Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 16
6%* – Peningabréf Landsbankans www.li.is Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun 01.04.2004–30.04.2004 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 46 15 5 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 46 15 5 /2 00 4 Banki allra landsmanna Flest bendir til þess að bjart séframundan í efnahagslífinu. Framundan er uppsveifla í hag- kerfinu sem líkur eru á að ekki muni fylgja mikil verðbólga og óstöðugleiki ef rétt er á málum haldið. Það er nú samt aldrei svo að ekki sé hægt að breyta dags- ljósi í dimmu. Íslendingar eru ekki þekktir fyrir að fara sér hægt þegar dyr gleðinnar er annars vegar. Því er ekki að ófyrirsynju að menn velta fyrir sér í upphafi veislunnar hvort við séum kannski of bjart- sýn. „Erum við of bjartsýn?“ var yfirskrift morgunverðarfundar Landsbankans um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Á haustmánuðum kynnti grein- ingardeild Landsbankans hagspá sína þar sem spáð var fjögurra prósenta hagvexti fyrir síðasta ár. Þótti mörgum sem bankinn væri bjartsýnn. Hagvöxtur síðasta árs virðist hafa uppfyllt þær vænt- ingar og framundan eru hagvaxt- arár eins langt og augað eygir. Vitundin um komandi góðæri eyk- ur mönnum bjartsýni. Þessa sér þegar stað í vexti útlána banka- kerfisins. Útlánavöxtur og skattalækkanir Áhyggjuefnin í bjartsýninni eru einkum útlánavöxtur og skattalækkanir. Hvort tveggja er til þess fallið að auka þenslu og verðbólguþrýsting. Framsögu- menn fundarins voru þrír hag- fræðingar og einn þingmaður; þeir Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfa- sviðs Landsbankans, Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, Pétur Blön- dal alþingismaður og Már Guð- mundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Yngvi Örn gerði erlend lán bankakerfisins að umtalsefni. Mat hans er að stór hluti þessara lána hafi farið til eignarhaldsfélaga til umbreytingarverkefna innan- lands og í erlendar fjárfestingar. Hann sagði erlend lán sem hlutfall af landsframleiðslu ekki há í sögu- legu samhengi. Hundrað milljarð- ar af 180 milljarða aukningu inn- lendra lána væru lán til innlendra eignarhaldsfélaga og sennilega milli 30 og 40 milljarðar af þeirri upphæð til erlendra verkefna. Étur bjartsýnin börnin sín? Framundan eru vaxtarár í hagkerfinu. Góðir möguleikar eru á því að hagsældin verði ekki á kostnað jafnvægis. Hætturnar eru fyrir hendi og ekkert er útilokað um að taumleysið taki völdin og leiði til beiskrar niðursveiflu í lokin. Rekstur ANZA er í samræmi við vottað öryggiskerfi sem byggist á staðlinum BS 7799 (ISO 17799) um stjórnun upplýsingaöryggis. Ármúla 31 • 108 Reykjavík Sími 522-5000 • www.anza.is – 0 4 -0 2 8 8 Sveigjanleiki samstarfsaðila er skilyrði „Markmið Straums er að vera leiðandi fjárfestingarbanki. Straumur er framsækið og sveigjanlegt fyrirtæki, ávallt tilbúið til þess að takast á við ný tækifæri. Til þess að geta brugðist hratt við breytingum er nauðsynlegt að hafa skýr markmið varðandi kjarnastarfsemina og geta reitt sig á sveigjanlega og trausta samstarfsaðila. Með þetta að leiðarljósi höfum við falið ANZA að sjá um að reka tölvukerfin okkar. ANZA tryggir okkur aðgang að þeirri tækni og þekkingu sem við þurfum hverju sinni og hefur sveigjanleika til að bregðast hratt við hvert sem við stefnum.“ Þórður Már Jóhannesson forstjóri á þr ið ju de gi V ið sk ip ta fr ét ti r HUGAÐ AÐ ÞJÓÐARHAGFjölmargir atvinnumenn og áhugamenn um þróun efnahagsmála hlýddu á erindi á morgunverðarfundiLandsbankans: „Erum við of bjartsýn?“ Framundan er sögulegt tækifæri þar sem farið gæti saman vaxandi hagsæld án þess að stöðugleika sé stofnað í voða. Skynsamleg hagstjórn mun ráða miklu um hvernig fer. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.