Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 12
12 1. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Á VARÐBERGI
Íraskur hermaður er við öllu búinn þegar
hann er á varðbergi eftir árás íraskra víga-
manna á bandarískan herbíl á veginum frá
Bagdad til Falluja.
Heilbrigðisþjónusta 17.000 manns undir einn hatt:
Átta stofnanir
sameinaðar
HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra hefur ákveðið að sameina
heilbrigðisstofnanir á Suðurlandi
undir eina stjórn. Hefur ráðherra
gefið út reglugerð sem kveður á
um þetta. Sameiningin tekur til
heilsugæslustöðvanna í Þorláks-
höfn, Hveragerði, Selfossi, Laug-
arási, Hvolsvelli, Vík og á Kirkju-
bæjarklaustri, auk Heilbrigðis-
stofnunarinnar Selfossi. Hin nýja
sameinaða stofnun heitir Heil-
brigðisstofnun Suðurlands.
Hin nýja sameinaða stofnun
tekur formlega til starfa 1. sept-
ember 2004. Áætlað er að nýr for-
stjóri Heilbrigðisstofnunar Suð-
urlands taki til starfa 1. septem-
ber. Stöður framkvæmdastjóra
þeirra stofnana sem nú eru starf-
andi verða lagðar niður frá 1. des-
ember nk. og munu því fram-
kvæmdastjórarnir sem starfandi
verða fram að þeim tíma vinna
með nýjum framkvæmdastjóra í
þrjá mánuði. Staða annarra
starfsmanna verður óbreytt.
Um 200 manns eru starfandi á
heilbrigðisstofnunum sem nú
verða sameinaðar í eina og velta
þær um 1.230 milljónum króna af
árlegu rekstrarfé.
Hin nýja stofnun, Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands, mun þjóna
um 17 þúsund íbúum. ■
Styrkir í réttu hlutfalli
við kostnað og skyldur
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, segir að ríkisstyrkir til RÚV skuli vera í réttu hlutfalli við kostnað
við að sinna skyldum almenningsútvarps. Þörf er á skilgreiningum á skyldum og ríkisstyrkjum.
Rekstrarkostnaður Ríkisútvarpsins og Íslenska útvarpsfélagsins er nánast sá sami.
Ríkisstyrkir til almenningsút-varps þurfa að vera í réttu hlut-
falli við kostnaðinn við að sinna
skyldum almenningsútvarps,“ segir
Amund Utne, yfirmaður ríkis-
styrkjanefndar Eftirlitsstofnunar
EFTA, ESA. Á Íslandi er vandamál-
ið hins vegar það að hvorki hefur
verið skilgreint hvað felst í orðinu
ríkisstyrkir né hvað nákvæmlega
má skilgreina sem skyldur Ríkisút-
varpsins, að sögn Utne.
Samkvæmt ársskýrslum Ís-
lenska útvarpsfélagsins og Ríkisút-
varpsins fyrir árið 2003 er rekstrar-
kostnaður þessara tveggja ljósvaka-
samsteypa nánast hinn sami.
Íslenska útvarpsfélagið rekur
sjónvarpsstöðina Stöð 2 og útvarps-
stöðvarnar Bylgjuna, FM 957, Xið
og Létt 96,7. Ríkisútvarpið rekur
eina sjónvarpsstöð og tvær útvarps-
stöðvar, Rás 1 og Rás 2.
Dagskrárkostnaður Ríkisút-
varpsins var rúmur 2,1 milljarður á
síðasta ári. Dagskrárkostnaður Ís-
lenska útvarpsfélagsins var nánast
sá sami.
Tekjur RÚV vegna auglýsinga og
kostunar voru rúmar 850 milljónir.
Tekjur ÍÚ voru rúmar 970 milljónir.
Tekjur RÚV vegna afnotagjalda
voru rúmur 2,1 milljarður og tekjur
ÍÚ af áskriftargjöldum tæpur 2,1
milljarður.
