Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 8
8 1. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR PRINSAR Í SVEITINNI Feðgarnir Karl prins og Vilhjálmur prins gengu um bóndabýli og skoðuðu bústörf- in meðan fjölmiðlar mynduðu þá í bak og fyrir. Ferðin var hluti af samkomulagi við fjölmiðla sem kveður á um að þeir láti Vil- hjálm í friði meðan hann er við nám í skoskum háskóla. Miklar skemmdir á útvegg og eldhústækjum: Keyrt á hótel Bjarg FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR Fjórir piltar end- uðu ökuferð á útvegg eldhúss hótels Bjargs á Fáskrúðsfirði um klukkan ellefu á föstudagskvöld. Ökumaðurinn er réttindalaus enda einungis sextán ára gamall. Hann var á litlum fólksbíl for- eldra sinna og er grunaður um ölvun. Piltarnir flúðu af vettvangi en létu síðan lögregluna á staðn- um vita af ferðum sínum. Hótel Bjarg sendur við eina að- algötu bæjarins og keyrði bíllinn yfir steypt bílastæði og á vegginn nálægt vatnsinntaki og eru skemmdirnar miklar á útvegg og tækjum eldhússins. Hótelið er bárujárnsklætt timburhús og gekk veggurinn inn á gólf. Enginn var í húsinu þegar atvikið átti sér stað. Piltarnir slösuðust ekki. Von er á hótelgestum næstu daga en ekki hefur verið hægt að gera við skemmdirnar þar sem enginn frá tryggingafélagi hótelsins hefur komið til að meta skemmdir. „Hér eru menn í föstu fæði og það verður beðið fram eftir degi en síðan verðum við að gera ráðstafanir,“ segir Agnar Jónsson, faðir eiganda hótelsins og tímabundinn um- sjónarmaður. ■ „Ummælin lýsa óþolinmæði“ Sjálfstæðismenn segja andstöðu Framsóknar hafa komið í veg fyrir skattalækkanir á þessu þingi. „Þurfum að kanna það svigrúm sem við höfum,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. RÍKISSTJÓRN „Ég vísa þessum um- mælum til föðurhúsanna. Mér finnst þau lýsa mikilli óþolinmæði hjá þingmanninum,“ segir Hjálm- ar Árnason, þingmaður Fram- sóknarflokksins, um fullyrðingar Gunnars Birgissonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, að skatta- lækkanir náðu ekki fram að ganga á þessu þingi vegna andstöðu Framsóknar. Í viðtali við Morgunblaðið seg- ir Gunnar að framsóknarmenn séu annaðhvort búnir að gleyma því sem þeir lofuðu, eða að „...þeir eru að niðurlægja Sjálfstæðis- flokkinn, og veit það ekki á gott með samstarf flokkanna í fram- haldinu.“ Hjálmar segir þetta al- rangt. „Þetta er í fullu samræmi við það sem stendur í stjórn- arsáttmálanum. Breytingar í skattakerfi taka aldrei gildi fyrr en um áramót þegar nýtt skatt- ár hefst. Það er ábyrgara að kanna það svigrúm sem við höfum og leggja tillögurnar fram í haust.“ Hann segir ennfremur að ekki séu neinir brestir í stjórnar- samstarfinu. „Þeir hafa sýnt þess- ir menn sem hafa tjáð sig opinber- lega um þetta mál að þeir fara gjarnan eigin leiðir í skoðunum og eru sjálfir ábyrgir sinna orða.“ Einar K. Guðfinnsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, segir það „augljóst mál“ að tillögur um skattalækkan- ir hafi strandað á andstöðu Fram- sóknar. Það sé rétt að breytingar á skattakerfi taki ekki gildi fyrr en um áramót, en „við viljum hins vegar sýna í verki vilja okkar til að efna þau fyrirheit sem við lögð- um af stað með. Það er mikilvægt að þetta líti dagsins ljós sem allra fyrst.“ Einar vildi lítið tjá sig um fullyrðingar Gunnars um áhrif málsins á stjórnarsamstarfið: „Það hefur verið gott og stenst vonandi þessa áraun.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir samstöðu vera meðal stjórnarflokkanna um skatta- lækkanir og það hafi verið greint hvernig eigi að standa að þeim. „Því fyrr sem menn koma með yfirlýsingar og áætlanir því betra. Við erum að lækka skatta til að bæta kjör almennings í land- inu og það er forgangsmál. Ef þetta þýðir lækkun í ríkissjóð, sem ég tel að yrði tímabundin, er það rammi sem við verðum að skipuleggja okkur út frá.