Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 13
13ÞRIÐJUDAGUR 1. júní 2004 og Stöðvar eitt og tvö franska ríkis- sjónvarpsins. Rannsókn ESB á TV2 hófst í kjölfar kvörtunar frá keppinauti sem fólst í athugasemdum vegna þátttöku TV2 á auglýsingamarkaði og tekjum þess vegna afnotagjalda. Kvörtun þessi er keimlík þeirri sem Íslenska útvarpsfélagið sendi ESA í september 2002 og stofnunin hefur nú tekið til rannsóknar. Að sögn Sigurðar G. Guðjóns- sonar, forstjóra Norðurljósa, var kvörtunin send í kjölfar svars Samkeppnisstofnunar vegna kvörtunar sem Norðurljós sendi stofnuninni 1999. Norðurljós fóru fram á það að Samkeppnisstofnun legði tafarlaust mat á það hvort tekjur RÚV af áskriftargjöldum væru í samræmi við samkeppnis- lög. Bent var á það að engin dæmi væru til um nokkuð þessu líkt á öðrum samkeppnismörkuðum á Íslandi. Einnig var bent á það að RÚV tækist með hjálp tekna sinna af af- notagjöldum að halda niðri auglýs- ingaverði og skapaði það ósann- gjarna samkeppnisstöðu á fjöl- miðlamarkaði. Niðurstöður Sam- keppnisstofnunar voru birtar í lok árs 2001, en í þeim hélt stofnunin því fram að hún gæti ekki skorið úr um þetta mál, aðallega vegna þess að lögsaga hennar næði ekki yfir það sem málið snerist um, heldur væri það hlutverk ESA. Kvörtun Norðurljósa til ESA er því nú þar til meðferðar. Að sögn Amund Utne er ekki vitað hvenær skorið verður úr um málið. Fer það eftir því hve fljótt íslenskum yfirvöldum tekst að afla þeirra upplýsinga sem beð- ið hefur verið um og hve hratt ESA tekst að vinna úr þeim. Ekki er enn ljóst hvort niður- stöður ESA verði í samræmi við niðurstöður í sambærilegum mál- um sem Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins hefur úrskurðað í þar sem stofnanir í rekstri sjón- varpsstöðva í almannaeign hafa verið dæmdar til að endurgreiða hluta af ríkisstyrkjum. Amund Utne sagði þó að nýjar viðmiðunarreglur ESA um ríkis- styrki og almenningsútvarp, sem teknar voru upp í lok apríl, væru í fullu samræmi við reglur Evrópu- sambandsins. ■ EKKI MEIRA HEIMILISOFBELDI Hundruð kvenna komu saman í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, og kröfðust þess að stjórnvöld settu lög gegn heimilisofbeldi. Slíkt ofbeldi er algengt í Indónesíu. Bát hvolfdi: Fimm drukknuðu AUSTURRÍKI, AP Fimm manns létu lífið þegar bát með 32 manns inn- anborðs hvolfdi í Hunterbrühl hellahvelfingunni í gærmorgun, þar sem er að finna stærsta neð- anjarðarvatn Evrópu. Bátnum hvolfdi um 150 metra frá munna hellisins og er talið að þrír þeirra sem létust hafi lent undir bátnum og ekki komist und- an honum. Björgunarstarfsmenn reyndu, án árangurs, að blása lífi í þá fimm sem létust, fjórar konur og einn karlmann. Ferðir um tveggja metra djúpt vatnið í hellahvelfingunni eru vin- sælar meðal ferðamanna. ■ Árás á bæinn Khobar í Sádi-Arabíu: Ráðist gegn útlendingum KHOBAR, AP Árás íslamskra hryðju- verkamanna á bæinn Khobar í Sádi-Arabíu um helgina kostaði 22 lífið, flesta af erlendum uppruna. Hinir látnu voru af tíu mismun- andi þjóðernum. Árásin hófst á laugardags- morgun með skothríð inni í skrif- stofum tveggja olíufyrirtækja sem aðsetur hafa í bænum. Í kjölfar þess færðu hryðjuverka- mennirnir sig í hverfið Oasis, fínt hverfi þar sem meðal annars eru hótel og glæsivillur. Þar tóku þeir að minnsta kosti 50 í gísl- ingu. Öryggisverðir bundu enda á umsátrið snemma á sunnudags- morgun er þeir réðust inn í bygg- inguna þar sem mönnunum var haldið föngnum. 41 gíslanna var frelsaður en níu lík fundust í byggingunni. Fjórir hryðjuverkamenn stóðu fyrir árásinni og náðist einn þeirra. Hann var særður og er talinn höfuðpaurinn bak við árásina. Hinir þrír eru á flótta. Hryðjuverkahópur tengdur al-Kaída lýsti ábyrgð verknaðar- ins á hendur sér. Í yfirlýsingu frá talsmanni al-Kaída sagði að að- gerðirnar miðuðu að því að refsa konungdæminu fyrir olíuvið- skipti við Bandaríkjamenn. Auk þess ætti að hrekja „krossfara“ frá „landi íslams“. ■ ÚR ÚTVARPSLÖGUM: IV. kafli. Skyldur útvarpsstöðva. 7. gr. Dagskrárframboð. - Útvarpsstöðvar skulu stuðla að al- mennri menningarþróun og efla ís- lenska tungu. [...] - Sjónvarpsstöðvar skulu kosta kapps um að meiri hluta útsendingartíma sé varið í íslenskt dagskrárefni og annað dagskrárefni frá Evrópu. Með útsend- ingartíma er í þessu sambandi átt við heildarútsendingartíma sjónvarps- stöðva að frádregnum þeim tíma sem varið er til frétta [og fleira]. 8. gr. Tal og texti á íslensku. - Efni á erlendu máli, sem sýnt er á sjónvarpsstöð, skal jafnan fylgja ís- lenskt tal eða texti á íslensku [...] Skal lögð áhersla á að allt tal og texti sé á lýtalausu íslensku máli. 10. gr. Dagskrárefni frá sjálfstæðum framleiðendum. - Sjónvarpsstöðvar skulu, eftir því sem unnt er, sjá til þess að minnst 10% af útsendingartíma, [...] á ári hverju eða minnst 10% af árlegu dagskrárfé sé varið til evrópskra verka sem fram- leidd eru af sjálfstæðum framleiðend- um. [...] FYLGST MEÐ ÁTÖKUM Sádi-Arabar liggja í leyni og fylgjast með átökum lögreglu og gíslatökumanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.