Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 25
25ÞRIÐJUDAGUR 1. júní 2004 FÓTBOLTI Íslendingar biðu lægri hlut, 2-3, gegn Japönum í Manchester-mótinu á sunnudag. Heiðar Helguson skoraði bæði mörk Íslendinga, það fyrra á 5. mínútu en það seinna á 50. Íslend- ingar mæta Englendingum á laug- ardag. Mörk Japana gerðu þeir Tatsu- hiko Kubo, á 21. og 36. mínútu, og Alexander Santos úr vítaspyrnu á 60. mínútu. Undir lok leiksins fékk Brynjar Björn Gunnarsson að líta rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu. Þetta hafði Ásgeir Sigurvins- son landsliðsþjálfari að segja um leikinn í stuttu spjalli við Frétta- blaðið: „Við erum þokkalega sáttir en þessi leikur var ákveðin tilraun hjá okkur. Hann var opinn og kannski frekar hægur í fyrri hálf- leik. Það er ekkert hægt að segja við því að tapa fyrir Japönum en við teljum okkar hafa skapað tölu- vert mikið af færum og sóknar- leikurinn var í fyrirrúmi hjá okk- ur. En það hefði verið sanngjarnt að fá jafntefli út úr þessum leik og þá hefðu allir getað verið sátt- ir.“ Ásgeir var ekki alveg sáttur við nokkrar ljótar tæklingar sinna manna í leiknum: „Já, það voru nokkrar ljótar tæklingar og ég held að við verð- um að passa okkur fyrir næsta leik því Englendingarnir eru nátt- úrlega að fara á EM í Portúgal og við verðum að passa okkur svolít- ið á því að fara ekki í svona ljót brot. Það var ljótt brot hjá Jó- hannesi og Brynjari líka og ekkert hægt að segja yfir því – þetta var bara rautt spjald. Það þarf ekkert að spila svona í vináttulandsleikj- um og í raun aldrei.“ En menn eru væntanlega bratt- ir fyrir leikinn gegn Englending- um? „Jú, að sjálfsögðu, það var góð æfing í morgun og síðan eru menn hérna að dúlla sér í golfi. Við höf- um vikuna til að undirbúa okkur. Leikurinn gegn Englendingum er frábær sýningargluggi og sér- staklega fyrir þá leikmenn sem eru með lausa samninga og mikil- vægt að við eigum þá góðan leik sem komi jafnvel til með að hjálpa einhverjum leikmönnum að kom- ast í góða klúbba,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson. Byrjunarlið Íslands var skipað eftirtöldum leikmönnum: Árni Gautur Arason stóð í markinu, í vörninni voru Ívar Ingimarsson, Pétur Marteinsson, Hermann Hreiðarsson, á miðjunni Þórður Guðjónsson, Indriði Sigurðsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Arnar Grétarsson, Jóhannes Karl Guð- jónsson og Heiðar Helguson og Eiður Smári Guðjohnsen voru frammi. Marel Baldvinsson koma inn á sem varamaður fyrir Indriða Sigurðsson á 77. mínútu. ■ Mörk Heiðars dugðu ekki Ásgeir Sigurvinsson ósáttur við ljótar tæklingar sinna manna gegn Japan. HAFÐU ÞETTA Brynjar Björn Gunnarsson veður hér í eina tæklingu að hætti hússins gegn Japan. Fékk að launum að líta rauða spjaldið og kom það engum á óvart. KB banka-mótið í Toyota-mótaröðinni á Korpuvelli: Sigurpáll og Ragnhildur byrja best GOLF Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, og Sigurpáll Geir Sveinsson, GA, sigruðu á fyrsta stigamóti GSÍ sem fram fór á Korpúlfsstöð- um um helgina. Ragnhildur lék á 71 höggi á laugardag, og setti vallarmet, en seinni daginn lék hún á 75 höggum og því samanlagt 146 höggum. Ragnhildur var ellefu höggum á undan Tinnu Jóhannsdóttur, GK, en Helga Rut Svanbergsdóttir, GKJ, varð þriðja á 159 höggum. Sigurpáll Geir Sveinsson lék samanlagt á 145 höggum, 70 högg- um á laugardag og 75 höggum á seinni deginum. Þrír urður jafnir í öðru sæti. Sigmundur Einar Más- son, GKG, sem leiddi eftir fyrri daginn á 68 höggum, Magnús Lár- usson, GKJ, og Ólafur Már Sig- urðsson, GK, léku allir á 147 högg- um. Þeir háðu þriggja holu bráða- bana og tryggði Sigmundur sér annað sætið, Magnús varð þriðji og Ólafur Már fjórði. Næsta mót fer fram í Vest- mannaeyjum 12. júní. ■ RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR Besti kvenkylfingur síðasta sumars byrjar þetta tímabil af sama krafti og hún endaði það síðasta. Hún setti vallarmet á Korpu- velli og vann með tólf högga mun. Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lék fyrri leik sinn í undankeppni EM: Eins marks tap gegn Tékkum HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í handbolta beið lægri hlut gegn Tékklandi, 26-27, í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í næstu Evrópukeppni. Seinni leik- urinn verður í Tékklandi á laugar- daginn. Jafnræði var á með liðun- um svo til allan tímann þótt gest- irnir væru nánast alltaf fyrri til að skora. Mestur varð munurinn þrjú mörk en íslenska liðinu tókst að- eins einu sinni að komast yfir í leiknum – í stöðunni 6-5, en liðið náði nokkrum sinnum að jafna. Undir lokin var nokkur spenna en eins marks tap var niðurstaðan, sem eru viðunandi úrslit miðað við spilamennsku liðsins – í raun slapp íslenska liðið fyrir horn því tapið hefði auðveldlega getað orð- ið töluvert stærra en þrír leik- menn áttu mestan þátt í að svo fór ekki. Stærstur var þáttur Berg- lindar Írisar Hansdóttur sem hélt uppteknum hætti frá því í úrslita- leikjunum gegn ÍBV um daginn með frábærri markvörslu og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Inga Fríða Tryggvadóttir lék á hinn bóginn frábærlega í seinni hálfleik en þá skoraði hún sjö af átta mörkum sínum og nýtti öll sín skot í leiknum. Kristín Guð- mundsdóttir var traust allan leik- inn og barðist vel. Leikur íslenska liðsins var langt undir væntingum í það heila og sterkasti þáttur liðs- ins nýttist lítið sem ekkert en það eru hraðaupphlaupin. Stefán Arnarsson landsliðs- þjálfari var ekki alveg nógu sátt- ur eftir leik: „Ég er mjög fúll yfir þessari niðurstöðu, við náðum alls ekki nógu góðum leik og því fór sem fór. Liðið var alltof lengi upp og við ætluðum okkur að keyra hrað- ann upp en gerðum það ekki. Það var mjög dýrt að fara með sex dauðafæri í fyrri hálfleik og það má ekki gerast aftur. Liðið er vissulega mjög gott þegar við náum að keyra upp hraðann en einhverra hluta vegna hrökk það ekki í gírinn. Tékkneska liðið er gríðarlega sterkt og með mikla leikreynslu á stórmótum og þekkir svona dæmi út og inn. Hins vegar erum við alls ekki búin að afskrifa þetta dæmi því liðið á mjög mikið inni og eitt mark er ekki mikið í hand- bolta en það er hins vegar sárt að hafa ekki gert betur hér á heima- velli,“ sagði Stefán. ■ KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Lék vel gegn Tékkum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.