“ Ekki náðist í Halldór Ágríms- son, formann Framsóknarflokks- ins, vegna málsins og Guðni Ágústsson varaformaður vildi ekki tjá sig um það. bergsteinn@frettabladid.is Ein stærsta lánveiting innanlands: Atlanta fær á fjórða milljarð VIÐSKIPTI Landsbankinn leiðir eina stærstu lánveitingu sem innlendar fjármálastofnanir hafa nokkurn tímann staðið að. Það er Air At- lanta sem tekur að láni þrjá og hálfan milljarð króna til þriggja ára, en auk Landsbankans, standa að veitingunni Sparisjóðsbankinn hf., Sparisjóður vélstjóra og Spari- sjóður Hafnarfjarðar. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Air Atlanta, segir það ánægjulegt að íslenskir bankar séu orðnir svo stórir að þeir hafi „... burði til að styðja við fyrirtæki í útrás og bjóða lán á samkeppnishæfum kjörum í samkeppni við stórar al- þjóðlegar fjármálastofnanir“. Lánið er veitt í tengslum við kaup félagsins á þremur Boeing 747-fraktflutningavélum sem ráð- gert er að verði teknar í notkun í sumar og verða í föstum verkefn- um fyrir Lufthansa-flugfélagið. Samningur Air Atlanta og Luft- hansa nær til þriggja ára og er talinn tryggja þeim fyrrnefndu á hálfan tólfta milljarð króna í tekj- ur á samningstímanum. ■ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 84 3 0 5/ 20 04 NETSMELLUR – alltaf ódýrast á netinu Allt að 18 ferðir á dag Sumaráætlun Icelandair Bókaðu á www.icelandair.is Engin þjónustugjöld þegar bókað er á netinu. Innifalið: Flug og flugvallarskattar. Breytingagjald 5.000 kr. Icelandair ódýrari í 54,5% tilfella í júní og júlí í sumar til Kaupmannahafnar og London Úttektin var framkvæmd af IMG Deloitte fyrir Icelandair á tímabilinu 6. - 14. maí. Miðað er við algengustu tegund sumarleyfisferða sem er yfir helgi. Til að gæta fyllsta hlutleysis var íslenskur samkeppnisaðili Icelandair á þessum flugleiðum látinn vita að verðkönnun yrði gerð á fyrrgreindu tímabili. Ódýrastir til Evrópu Verð á mann frá 14.490 kr.* HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval SELFOSS Átta voru kærðir fyrir ölvun við akstur af lögreglunni á Selfossi. Flestir voru teknir innan bæjarins. Lögreglan segir umferð- arerilinn hafa verið mikinn þessa helgina. NESKAUPSSTAÐUR Fimm voru teknir fyrir hraðakstur á laugardag í Neskaupstað. Lögreglan fylgist með umferðinni sem hún segir að hafi verið erilsöm þessa helgi. SLÖKKVILIÐ Mikill erill var um helgina í sjúkraflutningum hjá Slökkviliðinu í Reykjavík. Tals- maður slökkviliðsins sagði þó ekki hafa verið meira að gera en aðrar helgar, algengt er að á ann- an tug útkalla séu á næturnar. HÓTEL BJARG Piltarnir fjórir sem enduðu á eldhúsvegg hótels Bjargs létu lögregluna vita. Bíllinn skemmdist töluvert minna en timbur- veggur hótelsins. ÚR ELDHÚSINU Agnar Jónsson, umsjónarmaður hótelsins, beið enn á mánudag eftir að tryggingafé- lag mæti skemmdir þar sem fulltrúi þess var erlendis þegar atvikið átti sér stað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÉT U R JÓ H AN N ES SO N ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SKRIFAÐ UNDIR Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Air Atlanta, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbank- ans, undirrita lánasamning upp á þrjá og hálfan milljarð. EINAR K. GUÐFINNSSON, ÞING- FLOKKSFORMAÐUR SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKS Segir það „augljóst mál“ að skattalækkanir hafi strandað á andstöðu Framsóknar- flokks.„Það er mikilvægt að þetta líti dagsins ljós sem allra fyrst. HJÁLMAR ÁRNASON, ÞINGFLOKKS- FORMAÐUR FRAMSÓKNAR Breytingar á skattakerfi taka ekki gildi fyrr en um áramót.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.