Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 14
Fjör í Draugasafni Draugasafnið á Stokkseyri fylltist af lifandi fólki á laugardaginn þegar Margrét Frí- mannsdóttir hélt upp á fimmtugsafmæli sitt. Auk forseta Íslands var allur þingflokkur Samfylkingarinnar mættur með Össur Skarphéðinsson for- mann í broddi fylk- ingar og úr Sjálfstæð- isflokknum voru með- al annars Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, Sólveig Péturs- dóttir og Drífa Hjar tardótt i r, efsti maður flokksins í kjördæmi Margrétar. Guðni Ágústsson og Hjálmar Árnason létu sig ekki vanta og bæði Ögmundur Jónasson og Steingrímur J. Sigfússon komu frá VG. Samfylkingin sæmdi Margréti sérstöku gullmerki fyrir störf sín, gaf henni gullúr og þingflokkurinn söng til hennar frumsamið kvæði Jóhanns Ársælssonar. Mesta lukku gerði afmælisgjöf félaga hennar í Suður- kjördæmi sem fengu Brynhildi Guðjóns- dóttur leik- og söngkonu til að syngja lög franska söngfuglsins Edith Piaf. Framsókn í fatla Í afmælisræðu sinni til Margrétar fór Öss- ur á kostum og lét þess meðal annars get- ið að Margrét mætti ekkert aumt sjá, og það gilti jafnt um ekkjur, munaðarleys- ingja, fanga eða Framsóknarflokkinn. Sagði hann sögu úr þinginu. Guðni Ágústsson hefði í miðjum fjölmiðlaslagn- um þurft að fara í aðgerð því gagnstætt Framsóknarflokknum hefði hann vaxið upp úr sjálfum sér og þurft að láta skera ofan af annarri öxlinni. Illa hefði gengið að para út þingmann á móti Guðna í at- kvæðagreiðslu þar til Margrét hefði geng- ið í það mál. Þegar Guðni kom til baka var hann með höndina í fatla. Að nokkrum dögum liðnum hefði einhvern þingmaður kallað á eftir hon- um hvað hann ætl- aði eiginlega að vera lengi með fatl- ann. Þá hefði Mar- grét svarað að bragði: „Guðni má hafa fatlann eins lengi og hann þarfnast samúðar.“ Við búum við blandað hagkerfiþar sem einka- og ríkisrekstri er blandað saman. Ég held að það sé af hinu góða að á síðari árum hefur blandan þynnst og enn fleiri verkefni færast frá ríkinu til einkaaðila. Ég er þó ekki þeirrar trúar að öllu sé endilega best kom- ið í höndum einkarekstrar. Í sum- um efnum vil ég ekki að efnahag- ur skipti máli þegar kemur að því hver geti notið þeirra gæða eða þjónustu sem er í boði, og ég held að ég eigi mörg skoðanasystkini í þeim efnum Tvennt er yfirleitt nefnt: menntun og heilbrigðis- þjónusta. Sú afdankaða ríkisstjórn sem er við völd er með gerðum sínum að færa þessa grundvallar- þjónustu enn meira í hendur einkaaðila eða í hendur einka- reksturs, án þess að sú megin- spurning sé rædd hvort við viljum það eður ei. Aðferðin er einföld. Stofnanirnar sem hafa séð okkur landslýð fyrir þessari þjónustu eru einfaldlega sveltar fjárhags- lega. Þá skjóta svokallaðar einka- stofnanir upp kollinum, þær eru að mestum hluta greiddar af rík- inu, en þurfa ekki að lúta sömu lögmálum og ríkisstofnanirnar. Þeir sem eru þjónustunnar aðnjót- andi borga til viðbótar og allir virðast voða glaðir. Við horfum upp á það að æðsta menntastofnun landsins hefur verið í fjársvelti og upp hafa risið háskólar sem þurfa ekki að lúta sömu reglum og geta krafist hárra skólagjalda. Auðvit- að eru allar líkur á að slíkir skólar verði smartari og sniðugri en gamli ríkisskólinn (en ekki endi- lega betri). Kannski er það skoðun okkar að þetta sé rétta aðferðin, en eigum við ekki aðeins að velta því fyrir okkur, eigum við ekki að- eins að staldra við og spyrja okkur hvort þetta er leiðin sem við vilj- um fara ? Ef einhverjir lesa þennan pist- il, þá spyrja sumir sig ábyggilega: hvert er manneskjan að fara? Er þetta eitthvert fornaldarafstyrmi sem ekki skilur kosti einkarekstr- ar? Er manneskjan á móti