans látinni og móður þeirra með alvarlega áver- ka. Farið var með móðurina beint í aðgerð en hún var síðdegis í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 14. júní. Henni var jafnframt gert að sæta geðrannsókn. Hvorki hafði gefist færi á því að yfirheyra móðurina né piltinn í gærkvöldi. Lögregla telur að móðirin hafi lagt til barna sinna með eggvopni á meðan þau sváfu. Hafi piltinum tekist að forða sér en móðirin hafi síðan reynt að svipta sig lífi og hlot- ið við það alvarlega áverka. Stúlk- an var hins vegar úrskurðuð látin þegar lögregla kom á vettvang um klukkan hálfsex í gærmorgun. Móðirin er 43 ára gömul og bjó ásamt börnum sínum tveimur í kjallaraíbúð við Hagamel. Ná- grannar sem Fréttablaðið ræddi við urðu ekki varir við neitt óeðli- legt fyrr en eldsnemma í morgun þegar lögregla lokaði götunni. Að sögn nágranna merkti lögreglan það sem virtist vera blóðslóð yfir götuna í norðvesturátt og voru teknar myndir af svæðinu úr körfubíl slökkviliðsins. Lögregla staðfesti að þetta hefði verið slóð eftir piltinn en hann hljóp særður yfir til kunningjafólks í næstu götu til að gera viðvart um atburð- inn. Staðfesti lögregla jafnframt að tilkynning um atburðinn hefði komið þaðan og þegar lögregla kom þangað greindi pilturinn lög- reglunni frá því sem gerst hafði. Samverustund var í Neskirkju í gærkvöldi vegna hins hörmulega atburðar. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, sagði í samtali við Fréttablaðið að kirkjan væri að mæta þörf sem fólk hefði til koma saman og biðja þegar svo hörmulegir atburðir gerðust. „Við finnum að fólk leitar til okkar og þessi bænastund er hugsuð sem farvegur fyrir fólk til leita stuðn- ings,“ sagði Örn Bárður. Hann sagði að jafnframt yrðu skóla- félagar stúlkunnar heimsóttir í dag og þeim veittur stuðningur. borgar@frettabladid.is Enn deilt um brotthvarf frá Gaza: Hriktir í stjórn Ísraels JERÚSALEM, AP Óvissan um framtíð ríkisstjórnar Ariels Sharon for- sætisráðherra þykir hafa aukist um helgina ef eitthvað er. Sjö klukkustunda löngum, spennu- þrungnum ríkisstjórnarfundi, þar sem rætt var um brotthvarf frá Gaza, lauk án niðurstöðu. Halda á umræðunni áfram næsta sunnu- dag en það er alls endis óvíst hvort niðurstaða fáist þá frekar en á síðasta fundi. Binyamin Netanyahu, fjár- málaráðherra og fyrrum forsæt- isráðherra, hafnar alls kostar brotthvarfi frá Gaza en Sharon vill hverfa á brott með allan her Ísraels og leggja niður landnema- byggðir. Yosef Lapid dómsmála- ráðherra bauðst til að miðla mál- um en því hafnaði Sharon. „Ég rétti fram hönd mína til Sharons, til þjóðarinnar, þings- ins og ríkisstjórnar Ísraels,“ sagði Jasser Arafat Palestínu- forseti þegar hann sagðist reiðu- búinn að ræða við Sharon um friðarmöguleika. „Ég er reiðu- búinn að hitta Sharon. Hvers vegna ekki? Ef friðarviljinn er fyrir hendi yfirvinnur hann allt annað.