Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 34
34 1. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR fyrir brúðkaupið heimil ið - bústaðinn Ýmis tilboð 1.-5. júni Glæsibæ, s. 552 0978 www.damask.is RÚMFATNAÐUR   Nýkrýnd fegurðardrottning Ís-lands, Selfyssingurinn Hug- rún Harðardóttir segir að þótt hún hafi ekki átt von á fyrsta sæt- inu, hafi hún gert sér miklar von- ir um einhvern hinna efstu titla í keppninni sem fram fór á Broad- way á laugardagskvöld. Hugrún, sem er að ljúka við samning í hárgreiðslu segist hafa tekið sér tveggja vikna frí fyrir keppni til að líta sem best út á lokakvöldinu. „Ég tók þetta mjög alvarlega; var dugleg að rækta líkamann og í stífu matar- prógrammi. Hefði því þótt heldur svekkjandi ef ég hefði ekki fengið neitt fyrir allt erfiðið. Því er auð- vitað yndislegt að uppskera eins og maður sáir, og æðislegt að fá þennan titil þótt ég viti vel að mýmargar og gullfallegar stúlkur taki aldrei þátt í svona keppnum.“ Hún segist hafa haldið sig að mestu innandyra með kærastan- um og fjölskyldunni eftir að hún kom heim með kórónuna. „En hér þekkja allir alla og þar sem ég hef búið hér frá blautu barnsbeini eiga Selfyssingar mikið í mér. Mér skilst að fagnaðarópin hafi heyrst út á götu úr stofum bæjar- búa og að menn séu stoltir af sinni fegurðardís, sem mér þykir auð- vitað ákaflega vænt um.“ ■ Kemur ekki af fjöllum yfir vali dómnefndar Ungfrú Ísland 2004: HUGRÚN FEGURST FLJÓÐA ■ Var einnig valin ljósmyndafyrirsæta ársins. UNGFRÚ ÍSLAND 2004 Nýkjörin ungfrú Ísland, Hugrún Harðardóttir, fyrir miðju. Sigrún Bender, 18 ára Hafnfirðingur (til vinstri) varð í öðru sæti og Halldóra Rut Bjarnadóttir, 21 árs Hvergerðingur, í því þriðja. Þátturinn heitir Út að grillameð Kára og Villa og við kom- um til með að grilla hér og þar um borgina, upp á húsþökum, inn í bakgörðum og úti í hrauni,“ segir Vilhelm Anton Jónsson en hann færir sig nú frá ríkissjónvarpinu yfir á Skjá einn til að takast á við sjónvarpsþáttagerð með bróður sínum og Naglbítafélaga Kára Jónssyni. „Ég er búinn að vinna sem birtingarstjóri á Skjá einum í eitt ár,“ segir Kári, „og við Hálf- dan Steinþórsson fengum þessa hugmynd. Þegar ljóst var að aug- lýsendum leist vel á þáttinn þá talaði ég við stóra bróður og náði að lokka hann hingað.“ „Kári er leynt og ljóst búinn að stefna að því að ná mér yfir á Skjá einn í langan tíma,“ segir Villi. „Og mér finnst svo rosalega gam- an að vera í sjónvarpi að þegar ljóst var að ekki yrði meir að gera fyrir mig upp á ríkissjónvarpi þá ákvað ég að stökkva til. Það þýðir ekkert að vera atvinnulaus og bora bara í nefið,“ segir Villi sem er nú í óða önn við að gera upp baðherbergishurðina sína. „Ég er að sparsla, pússa og grunna en hugurinn er við sjónvarpsþáttinn. Mér líst mjög vel á bróður minn og einnig á dagskrárgerðarmann- inn okkar Kristófer Dignus.“ „Þetta verður þátturinn sem slær í gegn í sumar,“ segir Kári og Villi bætir því við að enginn þurfi að hafa áhyggjur af því að Út að grilla með Kára og Villa verði langdregið spjall um forsoðnar kartöflur og öðru sem tilheyri eldamennskunni. „Þetta verður léttur spjallþáttur þar sem sjóð- heitir og skemmtilegir einstak- lingar segja sína sögu og ljóstra upp leyndarmálum.“ Aðspurðir um draumaviðmæl- endur segir Kári. „Mig langar mjög mikið til að grilla með Björg- ólfsfeðgunum í sumar. Ég held að það gæti verið sérstaklega gam- an,“ en þáttur þeirra bræðra verð- ur á dagskrá á fimmtudagskvöld- um klukkan níu í sumar og hefst fyrsti þátturinn þann 24. júní. ■ Vilja grilla með Björgólfsfeðgum VILLI OG KÁRI Naglbítabræðurnir eiga þann draum heitastan að grilla með Björgólfsfeðgum á Skjá einum í sumar. SJÓNVARP ■ Kári og Villi Naglbítabræður verða með grillþáttinn Út að grilla með Kára og Villa á dagskrá Skjás eins í sumar. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. 1.890. Torfastaðir í Biskupstungum. Íslenskur markaður í Leifsstöð. Lárétt: 1 líkamsvökvi, 5 æsti, 6 íþróttafé- lag, 7 tveir eins, 8 skip, 9 sleipt, 10 lést, 12 fæða, 13 bein, 15 frá, 16 jörð, 18 leik- tæki. Lóðrétt: 1 stúlka á glapstigum, 2 eðli, 3 fimmtíu og einn, 4 jarðepli, 6 hrópa, 8 ekki marga, 11 stafurinn, 14 merki, 17 ullarhnoðrar. Lausn: Lárétt:1gall,5öri,6ka,7tt,8far, 9 hált,10dó,12ala,13rif, 15af, 16óðal, 18róla. Lóðrétt:1götudrós,2art, 3li,4kartafla, 6kalla,8fáa,11óið,14far, 17ló. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 ■ HRÓSIÐ ...fær Sævar Karl, klæðskeri fyrir skrautlega hatta sína og skemmtilega afmælisveislu á laugardaginn. ■ FÓLK Í FRÉTTUM Margrét Frímannsdóttir héltupp á fimmtugsafmæli sitt á laugardag og var þar margt góðra gesta. Fyrir hönd fram- sóknarmanna hélt Hjálmar Árna- son tölu henni til heiðurs og vakti það athygli að ræðukóngurinn sjálfur, Guðni Ágústsson, sem var þarna staddur skyldi ekki hljóta heið- urinn. Hjálmar byrjaði reyndar á því að útskýra hvernig á þessu stæði með þeim orðum að þetta tengdist orð- heppni landbúnaðarráðherrans þegar hann væri að tala til sunn- lenskra þingkvenna. Útvarpsráð hefur þrisvarfundað síðan Sigurður Ingi Jónsson sagði sig úr Frjálslynda flokknum og þar með úr útvarps- ráði. Í hans stað situr nú Kjartan Eggertsson fyrir hönd frjáls- lyndra. Lítið hefur farið fyrir Kjartani þessum á fundum ráðs- ins og allt í lagi að gefa mönnum tækifæri á að átta sig á nýjum aðstæðum og koma sér fyrir áður en þeir láta að sér kveða. Eftir tvo þögula fundi ákvað Kjartan því að taka til máls í því málefni sem honum fannst skipta máli; óskaði hann eftir því að útvarps- ráð sendi frá sér áskorun til þeirra sem sjá um veðurfregnir að þeir bæti sitt málfar, þar sem honum þykir íslenska þeirra ekki nægjanlega góð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.