einka- skólum? Svarið við því er nei, manneskjan er sko ekki á móti neinu af þessu tagi. Manneskjan vill hins vegar að meginbreyting- ar sem verða af þessu tagi í þjóð- félaginu séu ræddar, en þeim ekki laumað aftan að fólki án þess að það átti sig á. Stjórnmálamenn síðari tíma hér á landi, og jafnvel víðar, laum- ast nefnilega aftan að kjósendum. Grundvallaratriðin eru ekki rædd. Hugsið ykkur, það er haldinn fund- ur í Háskóla Íslands þar sem rætt er um hvort eigi að fara fram á það við ríkisvaldið „að fá“ að leggja á skólagjöld (gjaldið núna, sem er nálægt 35 þúsundum króna, heitir innritunargjald). Þetta er grund- vallaratriði sem stjórnmálamenn- irnir þurfa og eiga að takast á við, grundvallaratriði sem þeir þurfa og eiga að segja skoðun sína á, grundvallaratriði sem við kjósend- ur eigum að fá að kjósa um. Með því að setja skólann í svelti getur þeim tekist (og er væntanlega að takast) að knýja það fram að Há- skóli Íslands fari fram á „að fá“ að leggja á skólagjöld. Ábyrgðin er þá ekki lengur þeirra, stjórnmála- mannanna, heldur Háskólans. „Við lögðum ekki á skólagjöld“ munu þeir segja, „við urðum bara við kröfum Háskólans“. Og skólakerfið var bara byrj- unin, nú er komið að heilbrigðis- kerfinu. Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi var gert að skera nið- ur um 800 milljónir á þessu ári og ég held að það séu a.m.k. aðrar 800 milljónir sem því er ætlað að skera niður á því næsta. Ekki yrði ég hissa á að ríkisvaldinu detti næst í hug að skynsamlegt sé að færa eitthvað af þjónustu spítal- ans til einkarekstrar. Þeir sem sinna tæknifrjóvgun á þeim bæ vilja fremur gera það sjálfir úti í bæ, væntanlega þó með þeim rík- isframlögum sem áður runnu til starfseminnar inni á spítalanum – lækkar það útgjöld ríkisins til heilbrigðismála? Það kúnstuga við þetta er að sama ríkisstjórnin borgar nærri átta milljarða á ári til landbúnað- arins, án þess svo mikið sem velta því fyrir sér að þar megi skera eitthvað niður. Hluti af því fer meira að segja í beinar útflutn- ingsbætur, þannig að gamla rull- an um að niðurgreiðslur komi all- ar íslenskum neytendum til góða er meira að segja tómt bull. – Og nú er landbúnaðarráðherrann al- varlega að hugsa um að setja lág- marksverð á allt kjöt! Af hverju er annars einn af tólf ráðherrum landsins landbúnaðarráðherra, er landbúnaður ekki innan við 1,5 prósent af þjóðarframleiðslu? ■ Þ órólfur Árnason borgarstjóri og Steinunn Valdís Óskarsdóttir,formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar,ættu að senda Davíð Oddssyni blómakörfu og þakkarskeyti. Ef ekki hefði verið fyrir atganginn í kringum fjölmiðlafrumvarp forsætisráðherra hefði skurðgröfuflotinn sem þau sendu í Vatnsmýr- ina örugglega fengið meiri athygli en raunin hefur orðið. Þar eru nú hafnar framkvæmdir við stækkun og færslu Hringbrautar sem mun, þegar þeim lýkur, liggja í sex akreina sveig út í Vatnsmýrina frá Njarðargötu að Snorrabraut og þar með fleyga í sundur framtíðar- byggð á flugvallarsvæðinu og miðbæinn. Til að setja hlutina í sam- hengi erum við hér að tala um eins stofnbraut og liggur frá Grensás- vegi og upp Ártúnsbrekkuna. Þetta er auðvitað framtíðarsýn sem mörgum blöskrar en barátta Átakshóps gegn færslu Hringbrautar hefur þrátt fyrir það fengið furðu lítinn hljómgrunn. Hugmyndir hópsins um lausnina á stigvaxandi bílaumferð í sátt við mannlífið í miðbænum eru á þessa leið: „Samfelld byggð frá Reykja- víkurhöfn að Nauthólsvík. Öll gegnumumferð fer í stokk sem liggur frá Bústaðavegi að Melatorgi. Ofan á stokknum verða til dýrmætar lóðir. Með þessu móti verður til mannvæn, samfelld og skilvirk byggð í hjarta Reykjavíkur í nánum tengslum við miðbæinn, nærliggjandi