“ Ísraelsstjórn hefur lengi neitað að eiga samskipti við Arafat sem hún segir tengjast ofbeldis- verkum gegn Ísraelum. ■ Sameinuðu þjóðirnar: Næringar- skortur í 35 löndum RÓM, AP 35 lönd, þar af 24 í Afríku, þurfa að horfast í augu við alvar- legan matarskort vegna stríða, vondra veðurskilyrða og sjúk- dóma, að því er fram kemur í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Nokkur ríki í suðurhluta Afríku þurftu aðstoð í kjölfar alvarlegra flóða. Þá hafði eyðnisjúkdómur- inn afar slæm áhrif á landbúnað í heimsálfunni þar sem margir bændur hafi annaðhvort látið lífið eða eru of veikburða til þess að geta unnið. ■ ■ BANDARÍKIN VIÐ LANDNEMABYGGÐ Á GAZA Deilan um framtíð landnemabyggða Ísraela á Gaza-svæðinu getur orðið til þess að ísraelska stjórnin spryngi. Fangelsi í Ríó: Uppreisn BRASILÍA, AP Fangar skutu vörð til bana og tóku 21 í gíslingu er stjórn- völd reyndu að semja um að binda endi á tveggja daga uppreisn í fangelsi nærri Ríó de Janeiro. Uppreisnin hófst á laugardags- morgun þegar nokkrir fangar gerðu tilraun til þess að flýja. Fangarnir brutust gegnum aðal- hlið fangelsisins. Þegar lögregla kom á staðinn réðust fangarnir á lögregluþjónana, tóku af þeim vopn þeirra og tóku 26 verði og starfsmenn fangelsisins höndum. Vörðurinn sem skotinn var hafði gert tilraun til þess að flýja. Nokkrum gíslum var sleppt á sunnudag í skiptum fyrir aðstoð við særða fanga. ■ KONGÓ, AP Viðskipti í úrannámum Kongó eru í hröðum uppgangi þrátt fyrir að forseti landsins hafi sett bann við öllum námagreftri. Úran úr námunum var meðal annars not- að til þess að búa til kjarnorku- sprengjurnar sem varpað var á Hiroshima og Nagasaki. Forseti Kongó, Joseph Kabila, skipaði fyrir um lokun námanna vegna vaxandi áhyggna af því að efni í kjarnavopn komist í hendur hryðju- verkasamtaka eða vanþróaðra þjóða. Þrátt fyrir bannið vinna enn þús- undir verkamanna í námunum sem eru staðsettar langan veg frá höfuð- borginni Kinshasa. Þessi ólöglegu viðskipti varpa ljósi á það hversu máttlaus yfirvöld landsins eru í eftirliti og stjórn á úrannámunum. „Þeir grafa eins hratt og þeir geta grafið og allir eru að kaupa þetta,“ segir John Skinner námaverkfræðingur í nálægu þorpi. „Vandamálið er það að enginn veit hvert þetta fer allt saman. Það er engin stjórn á þessu.“ ■ GÖMUL ÚRANNÁMA Forseti Kongó hefur látið loka öllum úrannámum í landinu. Þrátt fyrir það hefur gröfturinn haldið áfram og engin stjórn er á því hverjir kaupa úranið. Áhyggjur af úrannámum í Kongó: Ólöglegur námugröftur í fullum gangi BÆNASTUND Í NESKIRKJU Húsfyllir var í Neskirkju í gærkvöldi þar sem efnt var til bænastundar vegna hinna hörmulega atburða í Vesturbænum í gær. HARMLEIKUR VIÐ HAGAMEL Rannsókn lögreglu hófst á vettvangi strax í gærmorgun og stóð fram eftir kvöldi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA MEÐ BYSSU SADDAMS Byssan sem Saddam Hussein var vopnað- ur þegar hann var handtekinn er nú geymd í minjagripasal í Hvíta húsinu og er George W. Bush Bandaríkjaforseti sagður hafa gaman af að sýna hana gestum sínum að því er fram kemur í tímaritinu Time. HLUTABRÉF Í BRÚÐKAUPSGJÖF Bandarísk brúðhjón hafa lengi haft fyrir sið að setja saman lista í gjafavöruverslunum yfir hluti sem þau geta hugsað sér að fá í brúðkaupsgjöf, svo sem matar- stell og aðra muni. Nú hefur fyr- irtæki eitt tekið upp á því að bjóða svipaða þjónustu fyrir þá sem vilja eignast hlutabréf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.