Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 26
26 1. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR CUNEGO SIGRAÐI Damiano Cunego sigraði í Giro d’Italia- keppninni sem lauk í Mílanó í gær. Ítalinn var tveimur mínútum á undan Úkraínu- manninum Serhiy Honchar. HJÓLREIÐAR Íslendingar með vænlega stöðu fyrir seinni leikinn í umspili um sæti á HM: Góður sex marka sigur á Ítölum HANDBOLTI Íslendingar báru sigur- orð af Ítalíu, 31–37, á laugar- daginn í fyrri leik liðanna um laust sæti á næstu HM í hand- bolta. Frábær fyrri hálfleikur liðsins lagði grunninn að sigri í leiknum, sem fram fór í Teramo á Ítalíu, en í hálfleik var staðan 23- 12, okkar mönnum í vil. Guðmundur Þórður Guð- mundsson, þjálfari landsliðsins, var að vonum sáttur með frammi- stöðu liðsins sem var öllu betri en það sýndi í undirbúningsleikjun- um. „Þetta var allt annað og miklu betra en í leikjunum í Aþenu. Við náðum fullt af hraðaupphlaupum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en spilamennskan þá er með því besta sem liðið hefur sýnt lengi. Við náðum síðan ekki alveg að halda hraðanum í seinni hálfleik og þeir náðu að sækja á okkur fimm mörk. Staða okkar fyrir seinni leikinn er því góð en það þýðir ekkert að halda að þetta sé komið, við verðum að halda vöku okkar enda mikið í húfi,“ sagði Guðmundur. Ólafur Stefánsson (12 mörk) og Guðjón Valur Sigurðsson (níu mörk) sýndu virkilega hvað í þeim býr og þá varði Guðmundur Hrafnkelsson vel í markinu. Seinni leikurinn fer fram í Kaplakrika um næstu helgi. ■ Ítalinn Claudio Ranieri: Rekinn í gær FÓTBOLTI Þá er það komið á hreint sem legið hefur í loftinu í ansi langan tíma - Caludio Ranieri var rekinn úr starfi framkvæmda- stjóra Chelsea. Talsmaður Chelsea sagði að Ranieri væri búinn að vinna frá- bært starf fyrir félagið. „Við þökkum Ranieri samstarfið og óskum honum velfarnaðar í fram- tíðinni.“ Þann tíma sem Ranieri var við stjórnvölinn hjá Chelsea hafði hann alltaf stuðning leik- manna og áhangenda liðsins og þykir mörgum súrt í broti að hann skuli vera látinn fara. Langlíkleg- ast þykir að Jose Mourinho, stjóri Porto, taki við hjá Chelsea. ■ LEIKIR  19.15 ÍA og KA leika á Akranesvelli í Landsbankadeild karla í fótbolta.  19.15 Grindavík og Fram leika á Grindavíkurvelli í Landsbankadeild karla í fótbolta.  19.15 ÍBV og KR leika á Hásteins- velli í Landsbankadeild karla í fót- bolta.  19.15 Víkingur og FH leika á Vík- ingsvelli í Landsbankadeild karla í fótbolta. SJÓNVARP  14.25 Trans World Sport á Stöð 2. Íþróttir um allan heim.  17.15 Motorworld á Sýn. Kraft- mikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  18.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  18.30 Saga EM í fótbolta á RÚV. Upphitunarþættir fyrir EM í fót- bolta sem hefst í Portúgal 12. júní.  19.00 Meistaradeild UEFA á Sýn. Fréttaþáttur um meistaradeild UEFA.  19.30 Toyota-mótaröðin í golfi á Sýn.  20.30 Fákar á Sýn. Fjölbreyttur þáttur þar sem fjallað verður um allar hliðar hestamennskunnar.  21.00 Knattspyrnusagan á Sýn. Í þættinum verður fjallað um Brasilíumenn.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.20 Fótboltakvöld á RÚV. Sýnt verður úr leikjum 4. umferðar Landsbankadeildar karla í knatt- spyrnu.  22.30 Manchester-mótið á Sýn. Útsending frá leik Englendinga og Japana á þriggja landa mótinu í Manchester. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 29 30 31 1 2 3 4 Þriðjudagur JÚNÍ Michael Schumacher: Sjötti sigurinn FORMÚLA 1 „Allt gekk okkur í hag. Ég lagði mikið á mig til að ná sem mestu forskoti og eftir það ók ég bara af öryggi í mark,“ sagði heimsmeistarinn Michael Schu- macher sem sigraði auðveldlega í Evrópukappakstrinum í Nürburg- ring. Schumacher hefur sigrað í sex af sjö keppnum á tímabilinu og er fjórtán stigum á undan sam- herja sínum hjá Ferrari, Rubens Barrichello. Jenson Button, hjá BAR- Honda, varð þriðji í Nürburgring en hann er jafnframt þriðji sam- anlagt, átta stigum á eftir Barrichello. Raunir McLaren-liðsins héldu áfram. Kimi Räikkönen varð að hætta á tíunda hring vegna mótor- bilunar og David Coulthard hætti eftir 26 hringi. ■ ÓLAFUR STEFÁNSSON Skoraði 12 mörk gegn Ítölum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.