hverfi, Landspítala og Háskóla Íslands sem auk þess fá óhindrað svæði til þróunar“. Þessum hugmyndum hafa borgaryfirvöld sópað af borðinu á þeirri forsendu að þær séu allt of kostnaðarsamar og hafa ekki verið tilbúin að ræða aðra möguleika en að standa fast við að leggja sex akreina hraðbraut í gegnum hjarta besta byggingarsvæðis höfuðborgarinnar. Fyrir þá sem standa í þannig framkvæmdum er heppilegt þegar upp koma enn vitlausari mál og soga til sín athygli þjóðarinnar. Ef fjöl- miðlafrumvarp forsætisráðherra hefði ekki dúkkað upp í vor, með öllum þeim átökum og uppnámi sem því fylgdi, hefðu Þórólfur, Stein- unn Valdís og félagar þeirra í meirihluta borgarstjórnar örugglega ekki sloppið svona átakalítið frá þessu máli. Nýlokið er undirskriftasöfnun Fjölmiðlasambandsins þar sem tug- þúsundir skráðu nafn sitt á lista sambandsins gegn lögum um eignar- hald á fjölmiðlum. Miklu færri hafa skráð sig í undirskriftasöfnun Átakshópsins gegn færslu Hringbrautar, en þar er barist fyrir því að málið verði borið undir atkvæði íbúa Reykjavíkur í tengslum við væntanlegar forsetakosningar. Þeirri undirskriftasöfnun lýkur 7. júní. Þó að hér séu ólík mál á ferðinni svipar vinnubrögðum ríkisstjórn- ar og borgarstjórnar um margt saman; ákvörðunin er þeirra og litlu skiptir hvað öðrum finnst. Ríkisstjórnin og borgarstjórnin eiga annað sameiginlegt og það er löng seta við stjórnartaumana. Reykjavíkur- listinn fagnar um þessar mundir tíu ára valdaafmæli í höfuðborginni og Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forsæti ríkisstjórnar Íslands í ríflega þrettán ár. Valdþreyta og andleysi er einkenni beggja. ■ 1. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR NOKKUR ORÐ JÓN KALDAL Tíu ára valdaafmælisgjöf R-listans til borgarbúa er færsla og stækkun Hringbrautar. Hringbrautin og fjölmiðlafrumvarpið Að laumast aftan að kjósendum ORÐRÉTT Valdhrokahópuirnn „Björn Bjarnason er holdgerv- ingur þess hóps í mínum huga, hann er í sinni skel og það er allt í lagi, þar má hann vera.“ Margrét Frímannsdóttir, DV 29. maí Þvílík martröð „Einn góðan veðurdag vaknaði frjálshyggjan upp við þann vonda draum að skot einka- framtaksins hafði hlaupið aftur úr haglabyssu hennar og hæft hana í andlitið.“ Guðbergur Bergsson, Fréttablaðið 29. maí Lækkið skatta strax „Því það er ljóst að ríkissjóð- ur mun eiga verulegan tekju- afgang núna á næstu árum og þá þarf að ráðstafa þeim pen- ingum beint til fólksins, því ef ráðherrarnir komast í þá eru þeir fljótir að eyða þeim.“ Gunnar I. Birgisson, Morgunblaðið 29. maí Skjálfti á Mogganum eða? „Stjórnarflokkarnir verða að gæta þess að skattalækkunar- málið verði ekki að stærra ágreiningsmáli á milli þeirra en orðið er. Í stjórnmálum geta mál af þessu tagi farið úr böndum með ófyrirséðum af- leiðingum.“ Leiðarahöfundur Morgunblaðsins, 30. maí FRÁ DEGI TIL DAGS Ef ekki hefði verið fyrir atganginn í kringum fjöl miðlafrumvarp forsætisráðherra hefði skurðgröfu- flotinn sem þau sendu í Vatnsmýrina örugglega fengið meiri athygli en raunin hefur orðið. ,, Í haust býður skólinn nám á annarri önn í hársnyrtingu, ef næg þátttaka fæst. Þeir sem hafa áhuga innriti sig fyrir 10. júní. Skólameistari Skólavörðuholti • Sími 522 6500 www.ir.is • ir@ir.is Nemar í hársnyrtingu ATHUGIÐ! G Ú ST AInnritun fyrir 10. júní ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG STEFNUBREYTING ÁN UMRÆÐNA VALGERÐUR BJARNADÓTTIR VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Stjórnmálamenn síðari tíma hér á landi, og jafnvel víðar, laum- ast nefnilega aftan að kjós- endum. Grundvallaratriðin eru ekki rædd. ,, degitildags@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.