Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 21
21ÞRIÐJUDAGUR 1. júní 2004 Yngvi Örn segir lán til um- breytingarverkefna skapa aðhald í fjárfestingum og kostnaði hjá fyrirtækjum til þess að skapa fjármuni til þess að endurgreiða þau. „Þessi lán eru sérstök vegna þess að þau hafa í raun samdrátt- aráhrif á fyrirtækin sem fá þau.“ Lánin valdi því ekki þenslu nema að því marki að seljendur fyrir- tækjanna setji þá fjármuni í veltu hagkerfisins. Yngvi benti á að á móti erlend- um skuldum sem atvinnulífið og bankarnir hefðu stofnað til að undanförnu hefðu orðið til miklar erlendar eignir á móti. Ekki hefði orðið mikil röskun á þeim jöfnuði. Hætta á mistökum í efnahagsstjórn Hætturnar eru þó fyrir hendi. Gott útlit efnahagsmála næstu misserin gefa ekki tilefni til mik- ils ótta að mati Yngva Arnar um að illa fari. „Helstu hætturnar eru ef alvarleg mistök verða í efna- hagsstjórn og gengi krónunnar fellur verulega.“ Hann taldi ekki miklar líkur á því. Önnur hætta væri erlend lánakreppa sem yrði til þess að bönkum gengi illa að endurfjármagna lán sín á alþjóða- lánamarkaði. Yngvi benti á að slík lánakreppa væri ólíkleg og slíkrar tilhneigingar hefði ekki gætt um langt skeið. Már tók undir með Yngva að ef útlánaaukningin væri af rótum umbreytinga í atvinnulífinu, þá myndi líklega draga hratt úr vexti erlendra lána bankanna. Hins vegar ætti eftir að koma í ljós hvort raunin væri sú að útlána- aukningin væri af þessum rótum runnin. Már hefur ítrekað bent á að samhliða þessari útlánaaukn- ingu hafi samkeppni milli bank- anna leitt til þess að áhættuálag bankanna á þessi lán sé of lágt. Með því séu bankarnir að taka of mikla áhættu miðað við það áhættuálag sem þeir leggja ofan á lánin til að mæta afskriftum þeirra lána sem ekki verða greidd. Slíkt hefur hættu í för með sér, einkum ef snögglega harðnaði á dalnum. Framundan er vaxandi einka- neysla og verðbólguþrýstingur. Slíkar aðstæður gera kröfur um aðhald í ríkisrekstri. Á móti vexti í þjóðarframleiðslunni þarf að verða til þjóðhagslegur sparnað- ur. Stjórnvöld bera höfuðábyrgð á hagstjórninni. Tvennt í boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar kann að skapa hættu á ofþenslu. Annað er skattalækkanir og hitt er 90 prósenta lánshlutfall lána íbúða- lánasjóðs. Ekki er deilt um að rýmri veðheimildir og lækkaðir skattar eru eftirsóknarverðir hlutir fyrir almenning. Hins veg- ar lögðu hagfræðingarnir áherslu að það skipti verulegu máli hvern- ig og hvenær slíkt væri innleitt og til hvaða annarra ráðstafanna yrði gripið samhliða. Hægferð í húsnæðislánum Tryggvi Þór Herbertsson fjall- aði um áhrif rýmri veðheimilda íbúðalánasjóðs á húsnæðisverð og hagstjórn. „Sú hugmynd að hús- næðiskaupendur hafi aðgang að 90% lánum er ekki ólík því sem þekkist í öðrum löndum og því eðlilegt að slíku fyrirkomulagi sé komið á hér á landi,“ sagði Tryggvi Þór. Hann lagði hins veg- ar áherslu á vandamálin sem kynnu að skapast ef of hratt væri farið í þessar breytingar. „Ef það gerist er líklegt að tímabundin bóla myndist á fasteignamarkaði þegar framboð getur ekki mæt eftirspurn.Þetta getur ógnað fjár- málalegum stöðugleika í landinu og skapað meiri verðbólguþrýst- ing en ella.“ Tryggvi Þór segir eðli fasteignamarkaðar það að fram- boðið komi töluvert á eftir eftir- spurninni. Þegar eftirspurnin verði mikil á fasteignamarkaði faru verktakar að byggja til að mæta henni. Það ferli taki tíma; skipuleggja þurfi ný hverfi og byggja þau. Á meðan hækkar verð húsnæðis þar til framboðið mætir eftirspurninni. Tryggvi hafði efa- semdir um það að peningamálaað- gerðir gætu með góðu móti ráðið við álversframkvæmdir og mikla þenslu á fasteignamarkaði. Til lengri tíma er að mati Tryggva Þórs sterk fylgni á milli launa og húsnæðisverðs. Heimilin í landinu verja því nokkurn veg- inn sama hluta ráðstöfunartekna sinna í húsnæði sé horft yfir lengra tímabil. Ástæðan er að þegar húsnæðisverð fer