Eitt af því sem ESA mun skil-
greina í rannsókn sinni á starfsemi
RÚV er hvort flokka eigi afnota-
gjöld RÚV sem ríkisstyrk. ESA hef-
ur bent á að svo réttlæta megi ríkis-
styrki til almenningsútvarps verði
það að vera ljóst hverjar skyldur
þess eru. Þá verði að vera skýr skil
milli kostnaðar almenningsútvarps-
ins við að uppfylla þessar skyldur
og annars kostnaðar, svo sem vegna
dagskrárgerðar sem ekki má flokka
undir þessar skyldur. Enn fremur
skuli ríkisstyrkir til almenningsút-
varpsins vera í réttu hlutfalli við
kostnað vegna þessara skyldna.
Tekjur af afnotagjöldum RÚV
voru rúmir tveir milljarðar. Sam-
kvæmt viðmiðunarreglum ESA ætti
kostnaður RÚV vegna skyldna
vegna almenningsútvarps því að
vera tveir milljarðar. Enginn mark-
tækur munur er þó á kostnaði við
dagskrárgerð RÚV vegna Sjón-
varpsins, Rásar 1 og Rásar 2 annars
vegar og ÍÚ vegna Stöðvar 2, Bylgj-
unnar og tónlistarútvarpsstöðvanna
þriggja hins vegar.
Danska ríkisútvarpið skal
endurgreiða hluta ríkis-
styrkja
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur nýverið gert kröfu
um að danska ríkissjónvarpsstöðin
TV2 endurgreiði um 7,4 milljarða
íslenskra króna vegna ofgreiddra
ríkisstyrkja á árunum 1995-2002.
Sagði í niðurstöðum rannsóknar
stofnunarinnar að ríkisstyrkirnir
hefðu verið þessum mun hærri en
kostnaður sjónvarpsstöðvarinnar
við að uppfylla skyldur almennings-
útvarps.
Auk þess að kanna hlutfall ríkis-
styrkja gagnvart kostnaði vegna al-
menningsútvarpsskylda TV2 rann-
sakaði ESB þátttöku sjónvarps-
stöðvarinnar á auglýsingamarkaði.
„Til þess að ganga úr skugga um
hvort stofnun sem rekur almenn-
ingsútvarp hafi fengið hærri ríkis-
styrki en nauðsynlegt er mun fram-
kvæmdastjórnin einnig kanna hvort
stofnunin hafi nýtt tekjumöguleika
vegna auglýsinga til fullnustu. Ef
svo reynist ekki vera eykst þörfin á
opinberum styrkjum í sama hlut-
falli,“ segir í niðurstöðum skýrslu
framkvæmdastjórnarninnar. Þótti
ekki sannað að TV2 hefði ekki nýtt
tekjumöguleika vegna auglýsinga
til fulls.
Rannsókn ESB leiddi í ljós að
danska ríkið hagaði sér ekki í
samræmi við fjárfesta á almenn-
um markaði, með því að endur-
fjárfesta árlega þá upphæð sem
það greiddi í umframstyrki í TV2.
Þó svo að danska ríkið hafi haldið
því fram að umframstyrkirnir
hafi verið nauðsynlegir til að auka
eigið fé stofnunarinnar fór það í
bága við leikreglur á almennum
markaði af tveimur ástæðum. Í
fyrsta lagi hafi danska ríkið ekki
skilgreint hæfilegt hlutfall á eigin
fé stofnunarinnar áður en það
greiddi út umframstyrki. Í öðru
lagi hafi danska ríkið horft fram
hjá því og látið það viðgangast að
TV2 hafi þegið nær gegndarlausa
umframstyrki.
Algengt annars staðar í Evr-
ópu
Að því er fram kemur í skýrslu
framkvæmdastjórnarinnar er nið-
urstaða þessi í samræmi við fyrri
niðurstöður ESB varðandi portú-
galska og ítalska ríkissjónvarpið
– hefur þú séð DV í dag?