vel yfir byggingakostnað er það hvati fyr- ir verktaka að hefjast handa. Markaðurinn leitar því jafnvægis. Niðurstaðan er því sú að breyting veðhlutfallsins verði tekin í hæg- um skrefum. „Því hægari sem að- lögunin verður þeim mun minni verður þrýstingurinn á verð- hækkanir,“ sagði Tryggvi. Þrýstingur á vexti Frá sjónarhóli hagstjórnar- innar myndi þensla á fasteigna- markaði samhliða álversfram- kvæmdum leiða til hærri stýri- vaxta en ella. Hækkun stýrivaxt- anna myndi þvínæst leiða til gengisstyrkingar og hækkunar almennra vaxta. Það ástand myndi bitna hart á skuldsettum einstaklingum og fyrirtækjum og veikja stöðu útflutnings- greina. Skattalækkun gæti líka ef ekki er gætt varúðar valdið sömu vandræðum. Pétur Blöndal al- þingismaður talaði fyrir boðuð- um skattalækkunum. Hann sagði að út frá hagfræðinni mætti aldrei lækka skatta. Ekki mætti lækka þá á uppgangstímum þar sem það ylli þenslu. Ekki á krepputímum vegna þess að þá yrði afkoma ríkissjóðs neikvæð og ekki þegar jafnvægi ríkti, því þá raskaðist jafnvægið. Stjórn- málamenn hafa gjarnan notað þessa upptalningu Péturs þegar það þjónar pólitískum hagsmun- um þeirra að lækka skatta, þegar hagfræðingar gjalda varhug við slíkum ráðstöfunum. Már Guð- mundsson vísaði þessum fullyrð- ingum Péturs út í hafsauga. Hann sagði að frá sjónarhóli hagfræð- innar mætti þvert á móti alltaf lækka skatta. Í þensluástandi, eins og fyrirsjáanlegt er, mætti hins vegar ekki lækka skatta nema að ríkið dragi saman segl- in, helst meira en sem nemur skattahækkunum. Sögulega séð er hins vegar erfitt að halda aftur af ríkisút- gjöldum á þenslutímum, hvað þá að draga verulega úr þeim. Már benti á að þær viðvaranir sem hann setti fram varðandi út- lán bankanna og lækkun skatta yrði að skoðast í því ljósi að hann væri starfsmaður Seðlabankans. „Starfsmenn Seðlabanka fá borg- að fyrir að hafa áhyggjur.“ Pétur Blöndal viðurkenndi að niðurskurður hjá ríkinu væri óraunhæft markmið. Hann sagð- ist samt sem áður hlynntur skatta- lækkunum. Mikilvægt væri að kynna lækkunaráformin áður en kæmi að fjárlagagerð. Reynslan sýndi að erfitt væri að verjast ásókn í peninga sem væru til. Virkjun hins blanka Íslendings Til þess að koma í veg fyrir of- þenslu vildi Pétur virkja. Virkjun- arkosturinn er auðlind sem Pétur hefur fundið og hann nefnir „hinn blanki Íslendingur“. Fyrirbæri sem ekkert sparar og er ónæmur fyrir vöxtum og kostnaði vegna lántöku sinnar. Pétur taldi að gera mætti markaðsátak og kenna Ís- lendingum að spara. Þannig myndu auknar ráðstöfunartekjur vegna skattalækkana ekki valda þenslu heldur renna í þjóðhags- legan sparnað. Þannig færi skattalækkun í sparnað, ríkið keypti skuldabréf á markaði og greiddi erlendar skuldir eða frysti upphæðina í Seðlabankan- um. Ekkert myndi breytast nema að hinn blanki Íslendingur myndi eignast sparnað. Ekki skal efast um það að jafna stærðfræðingsins Péturs Blöndal gangi upp á pappírnum. Svipur hagfræðinganna á fundinum gaf ekki tilefni til þess að ætla að um tímamótauppgötvun væri að ræða í hagfræði, né að líklegt væri að hugmyndin gengi upp í hagfræði- legum veruleika. Eftir standa hin- ar klassísku kenningar um að ekki sé bæði hægt að éta köku og eiga. haflidi@frettabladid.is VIRKJUN BLANKRA ÍSLENDINGA Pétur Blöndal alþingismaður vill virkja hinn blanka Íslending. Hann telur að kenna þurfi þjóðinni að spara með markaðsátaki. ÚTLÁNAAUKNINGIN Ingvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans, telur að draga muni úr erlendum lánum vegna umbreytingarverk- efna. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, telur óráðlegt að fara of geyst í hækkun íbúðalána þar sem það auki verðbólguþrýsting og hækki vexti. Ef það gerist er líklegt að tímabund- in bóla myndist á fasteigna- markaði þegar framboð get- ur ekki mætt eftirspurn. Þetta getur ógnað fjármála- legum stöðugleika í landinu. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.