Svarar sjálf-
stæðismönnum
fullum hálsi
Friðsælt í Hafnarfirði:
Rússar
teknir
með tóbak
LÖGREGLUFRÉTTIR Hvítasunnuhelg-
in var afar friðsæl í Hafnarfirði
og áberandi lítil umferð í bænum
að sögn lögrgelu. Virtist sem
þorri bæjarbúa væri á faralds-
fætinum og þeir sem heima sátu
sýndu mannkærleik og spekt í
hvarvetna. Lítið var um hraðakst-
ur og áfengisdrykkju undir stýri,
en bar helst til tíðinda á föstu-
dagskvöld að lögreglan stoppaði
bifreið rússneskra skipsverja af
togara sem lá í Hafnarfjarðar-
höfn. Um borð í bifreiðinni fund-
ust fimmtíu karton af sígarettum
sem talið var að Rússarnir ætluðu
sér að selja. Þeir voru færðir í
vörslu lögreglu og sígaretturnar
gerðar upptækar. ■
Alþjóðaátak:
Réttindum
fatlaðra
haldið fram
FÉLAGSMÁL Framkvæmastjórn Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar (WHO) hefur samþykkt til-
lögu Íslands sem felur í sér að
stofnunin beinir nú sjónum sínum
að aðstæðum og stöðu fatlaðra í
heiminum. Davíð Á. Gunnarsson
bar tillöguna upp, sem eitt af
áhersluatriðum í stjórn samtak-
anna. Meflutningsmenn voru full-
trúar Kína, Rússlands og Tékk-
lands.
Í tillögunni felur fram-
kvæmdastjórnin forstjóra og að-
alskrifstofu samtakanna að beita
sér fyrir samræmdu átaki á vett-
vangi WHO í því skyni að halda
fram réttindum fatlaðra í sam-
ræmi við alþjóðlegar skuldbind-
ingar aðildarríkjanna. ■
REKSTRARREIKNINGAR RÍKISÚTVARPSINS OG ÍSLENSKA ÚT-
VARPSFÉLAGINS FYRIR ÁRIÐ 2003
Rekstrartekjur
Áskriftir 2.123.294 2.091.207
Auglýsingar og kostun 851.527 973.962
Aðrar tekjur 111.679 124.741
Samtals 3.086.500 3.189.910
Rekstrargjöld
Dagskrárkostnaður 2.185.348 2.160.798
Sölu- og markaðskostnaður 168.934 369.296
Rekstur og stjórnun 326.097 361.375
Framlag til Sinfóníuhljómsveitar Ísl. 116.293 á ekki við
Samtals 2.953.909 2.891.469
Hagnaður fyrir afskriftir 132.591 298.441
Afskriftir -239.845 -492.042
Rekstrartap -107.254 -193.601
Fjármunatekjur að frádrögnum fjármagnsgjöldum -206.438 -266.676
Tap ársins (fyrir skatta) -313.692 -373.637
SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
REKSTRARKOSTNAÐUR
RÚV OG ÍÚ
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA
Sameinar átta heilbrigðisstofnanir undir
einn hatt.
Blönduós:
Hröð umferð
LÖGREGLUFRÉTTIR Lögreglan á
Blöndósi hafði í nógu að snúast
um helgina við að sekta ökumenn
sem virtiust liggja lífið á. Eftirlit
með hvítasunnuumferðinni hófst
á fimmtudagskvöld en á mánu-
dagsmorgun höfðu 120 bílstjórar
verið stöðvaðir fyrir hraðakstur.
Sá sem hraðast fór ók á 130 kíló-
metra hraða, en algengt var að
hraðamælirinn sýndi á bilinu 107
til 113 kílómetra hraða. Þá voru
þrír ökumenn stöðvaðir grunaðir
um ölvun vð akstur. Mikil veður-
blíða var í nágrenni Blönduóss um
helgina og þung umferð húsbíla
og ferðalanga með tjaldvagna á
þjóðveginum. Gott skap og frið-
sæld einkenndi að öðru leyti
mannlífið. ■